ESB aðild fyrir kaffi og kleinur
8.5.2012 | 11:38
Timo Summa heldur enn uppteknum hætti og stundar hér afskipti af innanlandsmálum. Þetta gerir hann þrátt fyrir að marg oft hafi verið bent á að þetta sé brot á alþjóðasáttmálum um störf og skyldur sendiráða og sendiherra.
Það orkar virklega tvímælis, þegar innlend stjórnmálaöfl eða pólitísk félagasamtök halda fundi og bjóða sendiherrum annara ríkja að tala á þeim. Skemmst er að minnast þess að Kanadastjórn bannaði sendiherra sínum hér á landi að taka til máls á slíkum fundi. Það var gert með skírskotun til alþjóða samþykkta um strörf og skyldur sendiráða og sendiherra, í öðrum löndum.
Þegar stofnun á vegum annara ríkja, eins og Evrópustofa, halda fundi er auðvelt að túlka það sem svo að hún sé að ganga inn á svið sem henni er ekki heimild. Evrópustofa er á mörkum þess að vera lögleg í landinu, en opinber tilgangur hennar gerir það að verkum að erfitt er að stöðva þá starfsemi. Opinber túlkun á starfsemi Evrópustofu er upplýsingagjöf, að þangað geti þeir leitað sem óska upplýsinga. Starfsemin hefur þó einkennst af fundahöldum, að gefa einhliða upplýsingar óumbeðið. Það er henni engan veginn heimilt!
Þegar svo sendiherra ESB heldur hér fundaherferð, þar sem hann mærir ESB og jafnvel reynir að niðurlægja þá sem eru andsnúnir aðild að sambandinu, er hann sannarlega farinn að brjóta alþjóðasamþykktir!! Hann er farinn að stunda grímulausann áróður fyrir pólitísku deilumáli hér á landi!!
Það hljóta að vera einhver viðurlög gagnvart slíkum brotum, í það minnsta ætti að vera hægt að kvarta við hans yfirmenn. Sendiherra sem hagar sér með þeim hætti sem Timo Summa gerir á að gera brottræka af landinu. Þeir hafa fyrirgert rétti sínum sem sendiherra!!
Hvað væri sagt ef einhver annar sendiherra, t.d. Bandaríkjanna eða Kína, færu fram með þessum hætti? Hvað væri sagt ef sendiherra Kína héldi hér opinbera fundi til hjálpar Nubo? Hvað væri sagt ef sendiherra Kína ferðaðist um landið til að vinna þeirri skoðin fylgi að ekkert væri að óttast þó kínverskir auðjöfrar kæmu hér og keyptu land í stórum stíl?!
Timo Summa virðist halda að hér á landi gildi aljóða samþykktir ekki gagnvart ESB, að honum sé hér heimilt það sem honum sýnist. Það er kannski ekki undarlegt, þegar ráðamenn þjóarinnar lyfta ekki upp litla fingri, eru freka á því að þessi afskipti séu af hinu góða!!
Hvar er Ögmundur núna? Hvar er hans ást á landi og þjóð?!!
Borgarafundur með sendiherra ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það eiga allir að mæta sem geta, og spyrja hnitmiðaðra spurninga á svona fundum. Það opnar augu fólks, og færir alla nær raunveruleikanum. Fólk má ekki flýja opna fundi um ólíklegustu mál. Þetta væri nú fyrst orðið alvarlega slæmt, ef almenningur hefði ekki aðgang að svona fundum, með spurningar sem brenna á þeim.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.5.2012 kl. 14:57
Ég hef ekkert út á fundinn að setja Anna. Ég set hins vegar spurningarmerki við það hvort Evrópustofa eigi að halda hann, tel það vera utan hennar verksviðs.
Þá gagnrýni ég harðlega að sendiherra ESB á Íslandi sé að koma fram á svona fundum með framsögu.
ESB málið er innanlands póitík og engum erlendum sendiherra er heimilt að skipta sér að henni!!Það er grófleg afskipti af pólitískum ákvörðunum annars lands!!
Gunnar Heiðarsson, 8.5.2012 kl. 15:10
Evrópusambandið er ekki með sendiráð. Enda ekki ríki.
Jón Frímann Jónsson, 8.5.2012 kl. 17:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.