Svo uppskera menn sem þeir sá

Jóhanna Sigurðardóttir ritaði grein í Fréttablaðið í gær undir fyrirsögninni "Við látum verkin tala".

Fyrisögnin ein og sér er öfugmæli og sennilega fáar fjölskyldur sem eu henni sammála, að ekki sé talað um aldraða, sjúka og öryrkja. En einmitt vegna þessarar fyrirsagnar, fyrir ofan mynd af Jóhönnu, vakti athygli mína til að lesa þessa grein. Sá lestur var vissulega sorglegur. Sjálfshól, árásir á þá sem henni eru ósammála, staðreyndarvillur og jafnvel hreinar lygar er megin þema greinarinnar.

Jóhanna hælir sér af verkum ríkisstjórnar sinnar, enda veitir ekki af. Ekki eru svo margir tilbúnir til þess verks. Hún fagnar því að fá að eyða nokkur hundruðum miljóna úr fjársvelta ríkissjóði til þess að breyta stjórnarráðinu. Telur það vera forgangsverkefni á tímum þess að skerðingar til þeirra sem minnst mega sín eru meiri en nokkurntíman áður hefur þekkst og þarf að fara aftur til miðrar síðustu aldar til að jafna kjör þess fólks. Af þessu hælitr Jóhanna sér.

En Jóhanna kvarta líka. Hún kvartar undan stjórnarandstöðunni og hún kvartar undan útgerðamönnum, sem hún kallar reyndar útgerðarvaldið.

Stjórnarandstöðunni kennir hún um málþóf, sú kona sem þó á met í þeirri iðju. Málþóf eða vönduð umræða, þar er reyndar spurningin. Að koma fram með mörg stór mál fyrir þingið og ætlast til þess að þau fari þegjandi og hljóðalaust í gegn, er hinn argasti frekjuháttur og engum stjórnvöldum til sóma. Þegar svo stjórnarandstaðan vill vandlega umræðu um þessi mál, sem mörg hver skipta þjóðfélagið miklu, er það kallað málþóf. Það er misjafn skilningur manna!

Útgerðamenn telur hún vera ósanngjarna vegna þeirra auglýsingaherferðar sem þeir hafa hafið í fjölmiðlum. Það var þó Jóhanna og hennar ríkisstjórn sem gaf útgerðamönnum það vopn, með einstæðri frekju sinni og baktjaldamakki. Ef ríkisstjórnin hefði unnið að því máli í sátt og samlindi við hagsmunaaðila, hefðu útgerðamenn ekki þurft að fara í þessa auglýsingaherferð.

Það eru gömul sannindi að svo uppskera menn sem þeir sá og má vissulega segja að Jóhanna sé nú að sjá sína uppskeru, eftir þriggja ára stjórn. Frekar er akurinn rýr, nánast allur nakinn og engin uppskera!! Það er von þar sem það fræ sem Jóhanna hefur helst sáð eru fræ sundurlindis og ósættis. Hún hefur algerlega látið fyrirfarast að sá fræjum sátta og samstöðu.

Því er akur hennar nú nakinn, ekki eitt stingandi strá að sjá, þegar uppskeran ætti að vera í blóma!!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Sæll Gunnar Heiðarsson.  Tröll þóttu ekkert sérlega vel gefin á þeirri tíð þá þeirra blómskeið stóð. 

En þó að  því blómaskeiði sé að mestu lokkið þá finnast en af þeim afgangar.  Má þar vart á milli sjá hvort um er að ræða skrípamynd af trölli eða tröllskessu.  

En það er sammerkt með tröllskessum og nornum að þær borða fólk.        

Hrólfur Þ Hraundal, 13.5.2012 kl. 11:40

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Fyrirgefðu, átt að ver éta, því tröllskéssur borða ekki.

Hrólfur Þ Hraundal, 13.5.2012 kl. 11:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband