Það eru stjórnvöld sem eiga að skammast sín
21.5.2012 | 20:38
Það er margt sem venjulegt fólk hefur ekki hugmyndaflug til að láta sér detta í hug, en Steingrím J þykir sjálfsagt og hið besta mál. Það kallar Steingrímur "jöfnuð", að verið sé að skipta kökunni á "réttlátari" hátt.
Hvaða réttlæti og hvaða jöfnuður felst í því að hirða allt af ellilífeyrisþegum er venjulegu fólki óskiljanlegt.
Ásmundur styngur á kýli óréttlætisins. Hann opnar umræðuna um málefni sem stjórnvöld vilja sem minnst tala um. Það eru stjórnvöld sem eiga að skammast sín, ekki Ásmundur Stefánsson. Hans sök er engin, hann var einungis að fylgja eftir þeim markmiðum sem stefnt var að. Það eru hins vegar stjórnvöld sem hafa rústað því markmiði með blindu og heimtufrekju!!
Það á að afnema tekjutrygginguna strax, enda þeir aurar sem ríkissjóður fær vegna hennar ekki svo miklir að sköpum skipti. Þá er auðveldlega hægt að sækja annað, t.d. í utanríkisráðuneytið!
Segist vera með samviskubit | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.