Skipasmiður yfir Íbúðalánasjóð - fagleg ráðning ?

Guðbjartur Hannesson hefur skipað sveitunga sinn sem formann stjórnar íbúðalánasjóðs.

Jóhann Ársælsson hefur reynt fyrir sér í pólitík, bæði í sveitastjórnar og landsmálapólitík, með frekar slöppum árangri. Hann hefur prufað báða stjórnmálaflokkana á vinstrivængnum, en ekki tekist að koma sér á framfæri svo máli skiptir. 

Þá er Jóhann skipasmiður, hvort það dugir honum í starfi formanns stjórnar Íbúðalánasjóðs verður hver að gera upp við sig.

Það er ljóst að eitthvað annað en faglegheit hafa ráðið þessari ákvörðun Guðbjarts!

 


mbl.is Jóhann stjórnarformaður Íbúðalánasjóðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ertu að segja að við skipasmiðirnir séum óhæfir til vinnu Gunnar?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.5.2012 kl. 15:40

2 identicon

Axel, það er augljóst að gengið er framhjá miklu hæfara fólki þegar maður sem virðist við fyrstu skoðun vera algerlega reynslulaus í lánastarfsemi, er skipaður yfirmaður stofnunarinnar.

Hvað með það fólk sem nú þegar starfar hjá ÍLS?  Ég er nokkuð viss um að nú fer mikill tími og fyrirhöfn í að uppfræða nýjan yfirmann um hvernig málin ganga fyrir sig.

Þetta er gersamlega glórulaus aðgerð, með fullri virðingu fyrir Jóhanni og hans vilja og getu.  Þetta er hápólitískt og ber ekki vott um að menn vilji starfa faglega að málum.  Nú þegar hefur þessi ríkisstjórn sýnt það að hvar sem hún kemur skiptir pólitíkin mestu máli og fagmennska engu.

Teitur (IP-tala skráð) 8.5.2012 kl. 16:26

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Alls ekki Axel, en þeirra sérsvið er jú skipasmíði! Jóhanni gekk illa að fóta sig á póitíska sviðinu, hefur kannski ekki verið nægjanlega fláráður. Sá eiginleiki þarf fólk að hafa til að komast áfram í pólitík, sérstaklega á vinstri vængnum! Því fláráðara sem það er, því hraðar gengur því að komast til valda í pólitík.

Það breytir ekki þeirri staðreynd að varla er hægt að tala um fagleg vinnubrögð við þessa ráðningu, þó Guðbjartur eigi sennilega eftir að telja upp einhverja eiginleika sem Jóhann býr yfir. Það mun þó eingöngu vera til að kasta ryki í augu fólks.

Staðreyndin er að Guðbjartur ræður sveitunga sinn og upp á síðkastið flokksfélaga, sem formann stjórnar Íbúðalánasjóðs. Það hefði hugsanlega verið hægt að réttlæta slíka ráðningu væri sá sem ráðinn er með mikla þekkingu og starfsreynnslu á sviði fjármála og rekstur slíkra stofnana. Það á ekki við um Jóhann, hann er fyrst og fremst skipasmiður og trillukarl, með örlitla reynslu af pólitík.

Ég vil ekki hallmæla Jóhanni, einungis að benda á staðreydir. Það er ráðherrann sem þarna fer yfir strikið!!

Gunnar Heiðarsson, 8.5.2012 kl. 16:44

4 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Guðbjartur verður að kom sínu fólki í feit embætti því það er aldrei að vita nema kosningar séu í nánd..

Vilhjálmur Stefánsson, 8.5.2012 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband