Hvar er sú sókn ?

Illugi Gunnarsson talar um að Sjálfstæðisflokknum hafi tekist að snúa vörn í sókn. Hvar er sú sókn, Illugi?

Staðreyndin er sú að hér fara afturhaldsöflin með stjórnartaumanna. Skattaálögur eru þær mestu frá stofnun lýðveldisins, grunnþjónustan hefur verið skorin niður sem aldrei fyrr á meðan annar rekstur ríkissins bólgnar og bólgnar. Ráðherrar fara á svig við lög og sumir beinlínis brjóta þau. Sóað er stór fé í hin ýmsu gæluverkefni ráðherra, meðan heilsugæslan berst í bökkum. Samningar sem stjórnvöld gera við aðila vinnumarkaðarins eru sí endurtekið brotnir af hálfu stjórnvalda. Staðið er gegn allri uppbyggingu atvinnnulífsins, með öllum tiltækum og ótiltækum ráðum og vel séð til þess að engum takist að koma hér á aukinni atvinnu. Stjórnvöld hafa ítrekað reynt að koma skuldaklafa einkabankanna á herðar þjóðarinnar. Fjölskyldur landsins berjast í bökkum vegna aðfarar stjórnvalda gegn þeim. Og að lokum virðist það markmið stjórnvalda að koma öllum málum þjóðarinnar á þann veg að stríð skapist. Stjórnvöld leytast við að skapa sem mesta úlfúð meðal þjóðarinar.

Við þessar aðstæður er fylgi Sjálfstæðisflokksins einungis um 36%, samkvæmt skoðanakönnunum. Varla telst það að hafa snúið vörn í sókn. Mikið frekar að hafa tekist að halda í horfinu og varla það!

Hvar væri fylgi Sjálfstæðisflokks ef stjórnvöldum hefði tekist að sýna vott af skynsemi? Ef stjórnvöldum hefði auðnast að stjórna með þeim hætti að sátt ríkti í þjóðfélaginu? Ef stjórnvöld hefðu látið vera að fara fram af offorsi með mál sem miklar deilur eru um innan þjóðarinnar og beint sínu kröftum að uppbyggingu? Ef stjórnvöld hefðu tekið vanda heimila fram yfir varðstöðu fyrir fjármálaöflin?

Þetta er sú spurning sem frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins þurfa að spyrja sig að. Þegar þeir hafa áttað sig á hvert svarið við þeirri spurningu er, er ekki víst að mikið yrði talað um viðsnúning á þeim bænum.

Að ætla að vinna næstu kosningar á óvinsældum núverandi ríkisstjórnar er ekki vænlegt. Þá er Sjálfstæðisflokkurinn í raun að beyta sömu meðulum og núverandi stjórnarflokkar nýttu fyrir síðustu kosningar. Það getur varla verið til eftirbreytni fyrir stæðsta stjórnmálaflokk landsins!

Stjórnmálaflokkar, hvar sen þeir standa, eiga að leita til kjósenda á eigin forsendum, þannig og einungis þannig er sigur þeirra sannfærandi. Þar skiptir einu hvort flokkurinn er stór eða lítill.

Það ætti ekki að vandkvæðum bundið fyrir þá stjórnmálaflokka sem eru í andstöðu á þingi að finna sér málefni til að gagnrýna, vandinn er að láta þeirri gagnrýni fylgja sannfærandi tillögur til bóta. Reyndar er auðvelt að koma fram með slíkar tillögur, en einhverra hluta vegna virðist Sjálfstæðisflokkurinn eiga erfitt með það. Ef ekki verður breyting á málflutningi þingmanna Sjálfstæðisflokksins er allt eins líklegt að hér leggist annað kjörtímabil afturhaldsins yfir þjóðina. Reyndar mun það sennilega ekki endast út næsta kjörtímabil, því ef óbreytt ástand verður á stjórnarheimilinu, mun þjóðin verða komin á hausinn áður en því lýkur.

Þjóðin kallar eftir bótum, þjóðin kallar eftir styrk og sanngyrni á stjórnarheimilinu. Þetta hefur sárlega vantað það kjörtímabil sem nú er að líða. Því miður er ekki að sjá að Sjálfstæðisflokkurinn, sem er í raun lykillinn að breytingum á stjórnarheimilinu, hafi til að bera þann styrk sem þarf.

Ég er virkilega farinn að óttast næstu kosningar.


mbl.is Þrjú vilja leiða listann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Ja Hvar er sú sókn?það er ekki eðlegt að það heirist ekkert að viti frá forustu sauðum Sjálfstæðisflokksins að viti..

Vilhjálmur Stefánsson, 16.9.2012 kl. 15:41

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Sjálfstæðisflokkurinn er algjörlega stefnulaus og vonast til að fá fylgi út á óvinsældir ríkisstjórnarinnar sem er að þrífa upp eftir þá skítinn... það er lítið merkileg pólitík.

Jón Ingi Cæsarsson, 16.9.2012 kl. 18:32

3 identicon

Hvorki Sjálfstæðisflokkurinn né vekalýðsforystan hafa veitt þessari norrænu velferðarstjórn neitt aðhald

Grímur (IP-tala skráð) 17.9.2012 kl. 09:57

4 identicon

Illugi hlýtur að vera að tapa sér.. það sjá allir að sjálfstæðisflokkur er lappa og hauslaus flokkur.. iðandi af spillingarormum

DoctorE (IP-tala skráð) 17.9.2012 kl. 11:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband