Er yfirleitt eitthvað í kollinum á þessum mönnum ?
17.9.2012 | 18:18
Þjónka Seðlabankans við Samfylkinguna nær nýjum hæðum. Nú hefur verið gefið út rit upp á 600 blaðsíður um hvort hér sé rétt að skipta um gjaldmiðil og hvaða mynt skuli taka upp í stað krónunnar. Og auðvitað er niðurstaðan eftir pöntun Samfylkingar.
Eins og gefur að skilja er ég ekki búinn að lesa þetta rit og litlar lýkur á að það hafist. Því verður að styðjast við fréttina. Reyndar mun Már fá að útvarpa sinni speki í spegli RUV (merkilegt), en ég býst ekki við að heyra þá einræðu.
Samkvæmt því sem kemur fram í fréttinni, er evran augljósasti kostur Íslands. Næst besti kosturinn er danska krónan og af hverju? Jú hún er tengd við evruna!!
Hvers konar andskotans bull er þetta?! Eru sérfræðingar og bankastjóri Seðlabankans ekki staddir á jarðkringlunni? Hlusta þessir menn ekki á fréttir? Eru þeir daufdumbar?!
Evran berst í bökkum og alls óljóst hvort henni verði bjargað. Viðurkennt er að til að bjarga henni verður að stofna stórríki Evrópu, þó sumir vilji kalla það öðru nafni. Þá er vitað að lönd evrunnar standa frammi fyrir miklum fjárhagslegum stormi og veðurhæðin eykst!
Takist að bjarga þessum gjaldmiðli, er ljóst að þær reglur sem nú gilda um aðgang að þeirri mynt verða stór efldar. Núverandi reglur eru þó sennilega ofviða Íslandi og harðari reglur gjörsamlega útilokað fyrir okkur að uppfylla. Því er þessi leið með öllu áfær fyrir Ísland, jafnvel þó evran lifi þær hremmingar sem hún er í, komist gegnum þann storm sem er að skella á henni!
Þá má ekki gleyma þeirri merkilegu staðreynd að Ísland verður að gerast aðili að ESB til að eiga möguleika á að reyna að komast í evrusamstarfið. Eins og er fer hratt minkandi vilji landsmanna til þess. Ekki er heldur að sjá að mikill vilji ESB sé til að fá okkur til sín, ef sá vilji væri fyrir hendi, hefði viðræðum verið stýrt á annan veg og séð til þess að samningur lægi á borðinu fyrir næstu kosningar. Kommisarar ESB vita jafn vel og hver annar að þessi vegferð mun verða stöðvuð um leið og tekst að koma Samfylkingu út úr stjórnarráðinu. Þeir hafa hins vegar dregið þessar viðræður á langinn og ekki hægt að skilja það á annan veg en að þeir kæri sig ekkert um Ísland til sín.
Ég spyr aftur; er yfirleitt eitthvað í kollinum á þessum mönnum sem stjórna Seðlabankanum?! Eða er Már kannski að vinna sér inn launahækkun samkvæmt hinni nýju launastefnu ríkisstjónarinnar?!
Segja evruna besta kostinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er grautur í hausnum á þessum mönnum, eða þeir eru gjörsamlega steinblindir gagnvart eigin samvisku.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.9.2012 kl. 20:18
Óhuggulegt hvað þessi Jóhönnuflokkur heldur embættum og stofnunum og landinu í heild sinni í heljargreipum. Hvernig í veröldinni gat það gerst að svo illa gefinn hópur manna kæmist upp með þetta?
Elle_, 17.9.2012 kl. 21:00
Sennilega af því að þau eru nógu siðlaust til að láta sig engu varða almenning í landinu, og þar að auki í fílabeinsturni þar sem enginn mótmæli eða kvartanir ná til þeirra.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.9.2012 kl. 21:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.