Mun evran leggja Evrópu í rúst ?

Einn af guðfeðrum evrunnar, Yves-Thibault de Silgauy viðurkennir staðreyndir. Hann segir að frekari samþætting efnahagskerfa evrulanda sé nauðsynleg og viðurkennir að það hafi ekki komið til greina þegar evran var stofnsett. Hann viðurkennir að skrefið hafi í raun aldrei verið stigið nema til hálfs.

Þetta er einmitt vandi evrunnar og nú loks koma fram fleiri og fleiri sem viðurkenna hann. Barousso hefur talað skýrt á þennan veg og sífellt fleiri stjórnmálamenn taka undir.

En það eru ekki öll lönd ESB þessu sammála. Flest þeirra 10 ríkja sem eru utan evru eru verulega efins um að þetta sé rétt leið og einnig heyrist þessi skoðun hjá stjórnmálamönnum innan evrulanda. Að slíkt framsal lýðræðis frá ríkjum til ofurstofnunar, sem á í raun ekkert skilt við lýðræði sé eitthvað sem erfitt gæti reynst að fá samþykki fyrir, innan þjóðanna. Þessi skoðun um aukna samþættingu, um stofnun stórríkis, á helst fylgi meðal þeirra sem hafa tekið sér það vald að drottna yfir löndum ESB, meðal þeirra sem stóðu að upptöku evrunnar og meðal krata á Íslandi.

Það er deginum ljósara að ef rokið verður til við að auka samþættingu efnahagskerfa ESB, stofnað stórríki Evrópu, án þess að þegnar þeirra landa sem innan ESB eru fái aðkomu að þeirri stofnun, mun illa fara og allt eins gæti slík aðför að lýðræðinu leitt til styrjaldarástands. Það er einnig ljóst að ef evrulönd kljúfa sig frá öðrum ríkjum ESB, er sambandið fallið.

Það er svo spurning hvort betra er fyrir ríki Evrópu, efnahagslegt öngþveiti vegna falls evrunnar, eða efnahagslegt öngþveiti og styrjalarástand vegna viðhalds hennar.

Það er von að Silgauy hangi á þeirri skoðun að evrunni verði að bjarga, menn leggja oft mikið á sig til að bjarga barni sínu og ekki alltaf skynsemi þá höfð í fyrirrúmi.

Hvaða leið sem svo þessi ríki velja, er vonandi að friðarsjónarmið verði haft í frumgildi. Að láta fjármálaöflin stjórna þessari vegferð, eins og hingað til hefur verið gert, má ekki ske. Það eru íbúar þeirra ríkja sem að sambandinu standa sem eiga að stjórn vegferðinni, það er lýðræðið sem á að ráða. Hvort sú ákvörðun lýðræðisins leiðir til þess að evrunni verði kastað, ESB liðist í sundur eða eitthvað annað, þá er það lýðræðisleg ákvörðun og líkur á friði meiri en ella.

Að ætla að halda evrunni gangandi, hvað sem það kostar, mun einungis leiða til skelfingar. Þá hafa fjármálaöflin haft betur, þá hefur lýðræðinu verið kastað fyrir róða og það mun aldrei ganga til lengdar. Þá hefur Evrópa færst aftur til miðrar átjándu aldar og fræði Voltaries og Rousseaus að engu orðin.

En þaða er nokk sama hvaða leið verður valin, hvort elítan mun valta yfir lýðræði eða hvort lýðræðið nær yfirhöndinni, þá er ljóst að Ísland á ekkert erindi inn í þennan klúbb, a.m.k. ekki í fyrirsjáanlegri framtíð.

 


mbl.is Framtíð Evrópu sögð í húfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Flest myntbandalög hafa horfið af yfirborði jarðar eftir hrun...

Þetta er staðreynd sem ber að horfa í.

Eina leiðin sem virðist fær er að hafa ríkjasamband á við USA en það mun líklega vera eina "myntbandalagið" sem enn er við líði.

Sjálfur er ég ekki hrifinn af svona fullveldisframsali og mun því af þeirri ástæðu ásamt svo mörgum öðrum segja nei við inngöngu í ESB...

Með kveðju

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 22.9.2012 kl. 10:48

2 Smámynd: Elle_

Ég er sammála ykkur.  Nei við öllu fullveldisafsali og lýðræðisafsali.  Guð hjálpi okkur ef Jóhanna og Samfylkingin og Steingrímur og Katrín Jakobs verða aftur við völd.

Elle_, 22.9.2012 kl. 14:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband