Ótímabær og röng umræða

Það má til sannsvegar færa að með hækkandi lífaldri sé fólk lengur starfshæft. Það er umræða sem sjálfsagt er að skoða, en þá í víðara samhengi og þegar réttur tími kemur.

Að vera að velta þessum hlutum fyrir sér nú, þegar atvinnuleysið er í hámarki, er eins fjarstæðukennt og hugsast getur. Það sér hver maður að sá sem er einu ári lengur á vinnumarkaði í þjóðfélagi þar sem atvinuleysi ríkir, tefur um eitt ár ungan einstakling frá vinnu. Þetta er einföld staðreynd sem jafnvel Gylfi ætti að skilja!

Eins og ég sagði í upphafi er alveg ástæða til að skoða síðar, þegar efni standa til, hvort breyta eigi lífeyrisaldrinum. Þá á að skoða það mál heilstætt, ekki endilega bara hvort hægt sé að láta fólk vinna lengur. Frekar ætti að auka sveigjanleika við starfslok og jafnvel gera þau mismunandi eftir eðli þeirrar vinnu sem fólk hefur stundað. Það mætti t.d. vel hugsa sér að þeir sem stunda vaktavinnu alla sína starfsævi geti komist fyrr á lífeyri, að þeir sem vinna við erfið og hættuleg störf geta slíkt hið sama. Þó með þeim hætti að hverjum væri í raun í sjálfsvaldi sett hvort hann nýti sér það. 

Umræðu um lífeyriskerfið í heild sinni má vissulega taka upp. Það er ljóst að flestir sem nú greiða stórann hluta tekna sinna til lífeyrissjóðanna eru í raun einungis að safna því fé fyrir ríkið. Það hirðir megnið af lífeyrisgreiðslunum af fólki, þegar það loks á kost á þeim. 

Lífeyriskerfið í heild sinni hefur beðið skipbrot. Bæði hefur verið óvarlega farið með fé sjóðanna og stjórnir margra þeirra sýnt af sér ábyrgðaleysi og einnig er ljóst að stjórnvöld sækja stíft í þessa sjóði, bæði beint og einnig með skattpíningu þeirra sem njóta lífeyris. Þetta á fyrst að taka til umræðu, síðan er hægt að spá í lífeyrisaldur.

Gylfi nær enn að toppa sig í vitleysunni. Hann segir að fók þyrfti ekki endilega að vinna lengur þó lífeyrisaldur yrði hækaður, það gæti bara brúað bilið með séeignasparnaðnum. Það mætti halda að mann greiið væri að koma til jarðarinnar eftir þriggja ára veru í geimnum. Flestir eru þegar búnir að nota þennan sparnaðí gin bankanna, svo það geti haldið húseignum sínum. Þá eru margir í þeirri stöðu, nú eftir hrun, að hafa ekki efni á að láta fé til þessa séreignasparnaðar, tekur einfaldlega matinn umfram eign á aurum í banka! Það eru því fáir sem eiga einhvern séreignasparnað lengur. Það er helst að menn með svipuð laun og Gylfi sem eiga slíka sjóði!

Sú umræða að hækka lífeyrisaldur er ótímabær og röng. Þá umræðu á að taka eftir að búð er að leysa hin eiginlega vanda lífeyriskerfisins og þá í víðara samhengi. 

Það er nefnilega ekki endilega besta lausnin að láta fólk vinna lengur, það getur verið að lausnin sé mun einfaldari og liggi allt annarsstaðar. Sá sem hefur verið á vinnumarkaði í 47 ár, eða jafnvel lengur, hefur vissulega skilað sínu til samfélagsins og á fyllilega skilið að fá að njóta elliáranna, ef hann kýs svo. Það er auðvitað misjafnt hversu erfið störf eru, sumir sitja bakvið skrifborð alla sína starfsævi og fyrir þá breytir kannski ekki svo miklu að sitja þar örfá ár í viðbót. Aðrir vinna erfiðisvinnu alla sína starfsævi og fyrir það fólk er kærkomið að komast á eftirlaun.

En mestu máli skiptir þó að hver og einn hafi val, að sveigjanleiki verði aukinn. Sá sveigjanleiki á þó ekki einungis að vera í aðra áttina, heldur báðar.

 

 

 


mbl.is Ellilífeyrisaldur hækki með hærri lífaldri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband