Enn við sama heygarðshornið
12.5.2012 | 15:15
Enn er Jóhanna við sama heygarðshornið, enn elur hún á sundrungu, bæði á Alþingi og meðal þjóðarinnar. Virðing hennar fyrir gildandi stjórnarskrá er engin, akkúrat engin!
Hún er vart búin að brjóta stjórnarskránna, að eigin sögn, með breytingu á stjórnarráðinu, þegar aftur á að brjóta stjórnarskránna! Og nú til að fá fram breytingu á þeirri stjórnarskrá sem henni er orðið svo tamt að brjóta!!
Um breytingu á stjórnarskrá er skýrt kveðið í gildandi stjórnarskrá. Sú vinna skal fara fram innan Alþingis. Hvort leitað sé efttir einhverjum hugmyndum utan þess, um breytingar, er svo sem ekkert til fyrirstöðu. Það var gert með hinum svokallaða miðstýrða þjóðfundi, sem Jóhanna hælir sér af á góðviðrisdögum. Þar með hefði maður haldið að vinnan væri komin í hendur Alþingis, en nei, aldeilis ekki. Stofnað var til kosninga um stjórnlagaþing og átti verkefni þess að vinna að breytingu stjórnarskrárinnar. Þing sem hafði það verkefni að brjóta gildandi stjórnarskrá. Vegna dugleysis og flumbruskapar var þó sú kosning dæmd ólögleg og þá hefði maður haldið að mælirinn væri orðinn fullur, að Alþingi tæki nú málið úr höndum Jóhönnu. Það tókst þó ekki og með einstæðri frekju sinni tókst henni að ná meirihluta á þingi fyrir því að þeir fulltrúar sem kosnir höfðu verið í ólöglegri kosningu, skildu nú skipaðir í stjórnlagaráð. Verkefnið var enn hið sama, að brjóta gildandi stjórnarskrá!!
Stjórnlagaráð lagði svo fram sínar loðnu tillögur til nýrrar stjórnarskrár. Tillögur sem voru hrein og klár moðsuða. Óskýrt orðalag og greinar sem stangast á urðu til þess að menn fóru að deila um merkingu einstakra greina. Vegna moðsuðunnar var hægt að skilja flestar greinar þessarar tillögu á fleiri en einn veg og það sem meira var að ráðsmenn voru ekki einu sinni sammála um gildi þeirra!! Fulltrúar stjórnlagaráðs, sem valist höfðu vegna ólöglegrar kosningar, bættu þó um betur og kröfðust þess að þjóðin fengi að kjósa um þessa moðsuðu sína. Þar loks fylltist mælirinn, end svo búið að þverbrjóta gildandi stjórnarskrá að ekki var lengra komist. Alþingi tók loks í taumana og tók málið til sín!
Nú eru liðnir nokkuð margir mánuðir frá því Alþingi fékk málið loks í hendur. Ekki hefur það þó fengið að ræða neitt um efnisleg atriði þessara tillagna eða gildandi stjórnarskrá. Allur tíminn hefur farið í það að ákveða næstu skref!! Næstu skref eru þó augljós og átti að taka fyrir löngu síðan, efnisleg umræða um gildandi stjórnarskrá og tillögur stjórnlagaráðs hafðar tl hliðsjónar. Um þetta hefði ekki þurft að rífast, ef vilji hefði verið til að koma málinu áfram. En þar liggur einmitt mergurinn málsins, það er enginn og hefur aldrei verið, vilji stjórnvalda til að breyta stjórnarskránni. Þetta málefni hefur allan tímann verið notað sem áróðursbragð, notað til að halda þjóðinni rólegri og notað til að reyna að koma höggi á pólitíska andstæðinga. Jóhönnu hefur nefnilega tekist að koma því inn í þjóðarsálina að pólitískir andstæðingar hennar væru að tefja málið, þegar einmitt hún sjálf hefur staði mest gegn því. Það hefur ekki staðið á þeim flokkum sem eru í stjórnarandstöðu að skoða stjórnarskránna með breytingar eða lagfæringu í huga. Þeir hafa hins vegar ekki viljað taka þátt í þeim skrípaleik sem Jóhanna hefur kosið, ekki vilja taka þátt í því að brjóta gildandi stjórnarskrá. Þeir hafa viljað fara að þeim reglum sem stjórnarskráin býður!!
Nú ætlar Jóhanna að bera undir þjóðina valin atriði varðandi þessa moðsuðu stjórnlagaráðs og fá með því samþykki þjóðarinnar. Það kallar hún kosningu, en er í raun skoðanakönnun sem mun kosta okkur fleiri hundruð miljónir!! Þetta vill hún gera í trássi við þá stjórnarskrá sem hún hefur svarið eið að!!
En hvers vegna ætti að breyta stjórnarskránni, hvers vegna þarf nýja. Þegar vinnan við slíkt verk byggist á að brjóta þá sem er í gildi er ekki að vænta árangurs. Þegar þeir sem vilja breyta stjórnarskránni geta ekki haldið sig innan þeirrar sem þegar gildir, hafa þeir ekkert við nýja að gera!
Það er ekki stjórnarskráin sjálf sem er vandamálið, heldur hvernig um hana er gengið. Þeir sem ekki virða þá stjórnarskrá sem nú gildir, munu ekki virða nýja!!
Fiskveiðifrumvarpið er annað mál sem Jóhanna leggur áherslu á. Það hefur fengið falleinkun hjá öllum, bæði þeim sem stjórnvöld leita til sem og allra annara. Það er ljóst að það mun setja þjóðina í meiri óvissu en við höfum efni á.
Það er vissulega margt sem má laga í gildandi fiskveiðistjórnunarkerfi. Sennilega er stæðsti gallinn sá að veiðiheimildir voru gerðar framseljanlegar. Það vill svo einkennilega til að þegar það var gert, voru bæði Jóhanna og Steingrímur við stjórnvölinn. Þetta segja sögubækur okkur, fyrir þá sem hafa skammt minni!
Það var hins vegar Sjálfstæðisflokkur sem kom fram með þá hugmynd að leggja á veiðigjald.
Þessum staðreyndum snýr Jóhanna á haus. Hún kennir Sjálfstæðisflokknum um það verk sitt, að gefa aflaheimildir frjálsar til sölu og hún þakkar sér þá hugmynd Sjálfstæðisflokks að leggja á aflaheimildir!!
Það er ekki deilt um hvort leggja eigi á aflaheimildir, heldur hversu miklar þær eigi að vera. Þar er himinn og hafa milli stjórnvalda og þjóðarinnar!!
En það eru ýmsir fleiri gallar á fiskveiðistjórnunarkerfinu, gallar sem sumir snúa að þeim sem vinna við þessa grein atvinnulífsins. Má t.d. nefna verðmyndun afla. Ekki er gerð hin minnsta tilraun til að færa það til betri vegar, þó ávinningur ríkissjóðs sé augsýnilegur.
Það er unnið að því einu að sundra þjóðinni í þessu máli, sem og öllum málum ríkisstjórnarinnar.
Að Jóhönnu detti hug að leita sátta er ekki fyrir hendi, heldur hefur hún ítrekað slegið fast til framréttra handa stjórnarandstöðunnar. Nú er svo komið að stjórnarandstað er hætt að rétta fram sáttahönd, enda tilgangurinn enginn. Hefði kannski verið betra ef hún hefði gert það fyrr, í stað þess að halda þessari afturhaldsstjórn sundrungar á lífi trekk í trekk!!
Á rétt rúmum þrem árum hefur Jóhönnu tekist að snúa stórum meirihluta þjóðarinnar gegn aðild að ESB og langt að bíða þess að vilji verði til að skoða það mál aftur.
Henni hefur tekist að gera nánast út um að fiskveiðisjórnunarfrumvarpið verði fært til betri vegar, með vankunnáttu og aumingjaskap. Henni hefur tekist að færa kvótakóngunum vopn sem þeir sennilega hefðu aldrei dreymt um að fá.
Henni hefur tekist að rústa því að stjórnarskráin verði færð til betri vegar og spurning hvenær næsta tilraun til þess verks verði reynd.
Hún hefur afrekað að láta þjóðina kjósa um deilumál þrisvar sinnum. Tvisvar fengið algera höfnun og háð í þeirri þriðju.
Jóhönnustjórninni hefur tekist að fá á sig fleiri dóma hæstaréttar en áður eru dæmi um, suma það sem kannski væri hægt að telja léttvæga, ef hægt ar að komast svo að orði um dóm þess réttar, en aðra háalvarlega.
Það tók ríkisstjórn Jóhönnu hins vegar ekki nema nokkra daga að sundra þjóðinni, einmitt á þeim tíma sem sátt og samlindi var svo mikilvægt. Henni tókst að sundra þjóðinni strax á upphafsdögum sínum, þegar hennar hellsta verkefni hefði átt að vera að sameina hana eftir það áfall sem hún hafði orðið fyrir. Það áfall hefur Jóhönnu þótt vera nytsamlegra til að dýpka þá gjá sem nú er meðal þjóðarinn og milli þjóðar og þings!!
Og enn er Jóhanna við sama heygarðshornið, sundrung er það sem hún nærist á!
Eitt af brýnustu stefnumálum ríkisstjórnarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.