Nú reynir á !
23.5.2012 | 09:18
Það er ljóst að nú reynir á þá þingmenn sem segjast vera á móti aðild en vilji fá að "kíkja í pokann".
Þeir þingmenn sem greiða gegn tillögu um að þjóðin fái að segja sitt orð, eru ekki að kíkja í neitt, þeir eru aðildarsinnar. Þeir eru tilbúnir að fórna því sem þarf fyrir aðild.
Því verður fróðlegt að fylgjast með þingmönnum VG skila sínum atkvæðum, en þó ekki síður með þeim þingmönnum Sjálfstæðis og Framsóknarflokkum, sem hafa átt erfitt með að sætta sig við samþykktir eigin flokka um þetta mál, gerfikrötunum.
Það er vonandi að óskað verði nafnakalls við þessa atkvæðagreiðslu.
ESB fari í þjóðaratkvæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er bráðnauðsynlegt að fara í nafnaköllun svo við vitum hverjir eru svikarar eigin þjóðar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.5.2012 kl. 09:32
Kosning um þessa tillögu er í raun gangslaus án nafnakalls og vonandi að einhver átti sig á því. Nema auðvita fólk skammist sín fyrir sitt atkvæði.
Jafnvel þó tillagan verði samþykkt, er nauðsynlegt að vita hverjir greiða gegn henni. Það eru kosningar framundan, kannski fyrr en seinna, því þarf þjóðin að vita hug allra þingmanna í þessu máli.
Gunnar Heiðarsson, 23.5.2012 kl. 09:56
Svo er auðvitað sú veika von að þjóðin þurfi ekki að kjósa um áframhald viðræðna. Að svo hlaupi í skapið á Jóhönnu ef tillaga Vigdísar verður samþykkt að hún slíti stjórnarsamstarfinu. Að kosning til alþingis verði bara í staðinn.
Gunnar Heiðarsson, 23.5.2012 kl. 10:00
Nei slímseta á stólnum er það sem hún mun ríghalda í hvernig sem allt veltur.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.5.2012 kl. 10:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.