Hvers vegna á að halda þeim sem ekki kæra sig um að dvelja hér á landi, föngnum í landinu ?

Það er sama hversu miklar varnir eru settar, þær munu ekki stöðva þá sem af ásetningi ætla að koma sér úr landi eftir ólöglegum leiðum.

Það eru líka fleiri leiðir út úr landinu en með flugi. Það hafa ólöglegir innflytjendur sýnt, þegar þeir ítrekað hafa reynt að koma sér um borð í skip sem sigla héðan, stundum sömu menn aftur og aftur.

Það þarf að skoða þessi mál frá öðrum sjónarhól.

Fyrir það fyrsta á að hjálpa þeim sem vilja burt af landinu, eftir þeim reglum sem Schengen býður upp á. Það þjónar engum tilgangi að halda hér flóttamönnum föngnum í landi sem þeir ekki kæra sig um að vera í.

Þá þarf að taka upp sömu aðferðir við umhugsun þessa fólks og eru viðhafðar í öðrum ríkjum Schengen sáttmálans. Það eru engin rök fyrir því að hér á landi skulu þessir einstaklingar fá að ganga frjálsir ferða sinna, þegar slíkt er ekki leift í öðrum löndum Schengen.

Þetta eru flóttamenn, það segir að þeir séu á flótta frá einhverju. Flestir eru að flýja ofstjórn í sínu heimaríki. Aðrir eru að leita sér að betra atlægi en þeir bjuggu við í fyrra landi. Og svo eru það þeir sem eru að flýja réttvísina.

Til að flokka þetta fólk í viðkomandi hópa þarf að efla útlendingastofnun.

Þeim sem eru að flýja ofríki í sínu heimalandi, ber að hjálpa.

Þeim sem eru að leita sér betra atlægis en þeir bjuggu við í fyrra landi, ber að vísa til baka. Það fólk er ekki flóttafólk.

Og þeim sem eru að flýja réttvísina, ber umsvifalaust að senda til þess lands sem þeir eru að flýja réttvísina í. Líkur eru á að þeir sem ljúga til um upplýsingar séu í þessum hóp.

Þá eru það þeir sem hingað álpast en vilja svo komast burt aftur, líkar ekki vistin hjá okkur. Þeim á auðvitað að hjálpa burtu. Sá sem reynir eftir ólöglegum leiðum að komast burt af landinu kærir sig greinilega ekkert um að dvelja hér. Það er því lítil ástæða til að halda þeim einstaklingum föngnum hér þar til búið er að afgreiða þeirra mál. Það er ljóst að þeir kæra sig ekkert um að dvelja hér og því til lítils að veita þeim landvistarleifi!

Það virðist algerlega gleymast í þessari umræðu að stór hluti þeirra flóttamanna sem hér enda sitt ferðalag, ætlaði alls ekki að setjast að á Íslandi. Þessi hópur hefur endað sitt ferðalag hér á landi vegna þess að við erum útvörður Schengen til vestur. Stór hluti þessa fólks hefur verið stöðvað hér, var á leið til Ameríku. Fólk sem ætlaði að freista gæfunnar þar, ekki hér á Íslandi.

Þessu fólki á auðvitað að vísa til þess lands sem það kom frá hingað til lands. Við eigum einungis að taka við þeim flóttamönnum sem eru með Ísland sem loka áfangastað, því fólki sem vill búa hér á landi. Hinum er enginn greiði gerður með því að bjóða þeim landvistarleyfi. Vera þeirra hér er einungis vegna þess að þeim tókst ekki að komast lengra!

Vissulega þarf öryggiseftirlit inn á þau svæði þar sem flóttafólk gæti komið sér úr landi, að vera gott. Enn betra er þó að búa svo um að enginn sjá sér meiri hag af því að velja slíkar leiðir.

Boð og bönn hafa aldrei verið til góða, en eru þó vissulega nauðsynleg til að halda uppi lögum og reglu. Vandinn er að fara sér ekki of geyst við setningu slíkra laga og reglna og einungis nota slík úrrræði þar sem ljóst er að þau gagnist og engar aðrar leiðir til.

Að ætla að grípa til hertra regna og aukinna lagasetninga um leið og eitthvað bjátar á, eru einungis verk þeirra sem ekki hafa getu til að taka á vandamálum. Það eru verkfæri þeirra sem ekki treysta og ekki geta!!

 


mbl.is „Við fengum gula spjaldið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband