Áróðursmaskína ESB komin á fulla ferð

Benedikt Jóhannson er duglegur í áróðri fyrir ESB. Nú hefur hann set upp reiknivél svo landsmenn sjái nú hversu ofboðslega gott er að vera í sambandinu.

En þetta er auðvitað áróður. Fyrir það fyrsta eru lánin hér verðtryggð. Það kemur ekkert við nafni gjaldeyrisins, heldur er til komið af rangri stjórnsýslu. Að bera saman verðtrygð lán við óverðtryggð er ekki með nokkru móti hægt. 

Þá notast Benediktvið meðal vexti í ESB. Nokkuð merkilegt þar sem meðaltal má ekki nota þegar rætt er um atvinnuleysið í sambandinu, þá er alltaf hrópað að sumstaðar sé það nú lægra en á Íslandi! Hvers vegna má þá ekki skoða þessi dæmi út frá þeim löndum sem hæðsta vexti hafa innan sambandsins og bera það saman við óverðtryggð lán sem bankar bjóða nú uppá hér?

Það er ekkert, akkúrat ekkert sem segir að vextir hér á landi geti orðið svipaðir og meðalvextir innan ESB. Þvert á móti má gera ráð fyrir að þeir yrðu með þeim allra hæðstu. Það er einföld staðreynd fyrir því.

Hver þjóð hefur einungis úr því að spila sem hún aflar. Þetta ættu Íslendingar þjóða best að vita, eftir hrun bankanna. Ef spilað er úr meiru en aflað er hlýtur annað tveggja að gerast, vextir rjúka upp eða viðkomandi þjóðfélag fer á hausinn. Það sýnir sig best í mörgum jaðarríkjum ESB núna, þar sem þau ýmist berjast fyrir tilveru sinni eða eru orðin svo hneppt undir vald ESB að enginn getur lengur um frjálst höfuð strokið. Þar gerjast eitthvert mesta atvinnuleysi sem þekkst hefur frá stóru kreppunni á fyrrihluta síðustu aldar!

Því er tómt mál að setja upp slíka reiknivél sem Benedikt hefur búið til. Það er áróðursbragð af verstu sort og beinlínis verið að ljúga að fólki.

Svo er spurning hvort betra sé að missa húsnæði sitt vegna atvinnuleysis eða hárra afborgana. Sá sem hefur vinnu hefur þó von, það hefur hinn atvinnulausi ekki!

Það er hægt að tína til einstök málefni og með vilja hægt að setja þau fram á þann hátt að laði. En það er heildarmyndin sem fólk verður að horfa á, heildarmynd kosta og galla aðildar. Sú heildarmynd er fráleitt falleg nú, þar sem ESB er ein rjúkandi rúst og enginn veit hvert stefnir. Það er ekki víst að reiknivél Benedikts verði svo góð undir lok þessa árs. Þá gæti verið að íslenska lánið komi betur út!

Verðtryggingin okkar er svo annað mál og alvarlegra. Hana þarf að afnema. Ef Benedikt heldur því fram að hægt sé að afnema verðtryggingu með inngöngu í ESB, er eins hægt að afnema hana strax. Það eru engin efnisleg rök fyrir því að aðild að ESB geti áorkað því. Það eru tekjur og gjöld þjóðarbúsins sem því ráða og hvernig úr því er spilað. Hlutfallið þar á milli breytist ekki við inngöngu í ESB, alavega ekki til hins betra. Hugsanlega gæti það breyst til hins verra, bæði vegna aukakostnaðar við aðildina og vegna þess að ekki er víst að þeir samningar sem ESB hefur gert við lönd utan sambandsins séu okkur jafn hagstæðir okkur og þeir samningar sem við höfum sjálf gert, en þeir munu falla niður við aðild!!

Aðildarsinar berjast nú af hörku, enda fé farið að streyma í hendur þeirra frá Brussel. Áróðursmaskína ESB er komin á fulla ferð!!


mbl.is Reiknar út lánskostnað milli Íslands og evru-svæðis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sæll og takk fyrir ágætan pistil.

Vissulega er það blekking að halda því fram að ESB sé einhver lausn á verðtryggingunni. Ég hef spurst fyrir um það og engin hefur getað bent mér á neitt í Evrópusambandinu sem bannar verðtryggingu. Þvert á móti hefur eftirlitsstofnun EFTA (ESA) nýlega ávítað íslensk stjórnvöld fyrir að banna verðtryggingu miðað við gengi erlendra gjaldmiðla. Virðist þá einu gilda þó að í ESB séu líka til reglur sem banna viðskipti með svo flókna og áhættusama fjármálagjörninga nema við vottaða fagfjárfesta.

Á Íslandi hafa allar reglur Evrópusambandsins um neytendavernd í lánasamningum verið í gildi frá því að skrifað var undir EES samninginn og voru meira að segja efldar árið 2000 og síðan þá hefur verið lögfest á Íslandi einhver víðtækasta neytendavernd í álfunni. Á því yrði engin breyting þó gengið yrði í ESB, enda er það alls ekki vandamálið, heldur það að þessum lögum er einfaldlega ekki framfylgt hér á landi, og ekkert sem bendir til þess að það muni heldur breytast þó gengið yrði í ESB. Þetta eru flökkusögur!

En flökkusögurnar eru fleiri, í reiknivélinni er sjálfgefið að miða evrópska samanburðarlánið við vexti sem eru ekki nema 4,46 % og er því þar haldið fram að um vegið meðaltal sé að ræða. Nú veit ég ekki hvaðan þessar tölur eru fengnar en í síðustu viku hélt spænska ríkið skuldabréfaútboð þar sem ávöxtunarkrafa fjárfesta reyndist tæp 6%, og það á ríkisskuldabréfum sem eru almennt talin traustari og bera því jafnan nokkuð lægri vexti en neytendalán. Ég fletti því upp á vef evrópsku hagstofunnar hverjir væru vextir á lánum til heimila, og lægstu vextirnir sem þar eru gefnir upp eru 5,45% í Austurríki en  meðaltalið fyrir evrusvæðið sagt vera 8,81%. Þar má jafnframt finna mun hærri vexti en þetta, í Ungverjalandi eru þeir til dæmis yfir 30% og jafnvel í sjálfu Þýzkalandi eru þeir yfir 10%.

Burtséð frá því hvort tölurnar séu réttar, þá er sá sem trúir því að Ísland muni nokkurntíma verða meðaltalsríki innan ESB einfaldlega haldinn ranghugmyndum. Og hvers vegna ættum við líka yfir höfuð að stefna að meðalmennsku? Við ættum að vilja gera enn betur og getum gert það.

Mér þætti þó ekki slæmt að fá þá vexti sem reiknivél Já Ísland miðar við, hef beitt mér í þá veru og mun gera það áfram. Ég er líka viss um að ríkissjóðir Grikklands, Spánar, Portúgal og Ítalíu myndu taka því fagnandi ef einhverjum tækist að finna slík lánskjör handa þeim sjálfum. Þau eru reyndar til og gott betur, og það meira að segja á Íslandi, þar sem meirihluti neytendalána á Íslandi eru ólögleg og skulu því í raun og veru bera 0% vexti samkvæmt gildandi lögum og dómafordæmum á grundvelli þeirra. Þetta hafa bankarnir bara einfaldlega ekki viðurkennt ennþá, og engin innan kerfisins sýnir þessu nokkurn áhuga. Síst af öllu útsendarar ESB hér á landi. Það er nefninlega stærsta atriðið sem gerir samanburð Já Ísland ómatktækan, að þar er gengið útfrá þeirri forsendu að í báðum tilvikum sé um lögleg lán að ræða, en veruleikinn er því miður ekki sá.

Ég er búinn að rannsaka málið mikið og hef komist að þeirri niðurstöðu að meint kreppa á Íslandi stafar í raun og veru öll af einum hlut: að það er ekki farið eftir gildandi lögum. Væri það hinsvegar gert kæmi í ljós að það er í raun engin kreppa, við gætum farið létt með að leysa skuldavanda heimila, fyrirtækja, sveitarfélaga og ríkissjóðs, við myndum ekki skulda bönkunum eða erlendum kröfuhöfum neitt heldur þeir okkur, og gætum haft skattlaust ár ef við vildum, jafnvel mörg! En þeirri niðurstöðu munum við aldrei geta náð fram nema sem fullvalda þjóð með leiðtoga sem þorir að láta hagsmuni almennings ganga framar fjármagnsöflunum. Stjórnmálahræringar í Evrópu að undanförnu hafa sýnt betur en tárum tekur að slíka leiðtoga er hvergi að finna á meginlandinu.

Guðmundur Ásgeirsson, 22.5.2012 kl. 17:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband