Spekingar spjalla

Það verður ekki sagt annað en við íslendingar eigum nóg af spekingum, reyndar kannski full mikið.

Fræðingar Hagstofunnar komast að því að kaupmáttur hafi aukist hér á landi. Hverjar forsendur þessarar niðurstöðu eru er ekki gott að segja, en ljóst að almennur launamaður verður ekki var við þá kaupmáttaraukningu.

Sama dag og fræðingar Hagstofunni senda frá sér þessar hugmyndir sínar, sendir greiningardeild Íslandsbanka frá sér tilkynningu um sama efni. En fræðingar bankans eru þó ekki á sama máli og fræðingar Hagstofunnar. Hjá greiningardeildinni komast menn að þeirri niðurstöðu að verðbólgan sé að éta upp launahækkanir til launafólks. Að hér sé í gangi kaupmáttarrýrnun!

Það þarf svo sem ekki fræðinga eða spekinga til að spá í þessa hluti, hver launamaður finnur það best á sinni pyngju, hún léttist og það hratt.

Vissulega hækkuðu laun í síðustu kjarasamningum, en það hafa líka skattar gert, vöruverð og þjónusta. Hækkun skatta hefur einkum verið á svokölluðum hliðarsköttum, þó tekjuskattur hafi í raun einnig hækkað vegna breytinga á útreiknireglum um síðustu áramót. Vörur hafa margar hverjar hækkað mun meira en laun, sumpart vegna erlendra hækkana og sumpart vegna aukinnar álagningar. Hækkanir á þjónustu hafa kannski verið næstar því að fylgja launahækkunum, en þó er eins og ríki og sveit skeri sig þar nokkuð úr. Þjónusta á þeirra vegum hefur nær undantekningalaust hækkað langt umfram launahækkanir og reyndar í sumum tilfellum svo mikið að mælist í nokkrum tugum prósenta.

Það er því ljóst að launaskerðing hefur orðið, a.m.k. hjá þeim sem þurfa að þiggja laun samkvæmt kjarasamningum. Sú launaskerðing er að hluta vegna verðbólgunar, en að mestu vegna hækkana skatta og verðskráa ríkis og sveita. Þar liggur mesta kjaraskerðingin.

Það er sama hvað spekingar spjalla, sama hvernig menn leika sér með tölur, staðreyndir tala alltaf sínu máli og staðreyndir segja að hér hefur orðið mikil skerðing á launum launafólks.

 


mbl.is Verðbólgan étur upp launahækkanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband