Ögmundur hræðist svipu Jóhönnu

Það er ljóst að Ögmundur óttast Jóhönnu meir en svo að hann geti staðið á eigin sannfæringu.

Eða er hans sannfæring kannski nær Brussel en hann vill láta? Er Ögmundur kannski jafnmikill aðildarsinni og Jóhanna?

Ögmundur virðist ætla að hlaupa útundan sér, virðist ekki ætla að kjósa með tilögu Vidísar. Þá er það ljóst og hann mun bera skaða sinn af því sjálfur. Þá hefur hann endanlega stimplað sig með svikurum VG við sína kjósendur og sest á bekk með Steingrími, Birni Val, Árna Þór og fleirum þeim VG liðum sem hafa haft það að sinni aðalatvinnu síðustu þrjú ár að svíkja og ljúga að sínum kjósendum. 

Þetta lið mun fá sína refsingu í næstu kosningum til Alþingis!!

 


mbl.is Vonsvikin með orð Ögmundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þjóðaratkvæðagreiðsla, þjóðaratkvæðagreiðsla, hrópa menn, ef þeir sjá sér hag í því, annars eru þeir á móti. Þjóðaratkvæðagreiðslur á að hafa eins fáar og hægt er. Of stór hópur Íslendinga hefur ekki þann þroska, eða nennir ekki að kynna sér hlutina, að þeir geti tekið afstöðu til flókinna mála. En flykkjast samt á kjörstað. Þjóðaratkvæðagreiðslan er ekki svo einfalt mál, en þetta veit ég sem ríkisborgari í Sviss.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 23.5.2012 kl. 13:03

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ég get ekki verið meira sammála þér Haukur, þjóðaratkvæðagreiðslur á að hafa eins fáar og hægt er og einungis um stærri málefni og þá skýrar.

Sú þjóðaratkvæðagreiðsla sem stjórnvöld eru að keyra gegnum Alþingi, um brot úr fjórum greinum tillagna stjórnlagaráðs er bæði óþörf og fáráðnleg. Þar að auki er það ekki bindandi atkvæðagreiðsla svo engu skiptir í raun hað kosið er. 

Það er annað mál með ESB umsóknina. Þar sem gengið var freklega framhjá þjóðinni þegar umsóknin var samþykkt á Alþingi, er fyllsta ástæða til að kjósa um það mál og sú kosning á að vera bindandi. Ef meirihluti landsmanna vill halda áfram þessari vegferð eru stjórnvöld sterkari í samningum. Ef meirihluti landsmanna vill draga umsóknina til baka verður þingið að sjálfsögðu að hlýta því.

Það er vissulega rétt að allt of stór hópur nennir ekki að kynna sér málavexti og því brýnt að báððir aðilar kynni sín sjónarmið. Reyndar er það svo að stór hluti landsmanna, sennilega stæðsti hluti þeirra sem hafa kosningarétt, þekkir nokkuð vel til þessa máls, getur tekið upplýsta ákvörðun út frá því sem þegar liggur fyrir. Því ætti enginn að hræðast slíka þjóðaratkvæðagreiðslu. Hún er skýr og því auðvelt að mynda sér skoðun.

Það sama verður ekki sagt um svokallaða kosningu um nýja stjórnarskrá. Þar veit enginn í raun um hvað er verið að kjósa og í ofanálag er sú kosning ekki bindandi. Við skulum átta okkur á því að tillögur stjórnlagaráðs er upp á 114 greinar og einungis eru teknar fjórar þeirra og hlutar úr þeim teknar í samhengislaust form og kallað kosning um nýja stjórnarskrá!

Ruglaðra getur það varla orðið!!

Gunnar Heiðarsson, 23.5.2012 kl. 14:42

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ögmundur er búinn að afhjúpa sig sem LÝÐSKRUMARA og það er ljóst að það er ENGIN innistæða fyrir orðagjálfrinu hjá honum..............

Jóhann Elíasson, 24.5.2012 kl. 08:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband