"Það kostar að vera í evrusamstarfinu"

Svo mælir Christine Lagarde. Þetta er ekki sú mynd af evrunni sem aðildarsinnar hér halda uppi.

Þegar evran var tekin upp var sagt að tilvera hennar myndi leiða af sér hagsæld fyrir þær þjóðir sem þann gjaldmiðil tækju sem lögeyri. Því var haldið fram að evran ein og sér myndi leiða af sér fleiri störf, auka verðmæti og til allrar hugsanlegrar hagsældar sem hvert þjóðríki gæti hugsað sér. Aðildarsinnar hér á landi halda enn þessum fullyrðingum á lofti, þó það sé öllum orðið ljóst að þetta gekk ekki eftir, fjarri því.

Þær hörmungar sem evran hefur leitt af sér eru miklar. Ekki vegna þes að þessi gjaldeyrir sé verri en aðrir gjaldmiðlar, heldur vegna þess að hann var settur á til hálfs. Skrefið var ekki stigið til fulls í upphafi. Það var tekinn upp sameiginlegur gjaldmiðill, sem nú 17 lönd eru aðilar að, með sameiginlegum seðlabanka en 17 mismunandi hagkerfum og 17 fjármálaráðherrum. Það gefur auga leið að þetta er uppskrift sem aldrei getur orðið að öðru en hörmung og skelfingu.

Ef ESB hefði stigið skrefið til fulls og sameinað þau ríki sem kusu sér evru, í eitt ríki, með eitt hagkerfi og einn fjámálaráðherra, þá hefði einn gjaldmiðill með einn seðlabanka gengið upp. En það var ekki pólitískur kjarkur til að stíga slíkt skref, kannski vegna þess að þeir vissu að ekkert ríki var tilbúið að ganga að slíkum kostum.

Það átti að taka hálft skref fyrst og láta afganginn koma hægt og hljótt. Nú, þegar allt er komið í kaldakol á að nota ringulreiðina og vonleysið til að klára skrefið sem hófst fyrir rúmum áratug. En það er orðið of seint. Evrunni verður ekki bjargað úr þessu, hún er fallin þó enn séu trúgjarnir sem halda að kraftaverkin gerist. 

Stjórnmálamenn og þeir sem með fjármál heimsins fara, hrópa nú að Grikkland megi alls ekki yfirgefa evruna, að þeim verði að hjálpa svo þeir geti áfram haft evru sem lögeyri. Þetta er ekki í þágu Grikkja, ekki í þágu grísku þjóðarinnar. Þetta er í þágu bankanna! Það eru bankarnir sem munu tapa á falli evrunar, ekki íbúar þeirra landa sem hana nota. Vissulega mun verða áfall í evrulöndum þegar hún verður endanlega úrskurðuð látin, sem og um allan heim. En það áfall verður þó tiltölulega stutt fyrir fólkið, fyrir þjóðirnar. Það verður hins vegar stærra og verra áfall sem bankakerfið mun verða fyrir og víst að það mun riða til falls í þeirri mynd sem það er nú. En jafnvel þó allt bankakerfi heims hrynji, mun nýtt og vonandi heilbrigðara rísa úr öskustó þeirra. Þá geta þjóðir heims farið að byggja sig upp aftur, þá verður framtíðarsýn fyrir þjóðir heims.

Ef sama kerfinu verður haldið gangandi áfram, mun það smá saman draga allann mátt úr þjóðum heims, ekki bara löndum evrunnar, heldur allri heimsbyggðinni! Þá verður engin von, engin framtíðarsýn. Þá hafa fjármálaöflin unnið fullnaðarsigur!

"Það kostar að vera í evrusamstarfinu" sagði Lagarde. Það er vissulega rétt hjá henni það kostar. Sá kostnaður er þó meiri en bara fyrir lönd evrunnar, sá kostnaður lendir á allri heimsbyggðinni.

Fyrsta skrefið í átt að uppgjöri við fjármagnsöflin er að gera upp evruna! Einungis þannig mun heimsbyggðinni verða bjargað, einungis þannig mun fólk geta séð einhverja framtíð. Tími fjármálaaflanna er liðinn, tími hins óheilbrigða, þar sem auðgildi er tekið umfram manngildi, er liðinn!!

 


mbl.is Gríski harmleikurinn heldur áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég veit ekki betur en að enn sé til gömul gengistafla niður í Landsbanka sem sýnir ECU myntkörfuna (forvera evrunnar) og gengi þeirra gjaldmiðla sem hún var samansett úr áður þeir voru lagðir niður.

Það er því ekkert mál að byrja að vinda ofan af þessu strax á morgun.

Kannski það sé verkefni fyrir Steingrím, sem segist vera í miklum metum hjá starfsfólki Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og geta gengið þar að starfi vísu.

Guðmundur Ásgeirsson, 22.5.2012 kl. 22:34

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Gunnarsstaða Móri þarf á því að halda að geta gengið að einhverju starfi vísu UTAN ÍSLANDS því veru hans á þingi er senn lokið..................

Jóhann Elíasson, 23.5.2012 kl. 06:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband