Markmiðið að stöðva hvalveiðar í þágu ESB

Það er ekki undarlegt að sjómenn vilji fá til baka það sem ríkið hefur tekð af þeim. En hvers vegna ákveður Sjómannasambandið að sjómenn Hvals hf. skuli verða ísbrjóturinn í því máli? Það er ekki eins og það séu svo margir sjómenn sem vinna hjá því fyrirtæki! Einungis brot af því starfsfólki sem vinnur hjá Hval hf. eru sjómenn, stæðsti hlutinn vinnur í landi!

Hví var þessi krafa ekki sett fram gegn þeim fyrirtæjum sem stunda hvalaskoðun? Þar er þó sannarlega meirihluti starfsmanna sjómenn.

Getur verið að þetta hafi eitthvað með pólitík að gera, að um dulbúa aðstoð við aðildarumsóknina sé að ræða?  Að sjómannasambandið sé að láta flokkspólitík ráða ferð?

Það er ljóst, eins og ég sagði áður, að sjómenn vilja að sjálfsögðu fá það sem af þeim var tekið, með stjórnvaldsboði. Sjómannaafslátturinn var hluti af kjörum þeirra og þau kjör hafa  verið skert. Nær væri fyrir sjómannasambandið að fara með það mál fyrir dómstóla, láta á það reyna hvort stjórnvöld hafi haft einhver lög að baki sér við þetta mál. 

Að ráðast gegn einu fyrirtæki, sem hefur örfáa sjómenn á sínum snærum, er ekki vænlegt til árangurs, auk þess sem Sjómannasambandið hefur með þessu samþykkt að stjórnvöld geti gengið inn í kjarasamninga og skert þá eftir eigin höfði!

Þá má ekki gleyma þeirri staðreynd að sjómannasambandið er þarna að ráðast gegn fjölda starfa í landi, hjá Hval hf. Það er að hafa vinnuna af fjölda manns, ekki bara sjómönnum Hvals hf.! Það tekur upp kjaramál fárra einstaklinga á kostnað fjöldans.

Hvalur hf. er örfyrirtæki fyrir sjómanastéttina og getur auðvitað ekki orðið leiðandi á þessu sviði. Það er spurning hvort þeir sjómenn sem ætluðu að vinna hjá Hval hf. séu þessari kröfu sammála, hvort þeir séu tilbúnir að verða ísbrjótur fyrir alla sjómannastéttina?

Það er ljóst að einhver önnur sjónarmið liggja að baki kröfu Sjómannasambandsins. Þar liggur beinast við að ætla að um sé að ræða að stöðva hvalveiðar við Ísland, svo auðvelda megi aðlögun landsins að ESB!! Að Sjómannasambandið sé orðið handbendi ESB, eins og forusta launþega yfirleitt!!

 


mbl.is Ekki farið til hvalveiða í ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband