Firra formannsins er stæðst vandi VG

Þessi orð Steingríms eru kannski uppistaða þess vanda VG sem flokkurinn stendur frammi fyrir. Hann segir að flokksráð og þingmenn hafi að megin hluta til staðið að baki ráðherrum og ríkisstjórn. Þetta lýsir best firru manns sem kominn er úr algerum takti við raunveruleikann. Vera má að meirihluti flokksráðs og þingmanna hafi staðið baki ráðherrum og ríkisstjórn, en sá meirihluti hefur oftar en ekki verðið naumur, jafnvel svo naumur að formaðurinn hefur ekki þorað að leggja sum mál fyrir flokksráð og þingmenn sína, fyrr en eftir að þau hafa verið afgreidd. Það er stundum auðveldara, að hans mati, að fá fyrirgefningu en leyfi. Ef stendur á fyrirgefningunni má alltaf draga upp myndina af DO og veifa henni, þá lippast hver einasti VG liði niður.

En það er þó ekki flokksráð og þingmenn sem sjá til þess að flokkurinn fái menn á þing. Þeir einstaklingar sem mynda þann sundurlynda hóp sem kallast flokksráð, hafa bara eitt atkvæði hver og dugir það skammt. Þó Steingrími hafi tekist að kafa ofaní kistu gömlu ráðstjórnarríkjanna, dregið fram margt skuggalegt þaðan, dustað af því rykið og komið í framkvæmd hér á landi, hefur honum ekki enn tekist að koma á sama kosningafyrirkomulagi og þar réði. Hér er enn lýðræðislegar kosningar og það er almenningur sem kýs á þing. Þessu gleymir Steingrímur alveg, hann hefur þurkað úr mynni sínu þá 40.500 kjósendur sem létu glépjast af froðusnakki hans, fyrir síðustu kosningar. 

Þarna liggur stæðsti vandi VG.  Firra formannsins.

Og nú boðar firrti formaðurin að rétt sé að ræða ESB málin. Það er víst að formaðurinn getur, að ræað hlutina, en þegar kemur að framkvæmdum vandast málin hjá honum.

En það er ekki eins og þjóðin hafi ekki rætt þetta mál og ekki skortir umræðuna heldur erlendis. Um langan tíma hefur vandi ESB verið áberandi í erlendum fréttamiðlum, þá hafa einstaklingar og félagasamtök hér á landi verið dugleg í þessari umræðu. Nú allra síðstu misseri, eftir að vandi sambandsins var orðinn óviðráðanlegur, hafa einnig innlendir fjömiðlar tekð þátt í umræðunni. Nokkrir þingmenn og ráðherar VG, að ekki sé minnst á suma af tryggustu kjósendum og stofnendum flokksins, hafa einnig verð duglegir í þessari umræðu. Það má þá kannski fagna því að Steingrímur ætli loks að taka þátt í þessari umræðu, betra væri þó ef hann bara þegði og mæti þá umræðu sem fram fer og framkvæmdi síðan eftir því mati.

Það er lítið sem Steingrímur getur lagt tl þessarar umræðu, enda virðist hann vera algerlega utangátta þegar að henni kemur. Hann er hins vegar í lykilstöðu í ríkisstjórninni og ef hann nú sest niður og þegir smá stund og hlustar á þá umræðu sem fram fer, ætti hann að komast fljótt að því hvað honum ber að gera!!

Steingrímur hefur enn smá tíma til að sanna að hann er maður en ekki mús. Þeim dögum fækkar þó hratt!!

 

 


mbl.is Samstaða um að fara yfir stöðuna í Evrópumálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Ég held hann segi þetta án þess að meina, af hverju ætti hann að rugga bátnum og eiga á hættu að stjórnin springi? Hann vill meira en nokkuð klára þetta kjörtímabil og því fer hann tæpast að fylgja samþykktum síns flokks núna enda hefur hann komist upp með annað drjúga stund.

Ef hann fellur af þingi verður hann sjálfsagt gerður að sendiherra einhvers staðar.

Helgi (IP-tala skráð) 27.8.2012 kl. 09:46

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já Gunnar þetta er komið út fyrr allt sem heitir skynsemi þessi ESB umræða í flokki VG, og Helgi maður veit aldrei en ef það er hugsað aðeins lengra út fyrir boxið þá er þetta hugsanlega val á því að hafa trygga vinnu í nokkra mánuði í viðbót eða nokkur ár...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 27.8.2012 kl. 10:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband