Ekki mikill sáttatónn hjá Birni Val
27.8.2012 | 12:18
Ekki vottar fyrir miklum sáttastón af vörum Björn Vals, enda vart að vænta þess af hans hálfu.
VG er í sárum, djúpum sárum og Björn Valur gengur erinda formannsins í að krukka í þau sár.
Þessu fólki er vorkun. Því er algerlega fyrirmunað að leita sátta. Ef einhversstaðar er hægt að búa til illdelur, er það samstundis gert og síðan alið á þeim deilum út í eitt. Engu skiptir þó það bitni á fylgi flokksins, enda þingmenn VG sennilega búnir að átta sig á að flestir þeirra eiga ekki afturkvæmtá Alþingi, að loknum næstu kosningum.
Fólk sem ekki hefur vit til að leita sátta, fólk sem sækir í illdeilur, á ekkert erindi á þing. Undir þennan hóp falla flestir þingmenn VG auk forsætisráðherra, sem af sinni einstöku snilli hefur tekist að kljúfa þjóðina tvær andstæðar fylkingar. Þessu fólki mun verða hengt í næstu kosningum.
Bjarni og Jón mættu ekki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.