Dýr brandri

Ef ekki væri fyrir þá fyrirhöfn og þann kostnað sem af þessi hlýst, væri hægt að tala um brandara.

Hvernig getur svona skeð? Það eru tvær einfaldar leiðir fyrir leiðsögufólk til að sjá hvort allir hafi skilað sér, talning eða nafnakall. Hvorugt virðist hafa verið viðhaft. Þegar leiðsögumaður taldi að einhvern vantaði í hópinn hefði þetta verið augljós fyrstu viðbrögð.

Það er alvörumál að kalla út fólk til leitar. Það fólk sem leggur á sig ómælda vinnu til hjálpar fólki í nauð, hjálparsveitirnar, þurfa síst á því að halda að sóa sínu takmarkaða fé í svona vitleysu. Þá má í raun þakka veðurguðunum að ekki var send þyrla Landhelgisgæslunnar á staðinn.

Það hlýtur einhver að bera ábyrgð, væntanlega leiðsögumaðurinn í þessu tilfelli.


mbl.is Tók þátt í leitinni að sjálfri sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hefði líka talið að þetta yrði fyrsta verk lögreglu og björgunarsveita að yfirfara talningar leiðsögumanna þó ekki væri nema til að tryggja að ekki vantaði fleiri

jon (IP-tala skráð) 26.8.2012 kl. 09:32

2 identicon

Björgunarsveitir hafa lagt á það áherslu að allir eigi "rétt á" aðstoð því draga þeir almennt ekkert í efa sem þeim er sagt.

Í þessu tilfelli kom þessi afstaða í bakið á þeim en það er auðvelt að vera vitur eftir á.

Grímur (IP-tala skráð) 26.8.2012 kl. 09:38

3 Smámynd: Hallgeir Ellýjarson

Líklega var ákveðið að kalla upp nafnið á konunni en hún svo ekki skilið framburðinn á nafninu sínu.

Hallgeir Ellýjarson, 26.8.2012 kl. 09:42

4 Smámynd: Sigurður Óskar Jónsson

Áður en þið farið fram úr ykkur í gagnrýni er rétt að þið vitið að þetta var farþegi í áætlunarrútunni Skaftafell-Landmannalaugar-Skaftafell. Þar eru aldrei sömu farþegarnir tvo daga í röð og enginn leiðsögumaður, bara bílstjóri.

Sigurður Óskar Jónsson, 26.8.2012 kl. 10:41

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Hafi ekki verið leiðsögumaður í ferðinni Sigurður, færist ábyrgðin að fullu á bílstjóra rútunnar. Það er skiptir engu hvort um áætlunarferð hafi verið að ræða, bílstjórinn ber ábyrgð á farþegum og eitt af því fyrsta sem hann ætti alltaf að vita, er hversu margir farþegar eru í bíl hans.

Hef sjálfur ekið rútum, bæði með erlenda ferðamenn og á áætlun hér innanlands. Aldrei kom upp sú staða að ekki væri nákvæmlega vitað hver farþegafjöldinn væri, enda slík uppákoma algjört kæruleysi.

Þessar upplýsingar þínar skýra að hluta þessa uppákomu, enda verulega ótrúlegt að leiðsögumenn hópa viti ekki fjölda þeirra sem í hópnum hverju sinni. En það er í raun jafn ótrúlegt að bílstjóri rútunnar skuli ekki vita fjölda faþega sinna hverju sinni. Því afsaka þessar upplýsingar ekkert, varpa bara ljósi á kæruleysi bílstjórans.

Gunnar Heiðarsson, 26.8.2012 kl. 13:07

6 Smámynd: Teitur Haraldsson

Bílstjórinn taldi, og það voru jafn margir í bílnum.
En hann hélt að þetta (sú týnda) væri nýr farþegi þannig að þá vantar eina...

Teitur Haraldsson, 26.8.2012 kl. 13:51

7 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Frekar aum afsökun, Teitur.

Gunnar Heiðarsson, 26.8.2012 kl. 13:58

8 Smámynd: Teitur Haraldsson

Ekkert aum afsökun neitt. MISTÖK!
Ert þú virkilega svona fullkominn að þú getir sagt eitthvað á þessa leið?

Teitur Haraldsson, 26.8.2012 kl. 14:02

9 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Bölvað nöldur er þetta...!

Haraldur Rafn Ingvason, 26.8.2012 kl. 14:51

10 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það þarf varla mikla fullkomnun til, Teitur.

Það er rétt Haraldur, þetta er bölvað nöldur.

Gunnar Heiðarsson, 26.8.2012 kl. 15:17

11 identicon

Það kemur líka skýrt fram Gunnar hafi gaman af því að nöldra.

Týnda konan (IP-tala skráð) 26.8.2012 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband