Brutu íslensk stjórnvöld Schengen sáttmálann ?

Það eru nokkrar spurningar sem vakna við lestur þessarr fréttar.

1. Hvernig gat maður sem ekki hafði landvistarleyfi og þá ekki heldur atvinnuleyfi, fengið vinnu hér á landi? Hann hefur ekki haft íslenska kennitölu og hvernig voru þá skattar af hans launum innheimtir? Vann hann kannski svarta vinnu? Verður þetta skoðað sérstaklega og þá um leið rekstur þess fyrirtækis sem réði mannin til vinnu?

2. Ef Svíar eru búnir að neita manninum um landvistaleyfi, hvers vegna ætti þá Ísland að veita honum slíkt leyfi? Ákvörðun Svía hlýtur að byggja á einhverjum grunni.

3. Hvers vegna var maðurinn ekki sendur strax til Svíþjóðar, við komuna hingað? Schengensamkomulagið er skýrt hvað þetta varðar, hafi flóttamaður sótt um landvistarleyfi í einhverju landi Schengen, ber skilyrrðislaust að vísa manninum þangað aftur, þar til umsókn hans hafi verið afgreidd í því landi. Ekki er heimilt að hafa mál sama einstaklings til afgreiðslu í fleiru en einu landi Schengen, samtímis.

4. Ef efast er um úrskurð Útlendingastofnunar og innanríkisráðuneyisins, við hverja afgreiðslu þeirra, hvers vegna þá að vera með þessar stofunanir. Er þá ekki einfaldast að færa afgreiðslu þessara mála bara strax fyrir dómstóla?

Það er magt sem vekur upp spurningar um þetta mál, en sennilega er þó alvarlegst það er snýr að liðum 2 og 3, hér að ofan. Þar verður ekki annað séð en íslensk stjórnvöld hafi gerst brotleg við Schengensáttmálann. Það er háalvarlegt mál og gæti átt eftir að hafa einhver eftirmál.

 


mbl.is Handtekinn og verður vísað úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú er komið að því sem ég hef óttast allra mest. Lögfræðingar komnir á spenann hjá löglausum innflytjendum. Þetta er ein helsta innkoma hjá lagatæknum svía. Var ekki seinna vænna fyrir ísl. "lagatækna" að finna þessa "gullnámu" sem kemur beint úr ríkiskassanum. Hvers vegna er verið að fresta útvísun þessa einstaklings. Það er búið að vísa honum burt úr Evrópu Þ.e.a.s. Svíþjóð. Í raun og veru mega Íslendingar ekki veita honum landvistarleyfi, því þá hefur hann greiðan aðgang til Svíþjóðar á eftir. Það var jú það land sem hann ætlaði til í byrjun. Og eitthvað er mikið að hjá þessum einstakling úr því svíar neita honum um dvalarleyfi. Það eru ekki margir sem fá neitun hjá svíum. Svo trúlega hefur okkar maður eitthver beinagrind í skápnum. Gaman væri að fá að vita hvað lögfræðingur sér í stöðunni sem réttlætir mál þessa einstaklings um dvalarleyfi hér á landi. Er það atvinnan, kærastan o.s.frv. Geta má þess að síðustu fjölkvæni er algengt.

jóhanna (IP-tala skráð) 18.9.2012 kl. 16:52

2 identicon

Vantaði smá rest. Geta má þess að fjölkvæni er algengt í þessum löndum sem þeldökkt fólk kemur frá, sem leitar til norðurlanda.

jóhanna (IP-tala skráð) 18.9.2012 kl. 17:02

3 identicon

Jóhanna: Lögmenn fá ekki greitt frá ríkinu vegna sinnar fyrir þessa einstaklinga.

Gunnar: Í þessum málum er stuðst við Dyflinnar samkomulagið. Þar er það ekki krafa að flóttamenn séu sendir til baka. Þetta er einungis heimild sem íslensk stjórnvöld hafa alltaf nýtt sér. En á meðan að málið er til afgreiðslu þá búa þeir á Fit og þeim er óheimilt að vinna. 

Það kemur hvergi fram í fréttinni að manninum hafi verið neytað um landvistarleyfi, enda geri ég ráð fyrir því að hann hafi ekki verið að sækja um hana heldur stöðu flóttamanns.

Menn eru hér á landi á meðan mál þeirra eru til meðferðar hjá viðkomandi stjórnvöldum.

Stjórnvöld geta úrskurðað um ákveðin málefni en dómsvaldið hefur alltaf lokaorðið. Eins gætum við sagt afhverju að hafa héraðsdóm afhverju ekki bara einn dómstól?

Íslensk stjórnvöld hafa ekki gerst brotleg þar sem maðurinn reyndi að komast inní landið á fölskum skilríkjum en náðist.

Haraldur Haraldsson (IP-tala skráð) 18.9.2012 kl. 17:28

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Haraldur, samkvæmt Schengen sáttmálanum er ekki heimilt fyrir flóttafólk að sækja um landvistarleyfi nema einu landi í einu. Þetta er staðreynd.

Það er einnig staðreynd að samkvæmt sama samkomulagi ber að senda flóttafólk til þess lands sem það hefur sótt um landvistarleyfi í. Hitt er rétt að þjóðir Schengen hafa heimild til að senda fólk til þess lands sem það kom fá, eða til þess lands sem það fyrst dvaldi í innan Schengens. Íslensk stjórnvöld hafa sjaldnast nýtt þá heimild. Varðandi það ef flóttamaður hefur sótt um landvist í einhverju landi innan Schengen, þá ber öðrum þjóðum þess sambands að senda viðkomandi til þess lands.

Það kemur skýrt fram í fréttinni að manninum var neitað um landvist hér, um það er öll fréttin, það átti jú að senda hann úr landi! Þá kemur einnig fram að Svíar hefi einnig hafnað ósk hans um landvist.

Landvistarleyfi er forsenda stöðu flóttamanns, það er forsenda þess að viðkomandi geti fengið að dvelja hér á landi, hvort heldur sem pólitískur flóttamaður, til að sækja hér tímabundna vinnu eða sem nýbúi. Landvistarleyfi er forsenda þess að flóttamaður geti sótt sér vinnu í landinu og yfirleitt blandast þjóðinni. Þar til það hefur verið afgreitt eru flóttamenn í raun utan kerfis og þess vegna er ætlast til að þeir búi á sérstökum stað sem stjórnvöld velja.

Þetta virðist viðkomandi hafa brotið, bæði búsetuna og að hafa sótt sér vinnu. Það er reyndar alveg sér kapituli sem stjórnvöld hljóta að skoða vel, bæði gagnvart skilum á sköttum af þeim launum sem maðurinn þáði sem og rekstur þess fyrirtækis sem réði manninn.

Án landleyfis eru flóttamenn hér utan laga og reglna, eins og marg oft hefur sannast. Það má ekki setja þá í fangelsi, þrátt fyrir ýtrekuð brot á lögum landsins og jafnvel alþjóðalögum.

Gunnar Heiðarsson, 18.9.2012 kl. 18:22

5 identicon

Það kemur hvergi fram að honum hafi verið hafnað um landvistarleyfi í Svíþjóð. Útlendingastofnun og innanríkisráðuneytið komust að þeirri niðurstöðu að vísa ætti manninum aftur til Svíþjóðar.

Hinn venjulegi maður sækir um landvistarleyfi en í þessu tilviki er einstaklingur að sækja um stöðu sem flóttamaður og eða er hælisleitandi. Það er tvennt ólíkt. Landvistarleyfi er ekki forsenda fyrir það að hælisleitendur fá stöðu flóttamanns. Ef einstaklingur fær stöðu flóttamanns þá fær hann dvalarleyfi.

Einnig getur honum verið synjað um stöðu sem flóttamaður og getur hann þá fengið dvalarleyfi vegna mannúðarsjónarmiða.

Útlendingastofnun kannar mál viðkomandi með hliðsjón af ákvæðum Dyflinnarreglugerðarinnar og ákveður hvort málinu sé lokið á þeim grundvelli eða hvort málið skuli tekið til efnismeðferðar hér á landi. Ákvörðun á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar felur í sér að ekki er tekin afstaða til þess hvort viðkomandi sé flóttamaður heldur er máli hans og honum sjálfum vísað til þess aðildarríkis sem ber ábyrgð á því að fjalla um umsóknina. Ákvörðun Útlendingastofnunar á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar er kæranleg til dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins.

Og í þessu tilviki er verið að vísa málinu aftur til Svíþjóðar.

Þó einstaklingar búi hér ólöglega þá búa þeir ekki utan laga og reglna. Ef þeir brjóta af sér þá eru þeir handteknir og dæmdir og svo vísað úr landi. Bara það eitt að vera hér án landvistarleyfi er ólöglegt og kallar á handtöku.

Verð að segja ég hef sjaldan lesið eins mikið bull. 

Haraldur Haraldsson (IP-tala skráð) 18.9.2012 kl. 18:49

6 identicon

Mér er sama hvað þú segir Haraldur. Ég VEIT að ég fer með rétt mál að ekki er hægt að sækja um landvistar/dvalarleyfi í tveim löndum innan Schenghen á sama tíma. Reyndu að lesa þér til maður... Og úr því að þú veist að ríkið borgi ekki brúsann, þá hlýtur þú að vita hver borgar fyrir lögfræðingi fyrir að grípa inn í mál sem þetta? Fróðlegt verður að fá vitneskju um það. Talandi um bull, þá ert þú nú bullukollur og þarft að stúdera þetta mjög vel sem þú ert svona visss um.

jóhanna (IP-tala skráð) 18.9.2012 kl. 20:21

7 identicon

Hælisleitandi sem getur sótt um hæli í fleiri en einu landi. En það er á ábyrgð upprunalegs lands að fara með málið. Hinsvegar getur annað land sem hælisleitandi er í tekið málið að sér og fjallað um það. Við það fellur málið niður í upprunalandinu. Þetta er heimild í Dyflinnarreglugerðinni sem Ísland hefur ekki nýtt sér.

Hælisleitendur eiga ekki rétt á lögmannsaðstoð á meðan mál þeirra eru til umfjöllunar hja stjórnvaldi nema þá þeir greiði fyrir það sjálfir. Þar hefur Rauði Kross íslands komið inn og veitt hælisleitendum aðstoð. Hins vegar þegar mál þeirra er komið fyrir dómstóla eiga þeir rétt á aðstoð frá hinu opinbera og ég get alveg sagt þér það að lögmenn eru ekki að hafa mikið uppúr þessu. 

Jóhanna hvað kemur fjölkvæni þessu máli við? Ég las svar þitt aðeins betur og ég velti fyrir mér ertu svona fordómafull eða ertu bara svona fáfróð?

Ps.

Ég þekki mjög vel til þessa málaflokks og það sem hefur komið frá ykkur tveimur er langt í frá að vera sannleikurinn.

Haraldur Haraldsson (IP-tala skráð) 18.9.2012 kl. 20:32

8 identicon

Svo má benda ykkur á að maðurinn kom ólöglega til landsins. Hann var handtekinn og að öllum líkindum dæmdur í mánaðarfangelsi. Framhaldið hefur hann sótt um hæli. Við það fer ákveðið ferli í gang. Það ferli tekur tíma á meðan býr hælisleitandi í Reykjanesbæ og er óheimilt að starfa. Ef hann hefur starfað ólöglega þá eru það þar til bær stjórnvöld sem sjá um slík mál. En ég held að það sé ekki stóra málið hér. 

Tvær stofnanir komust að þeirri niðurstöðu að vísa ætti manninum aftur til Svíþjóðar þar sem honum hefur verið neitað um hæli. 

Ísland er síðast er ég vissi fullvalda ríki og hefur fullyfirráð yfir því hverjum þeir veita hæli,dvalarleyfi,búsetuleyfi og eða bráðabirgðarleyfi sem eftir því leita. 

Íslensk stjórnvöld geta tekið upp mál sem hafa verið synjuð í öðru ríki og athugað hvort grundvöllur sé til að snúa þeirri ákvörðun við. Í þessu tilviki var það ekki gert og leitar nú þessi einstaklingur til dómstóla til að fá þeirri ákvörðun hnekkt. 

Það er ekkert í þessu máli sem bendir til þess að ísland hafi brotið alþjóðasamninga og eiginlega furðulegt að halda því fram. Svo má bæta því við að þótt hælisleitanda sem hefur verið neytað um hæli þá má veita honum dvalarleyfi af mannúðarsjónarmiðum. En það er oftast gert þegar einstaklingar koma hingað til lands og óska eftir hæli. Þar sem þeim er í flest öllum tilvikum hafnað.

Haraldur Haraldsson (IP-tala skráð) 18.9.2012 kl. 20:51

9 identicon

Haraldur! Jú .

þetta með fjölkvænið tek ég sem dæmi um að stúlkur sem binda sig þeldökkum mönnum. Tekið er fram í fréttinni að maðurinn sé heitbundinn íslenskri stúlku, þá er meiri von um að fá dvalarleyfi sérstaklega er sótt um flóttamannastatus, það gefur miklu hærri styrki. Já og að þessu með fjölkvænið, bretar, frakkar og svíar eiga í erfiðleikum með þetta fólk, þegar það hefur fengið landvistarleyfi þá dúkka upp 2 til 4 konur og slatti af börnum. Siðan fær þetta fólk húsnæði sem samsvarar fyrir heila fjölskyldu þá fer þetta fólk að hrella nágranna til að flææma það í burtu svo það geti fengið þeirra íbúð líka. Þegar það er gengið í gegn þá eru brotnir milliveggir og burðarveggir ef því er að skifta. Síðan býr maður með sínum konum og börnum. Upphafið að öllu var ég get ekki verið í mínu landi því ég er ofsóttur og verð sennilega drepinn. Haraldur úr því að þú ert svona fjölfróður um efnið, getur þú ekki þá ekki svarað minni spurningu úr fyrra kommenti. Hver greiðir ísl.lögfræðingum fyrir að grípa inn í málefni sem þetta. Og ég er ekki fáfróð um þessi efni og stend þeim sennilega miklu nær en þú. En ég hef þá skoðun að við eigum að fara varlega með þessi mál, og athuga vel hverjum við eigum að hleypa inn í landið. Norðurlöndin eiga eitt heljar vandamál. Það eru innflytjendur ólöglegir og þeirra glæpamenn. Er það sem við viljum Haraldur. Kveðja.

jóhanna (IP-tala skráð) 18.9.2012 kl. 21:09

10 identicon

Ég nenni ekki að munnhöggvast við rasista Jóhanna. Lestu athugasemdirna mínar þar er svar við þínum spurningum.

Haraldur Haraldsson (IP-tala skráð) 18.9.2012 kl. 21:17

11 identicon

Kæri Haraldur!

ég þekki þessi viðbrögð frá Svíþjóð. Þegar vinstra treskið kemst í rökþrot þá er andmælandi rasisti eða islamafob.Þið eigið bágt.

jóhanna (IP-tala skráð) 18.9.2012 kl. 21:44

12 identicon

Jóhanna fyrir það fyrsta þá er ég ekki vinstrimaður og ver ég seint talinn slíkur. Ég er ekki komin í rökþrot þar sem ég hef svarað ykkur báðum og fært rök fyrir mínu máli. Afhverju svararðu því ekki á málefnanlegan hátt?

Rasisti já það ertu af þeirri einni ástæðu að þú setur alla einstaklinga sem eru "þel dökkir" undir sama hatt. Það kallast rasismi og ekkert annað. Rasisti er sá sem dæmir fjöldan útfrá einstaklingnum. Og mig langar að minna þig á að allir eru jafnir fyrir lögum á Íslandi.

En ágætt að þú teljir mig vera komin í rökþrot. En málið er bara það að ég hef megnasta ógeð af folki eins og þér. Þú ert sóun á súrefni!!

Haraldur Haraldsson (IP-tala skráð) 18.9.2012 kl. 21:53

13 identicon

Haraldur - Þegar ég bjó á Íslandi, vissi ég ekki hvað orðið rasisti þýddi, en eftir nokkur ár erlendis og með vikkandi sjóndeildahring er ég meðvitaður um orðið og merkinguna.

Ég hef fengið upp í háls af vissri tegund af fólki og það eingöngu vegna umgengni við það!

Þú vilt meina að lagatæknir flái ekki feitann gölt, við að verja "pappírslausa flóttamenn" fyrir dómstólum. Er einhver sérstakur láglaunataxti hjá þeim undir þessum kringumstæðum, þótt það sé greitt af ríkinu, eins og þú bendir á sjálfur í þessu tilfelli?

Jóhanna (IP-tala skráð) 18.9.2012 kl. 22:38

14 identicon

Efa að sjóndeildarhringur þinn hafi víkkað. Ef eitthvað er hann hefur þrengst. Þú fórst út sem fordómalaus manneskja en ert orðinn rasisti í dag... Til hamingju.

 "Ég hef fengið upp í háls af vissri tegund af fólki og það eingöngu vegna umgengni við það!"

Og hvaða tegund er það?? Erum við ekki öll af sömu tegund?

Veistu hvað orðið lagatæknir þíðir?

Sá taxti sem lögmönnum er greiddur fyrir þessa þjónustu er langt undir þeim taxta sem þeir taka sjálfir og þeim ber skylda til að taka mál að sér. 

En Jóhanna hvaða kyn ertu, því þú nefnir þig kvennmansnafnið en talar um þig sem karlkyns... Áhugavert, en skiljanlegt ekki myndi ég vilja gefa upp mitt nafn hefði ég sömu skoðanir og þú. 

Haraldur Haraldsson (IP-tala skráð) 18.9.2012 kl. 22:44

15 identicon

Kæri Haraldur!

Hvaða kyn ég er? Ég er sko kvennmaður frá toppi til táar. En karlkynið er nú mér hugleikið. En þegar ég er að svara karlmanni á lyklaborði og síðan öðrum við hliðina á sér þá geta kvarnirnar slegið slant í höfðinu. "meðvitaður"er bara kven/mannlegt. En ég viðurkenni að ég er haldin ótta við að fá fleira fólk sem er algjörlega á öndverðum meiði við okkur vesturlanda. Það er ekkert, nákvæmlega ekkert sem að við eigum sameiginlegt. Rasisti jú jú ef einhver vill gefa mér svoleiðis titil þá er bara að standa undir honum með bestu getu. Ég get líka tekið að mér að vera íslamafób. Ég segi bara eins og margir hafa sagt. Farðu nú bara vel með þig kæri Haraldur. Kveðja Jóhanna. Ps.þetta með súrefnið. svo vondur ertu ekki við mig er það?

jóhanna (IP-tala skráð) 18.9.2012 kl. 23:27

16 identicon

Ju mer er alvara med tvi. Fordomar eru tad versta sem til eru. Tu ert manneskja sem dreyfir ut mannhatri og elur a sliku. Hvad er gott vid tad? Ju tad eru til einstaklingar sem eru slaemir,en eigum vid ta ad setja alla einstaklinga sem eru eins og sa slaemi undir sama hatt?

Hvad gerdu KluxKlux Klan,Nasistar? Vid aettum ad lita okkur adeins naer og ekki einblina a tad sem adskilur okkur heldur fremur a tad sem sameinar okkur.

Haraldur Haraldsson (IP-tala skráð) 18.9.2012 kl. 23:53

17 identicon

kæri Haraldur!

Ég verð þá að taka því eins og hverju hundsbiti. Ef ég er orðin eins og Ku klux klan Nasistar og þaðan af verra lið. En ekki gefur þetta nú góð meðmæli til menningarþjóðarinnar Íslands að ala svona óverjandi fólk eins og mig. Svo er nú með það.Svo við snúum okkur þá að þér. Því ég get líka verið dómhörð. Þú hefur það til brunns að bera að þú hefur sömu skoðanir og þeir sem hafa ráðið í Bretlandi Frakklandi Svíþjóð Danmörk Noregi Hollandi og víðar. Ég tel bara þau lönd sem stórkostleg vandamál eru í. Þú ert svo blindur eða fáfróður um þessi mál að það er nánast hlægilegt. Veistu að fjöldanauðganir á stúlkum þá meina ég sex til tiu menn eru að nauðga sömu stúlkunni. Fjölmennustu dæmin í þessu eru í Svíþjóð hér í Evropu og nauðgararnir undatekningalaust innflytjendur. Er möguleiki fyrir okkur að umbera svona lið. Ku klux klan hvað? Halló!! þú gengur ekki á öllum. Og ég skal sko innilega lofa þér því að vinna með ráðum og dáð að þessir þeldökku menn komi ekki að kemba hærurnar á Íslandi. I Guðs friði.

jóhanna (IP-tala skráð) 19.9.2012 kl. 00:32

18 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Haraldur, bullið í þér er með ólíkindum. Fylgist þú ekkert með fréttum, lestu ekki blöðin?

Það er vissulega svo að meðan flóttafólk bíður afgreiðslu sinna mála er það utan laga og reglna, ekkert hægt að gera þegar það brýtur af sér. Þetta sanna þau mörgu mál sem komið hafa upp undanfarið, þegar sumt af þessu flóttafólki hefur reynt að flýja land eftir ólöglegum leiðum. Sumir ítrekað. Ekki hefur verið hægt að fá þetta fólk fært fyrir dómara og alls ekki má setja það í vaðhald!

Orðið hælisleytendur er eins mikið rangyrði og hugsast getur. Það á eingöngu að nota yfir það fólk sem hingað kemur í þeim tilgangi að setjast hér að. Flestir þeirra flóttamanna sem nú dvelja í landinu og eiga að hýsast á Fit, eru hins vegar gripnir við að reyna að komast lengra. Lenda hér vegna þess að við erum varðstöð Schengen í vestri. Þetta er fólk sem engan áhuga hefur á að búa á Íslandi en var svo "óheppið" að vera stöðvað í vegabréfaskoðun áður en haldið lengra.

Ef eingöngu væri tekið á móti því flóttafólki sem hinað kemur í þeim eina tilgangi að setjast að á Íslandi og hinum samstundis snúið til baka, eins og Schengen býður uppá, væri vandi okkar gagnvart þessu fólki minni.

Gunnar Heiðarsson, 19.9.2012 kl. 05:49

19 identicon

Þeir einstaklingar sem hingað koma og framvísa ólöglegum skilríkjum eru handteknir og dæmdir í eins mánaðarfangelsi. Er það að búa utan laga og reglna?

Gunnar þú ættir að kynna þér þessi mál betur og bara almennt. Því hver sá einstaklingur sem dvelst á Islandi lýtur íslenskum lögum. Hvort sem hann er hér ólöglega,hælisleitandi eða gestur. Hver sá einstaklingur sem fremur afbrot á íslandi og næst er ákærður og dæmdur í framhaldið.

Getur þú bent mér á þau lög sem styðja þitt mál Gunnar eða fréttir þar sem hælisleitendur eru undanþegnir islenskri löggjöf? Égskal benda þér á aðlesalög um útlendinga svo einnig getur þú lesið þér til um á vef útlendingastofnunar. Þar getur þú einnig fræðst betur um schengen og Dyflinnarreglugerðina.

Ég bíð spenntur.

Haraldur Haraldsson (IP-tala skráð) 19.9.2012 kl. 14:06

20 identicon

Gunnar nú skal ég svara þér lið fyrir lið.

1. Hvernig gat maður sem ekki hafði landvistarleyfi og þá ekki heldur atvinnuleyfi, fengið vinnu hér á landi? Hann hefur ekki haft íslenska kennitölu og hvernig voru þá skattar af hans launum innheimtir? Vann hann kannski svarta vinnu? Verður þetta skoðað sérstaklega og þá um leið rekstur þess fyrirtækis sem réði mannin til vinnu?


Það kemur hvergi fram í fréttinni að hann væri að vinna, einungis að hann væri komin með vinnu.

2. Ef Svíar eru búnir að neita manninum um landvistaleyfi, hvers vegna ætti þá Ísland að veita honum slíkt leyfi? Ákvörðun Svía hlýtur að byggja á einhverjum grunni.

Rétt er það ákvörðunin hlýtur að byggja á einhverju, en íslenskum stjórnvöldum ber að fara yfir það á hvaða rökum sú ákvörðun var byggð. 

3. Hvers vegna var maðurinn ekki sendur strax til Svíþjóðar, við komuna hingað? Schengensamkomulagið er skýrt hvað þetta varðar, hafi flóttamaður sótt um landvistarleyfi í einhverju landi Schengen, ber skilyrrðislaust að vísa manninum þangað aftur, þar til umsókn hans hafi verið afgreidd í því landi. Ekki er heimilt að hafa mál sama einstaklings til afgreiðslu í fleiru en einu landi Schengen, samtímis.

Maðurinn var handtekinn fyrir að framvísa fölsuðum skilríkjum (hann lítur semsagt lögum og reglum á íslandi), í framhaldinu sækir hann um hæli. Stjórnvöldum ber að fara yfir þá umsókn og í framhaldið er athugað hvort einstaklingur hafi aðra umsókn í gangi í öðru landi. Þetta ferli tekur tíma þar sem hann er ekki eini umsækajndinn og útlendingastofnun er fáliðuð. Það var ekki verið að afgreiða mál hans í öðru landi þar sem því var lokið í Svíþjóð. Aftur á móti þá ber það land sem hælisleitandi kemur fyrst til ábyrgð á umsókninni en það er ekkert sem bannar öðru landi að taka umsóknina til meðferðar en þá fellur hún niður í upprunalandinu. 

4. Ef efast er um úrskurð Útlendingastofnunar og innanríkisráðuneyisins, við hverja afgreiðslu þeirra, hvers vegna þá að vera með þessar stofunanir. Er þá ekki einfaldast að færa afgreiðslu þessara mála bara strax fyrir dómstóla?

Til hvers að hafa tvo dómstóla afhverju ekki bara Hæstarétt? 

Væntanlega til að minnka álagið á dómstóla, menn hafa þetta val telji þeir á sér brotið að skjóta málum til æðra dómstigs.

Haraldur Haraldsson (IP-tala skráð) 19.9.2012 kl. 15:04

21 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Haraldur:

1. Það hefur komið skýrt fram að maðurinn hafði vinnu og eftir þessa frétt hefur hann sjálfur sagt að hann hafi verið að koma úr vinnu þegar hann var handtekinn og tilkynnt að flytja ætti hann úr landi.

2. Ég geri einfaldlega ráð fyrir að starfsfólk útlendingastofnunar sé með meðalgreind og hafi kynnt sér mál mannsins í Svíþjóð. Það er engin ástæða til að ætla að einungis hálfvitar vinni hjá stofnuninni.

3. Um málefni flóttamanna innan Schengen eru lög og reglur þess samstarfs ofar lögum viðkomandi lands, er því er snýr að meðhöndlun flóttafólks. Það er einmitt vegna þeirra laga sem ekki er heimilt að fangelsa flóttafólk. Fyrir því er nýlega fallinn dómur hjá Evrópudómstólnum og Schengen hlýtir honum. Vegna þess dóms hefur ekki tkist að taka með sómasamlegum hætti á málefnum þeirra sem hér hafa farið um og reynt að flýja landið, eftir ólöglegum leiðum. Þeir einstaklingar brjóta þar íslensk- og alþjóðalög, en ekkert er hægt að gera. Það er ekki fyrr en mál þeirra eru afgreidd hjá útlendingastofnun, sem hægt er að taka það upp og oftar en ekki leiðir það til þess að þeim er vísað úr landi, eins og þeir sjálfir vildu. Sumir þessara einstaklinga hafa ítrekað brotið þessi lög og jafnvel verið staðnir að því að hafa þýfi undir sínum höndum!

4. Þetta eru hártoganir hjá þér. Það sem ég á við og allir ættu að skylja, er að ef alltaf er efast um úrskurð útlendingastofnunar og staðfestingu innanríkisráðuneytisins á þeim, er engin ástæða til að halda þessum stofnunum uppi. Þeir sem efast um úrskurð útlendingasofnunar hafa þann möguleika að vísa málinu til innanríkisráðuneytisins. Það ætti í flestum tilfellum að duga. Það ætti að þurfa verulega sterk rök til að vísa því síðan til dómstóla. Nú er það ekki svo í þessu máli, heldur vill lögfræðingurinn einfaldlega láta dómstólinn skoða málið, að eigin sögn.

Gunnar Heiðarsson, 19.9.2012 kl. 18:23

22 identicon

1. Ef til vill var hann að vinna, en það kemur hvergi fram í þessari frétt. Ef svo er getur verið að hann hafi haft bráðabirgðarleyfi? Getur þú svarað því?

2. Þetta hefur ekkert með greind starfsmanna að gera. Eflaust hafa þau kynnt sér mál mannsins en það getur tekið tíma. Afla þarf gagna ect. og kynna sér þau. Ég svaraði þessu í lið tvo hér að ofan.

3. Alþjóðlegir sáttmálar eru ekki æðri landslögum og hafa allnokkrir dómar fallið hvað það varðar. Aftur á móti eru þeir innleiddir inn í landslög. Þú talar um að bannað sé að fangelsa flóttamenn það er rugl. Ef einstaklingur brýtur lög þá er hann handtekinn og fær þá refsingu sem lög kveða á um. Endilega komdu með þá lagagrein sem segir annað. Aftur á móti erer mælst til með að einstaklingar sem hingað koma á fölsuðu skilríkjum og sækja um hæli sé ekki dæmt en íslenska ríkið hefur ekki farið eftir þeim tilmælum. Þarna ert þú að miskiljahlutina allverulega. Sá sem fær stöðu flóttamanns nýtur verndar en brjóti hann af sér þá fær hann viðeigandi refsingu.

4. Nei þetta eru ekki hártoganir frekar en hjá þér. Til hvers að vera með héraðsdóm ef við ætlum alltaf að rengja niðurstöðu hans?

Ps.

Þú hefur komið með allmargar fullyrðingar. Ég skora á þig að benda á þær lagagreinar máli þínu til stuðnings.

Haraldur Haraldsson (IP-tala skráð) 19.9.2012 kl. 21:42

23 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ég nenni ekki að hártogast við þig Haraldur, en bendi þér á að lesa Schengensamninginn. Hann er hægt að nálgast í íslenskri útgáfu í utanríkisráðuneytinu.

Þar er heill kafli um hvernig taka skuli á flóttamönnum, hvernig samskipti þjóða samningsins skuli háttað um slíkar afgreiðslur og hver ber ábyrgð á afgreiðslu hvers flóttamanns.

Það er hins vegar ekkert í þeim samning um réttarstöðu flóttamanna gagnvart afbrotum í því landi sem umsókn liggur til afgreiðslu, því þurfti að afgreiða það fyrir dómstólum. Það er hægt að finna dóm Evrópudómstólsins um það efni í dómasafni dómsins, en því miður ekki á íslensku.

Gunnar Heiðarsson, 20.9.2012 kl. 07:02

24 identicon

Afhverju bendirdu ekki taer greinar i samningnum og logum tar sem tetta kemur fram? Tu aettir ad geta gert.

Haraldur Haraldsson (IP-tala skráð) 20.9.2012 kl. 19:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband