Var þessi maður ráðherra ?!

Draumsýn og blinda Árna Páls á sér engin takmörk og ótrúlegt til þess að vita að maðurinn hafi verið ráðherra um stund.

Árni segir að viðræðurnar við ESB snúist um fleira en fisk og landbúnað. Vissulega rétt hjá honum, en framhaldið er hins vegar svolítið undarlegt.

Fiskur og landbúnaður skipar stórann sess í þjóðarsálinni. Fiskveiðar og vinnsla skapar okkur stórann hluta gjaldeyristekna og landbúnaður tryggir matvælaöryggi þjóðarinnar, eitthvað sem öll ríki heims vinna þrotlaust að. Reyndar hafa ríki ESB tekið upp sameiginlega landbúnaðastefnu fyrir sambandið og á hún að tryggja löndum þess sameiginlegt matvælaöryggi. Þetta gæti gengið vegna nálægðar þessara ríkja við hvert annað, en mun aldrei duga okkur hér, lengst út í ballarhafi. Reyndar hefur landbúnaðastefna ESB beðið skipbrot og er nú unnið að endurskipulagningu hennar, eins og sjávarútvegsstefnunni.

Framhald ummæla Árna Páls eru undarleg. Hann segir að viðræðurnar snúist um hvort Ísland ætli að vera hluti af hinu alþjóðlega hagkerfi. Hvað á hann við? Er ESB alheimurinn? Við höfum gert fjölmarga viðskiptasamninga við lönd utan ESB og þeir hafa verið gerðir með tilliti til þess hvernig okkar hagsmunum og hagsmunum viðræðulands sé best komið. Þar höfum við ekki þurft að taka tillit til hagsmuna Þýskalands, Frakklands, Grikklands, né nokkurs annars lands innan ESB. Ísland tekur fullan þátt í alþjóðahagkerfinu, en það er gert með hagsmuni landsins í fyrirrúmi. Við inngöngu í ESB yrði erfiðara að láta þá hagsmuni ganga fyrir og ljóst að Ísland mun einangrast mjög frá alþjóðasamfélaginu við inngöngu í ESB.

Reyndar er þó ein setning þessarar fréttar af fundi Árna Páls á fundi Sterkara Ísland, það er fyrirsögn fréttarinnar. Það staðfestir það sem margir hafa haldið fram, að Samfylkingin sé einnarmáls flokkur. 

Þessi setning staðfestir að Samfylkingin gekk ekki til þessa stjórnarsamstarf til að vinna landið út úr þeirri kreppu sem bankahrunið olli, hún staðfestir að Samfylkingin gekk ekki til þessa stjórnarsamstarfs til að standa vörð fólksins í landinu, þessi setning staðfestir að Samfylkingin gekk ekki til þessa stjórnarsamstarfs til að reisa skjaldborg um heimili landsins.

Þessi setning staðfestir að Samfylkingin gekk til þaessa stjórnarsamsstarfs til þess eins að koma þjóðinni undir hæl ESB, til þess eins að fórna sjálfstæði landsins í öllum megin atriðum. Það skýrir verk og verkleysi ríkisstjónarinnar.

 


mbl.is Viðræðuslit leiddu til stjórnarslita
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Hverju orði sannara, Gunnar.  Það er alveg merkilegt með Brussel-dýrkendur eins og Árna Pál, þau halda alltaf að hið svokallaða ´Evrópu´samband sé alheimurinn.  Við verðum bara ekki hluti af hinum stærri heimi ef við EINANGRUMST ekki undir yfirráðunum þar.  Það vantar mikla hugsun í þetta fólk.

Elle_, 29.8.2012 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband