Skilaboðin eru skýr

Kjósendur senda skýr skilaboð. Í Frakklandi tapar Sakozy völdum og það sama er að segja um stjórnvöld Grikklands.

Þetta eru skýr skilaboð frá kjósendum um að þeim hugnist ekki sú leið sem valin hefur verið, hugnist ekki leið Angelu Merkel til lausnar vanda evrunnar. Treysta því ekki að sú leið muni leiða þau út úr vandanum.

Sumir segja að þetta geti ógnað stöðugleika ESB og var þeim áróðri haldið mjög á lofti í undanfara kosninganna á Grikklandi. Stöðugleikanum getur þó aldrei verið ógnað af kjósendum, einungis þeim sem stjórna. Það liggur því mikið við núna að forusta ESB taki mark á þessum kosningum, að hún hlusti á fólkið. Einungis með því verður stöðugleika haldið. Geri forustan það ekki, mun stöðugleikinn vissulega verða valtur.

ESB getur aldrei lifað nema með samþykki fólksins sem þau lönd byggja er mynda ESB. Að ætla að stjórna því að ofan gengur ekki. Það er því spurning hvort forusta ESB sýni nú þann þroska sem þarf, þann þroska sem svo óskaplega hefur vantað í þeirra vinnu hingað til!!

Það má vera að þessar kosningar verði til að flýta því að evrusamstarf leysist upp, en það þarf þó ekki að þíða endalok ESB. Evran er gengin sér til húðar og ólíklegt að hún geti nokkurn tíman orðið að þeirri mynt sem ætlast var. Það er ljóst að áframhaldandi aðgerðir sem miða að því einu að halda henni lifandi munu einungis leiða enn frekari hörmungar yfir Evrópu og reyndar heimsbyggðina alla.

En ESB getur sem best lifað, jafnvel þó evrunnar njóti ekki við og kannski enn frekar án hennar. En það þarf að taka til á þeim bænum. Það þarf að minnka áhrif embættismanna og auka lýðræðið. Það þarf að koma ESB á það svið sem það var stofnað til, samband um viðskipti milli landa Evrópu og ekkert annað! Það þarf að ógilda Lissabonsáttmálann.

Það liggur mikið við núna innan ESB ríkja. Haldi forustan áfram á sömu braut og hingað til, þrátt fyrir að fá núna rautt spjald, mun henni verða vísað af velli, með góðu eða illu!!

Meðan þessar hræringar fara fram innan ESB, meðan ekki er vitað hvert það samband þróast, eigum við Íslendingar að leggja okkar umsókn til hliðar. Eftir að þær breytingar sem hafnar eru innan ESB eru yfirstaðnar, getum við skoðað niðurstöðuna og ákveðið hvort halda skuli áfram aðildarumsókn.

 

 


mbl.is Fylgi stóru flokkanna hrynur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já skýr skilaboð. þeir vilja semsagt öfga vinstri og hægri. Harðlínukommúnista og Nasista!

Það er ekki furða að þið öfgamenn fagnið hérna uppi í fásinninu.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.5.2012 kl. 17:26

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ástæða þess að öfga hægri og vinstri öflin komast að er ekki vegna þess að fólkið vilji það endilega. Það hefur bara ekki úr öðrum kostum að velja, annað hvort óbreytt ástand eða öfgaflokka. Það er það eina sem er í boði.

Því má segja að ESB hafi plægt vel akurinn fyrir öfgaöflin og sáð í hann fræjum óánægjunnar. Nú er uppskeran að koma í ljós.

Gunnar Heiðarsson, 6.5.2012 kl. 17:33

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Nei þeta gengur ekkert upp. það væri alveg hægt að efna til framboðs án öfga til hægri og vinstri - en jafnframt vera með það á stefnuskrá að fara í óskipulegt defált og hafna Evrópusamvinnu og jafnframt alþjóðasamvinnu gegnum IMF.

Augljóslega eru allir skynsemis og raunsæismenn inná því að samvinna við EU/IMF sé besta leiðin.

En ef fólk vill Harðlínukommúnista og Nasista við stjórnvöl - nú þá fær það það bara. Og verði ykkur að góðu.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.5.2012 kl. 17:40

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

þetta er alveg klárt kjósendur eru búnir að sjá hvað ESB er og eru að hafna því..............

Jóhann Elíasson, 6.5.2012 kl. 17:44

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Fólk er einfaldlega búið að uppgötva að einfalt NEI dugir ekki á ESB. Þá leitar það annarra úrræða.

Ég myndi kalla ástandið sjálfskaparvíti ESB.

Nýjustu fréttir herma svo að Sarkozy hluti Merkozys hafi verið rekinn í Frakklandi.

Ómar Bjarki getur svo stytt sér stundir við að kenna íslenskum ESB andstæðingum um þessar hrakfarir - ef hann nennir...

Kolbrún Hilmars, 6.5.2012 kl. 17:54

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Málið er það að það er allt annað að ske þarna viðvíkjandi Harðlínukommúnista og Nasista en fólk hérna uppi heldur.

Við erum að tala um að Bandalag Róttæka Vinstris hefur haldið uppi alveg þvílíku lýðskrumi í Grikklandi undanfarið. Það á að redda öllu með töfratrikkum fram og til baka. þetta er líka ekki einn flokkur heldur margskonar flokksbrot sem bjóða fram sameiginlega.

Nú, með Nasistana að þá er aðalmálið þar innflytjendur. Þeir vilja banna innflytjendur og/eða setja þá í einhverjar búðir.

Fyrir utan þetta tvennt ofannefnt erum við að tala um Sovét Kommúnistaflokk sem hefur mælst me um 10% fylgi.

Þessu eru Andsinnar hérna uppi að hrósa, lofa og prísa! Maður fer næstum því að draga þá ályktun að Íslenskir Andsinnar séu þá stuðningsmenn annarrahvorra ofannefndra stefna.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.5.2012 kl. 18:41

7 identicon

Glannalegt að lesa greiningu innbyggjara á niðustöðu kosninga í Frakklandi og Grikklandi. Hafna Merkel, hafna Evrunni og/eða EU. Bull! 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 6.5.2012 kl. 18:45

8 identicon

"Maður fer næstum því að draga þá ályktun að Íslenskir Andsinnar séu þá stuðningsmenn annarrahvorra ofannefndra stefna."

Ómar nú tala ég beint við þig.  Oft ertu málefnalegur EN ef þú vilt að það verði hlustað og tekið mark á þér þá verður þú að stilla aðeins málbyssuna. 

Varðandi það sem er innan gæsalappanna þá:

Svona tala maður EKKI ! 

Svona hugsar maður EKKI !

Björn Kristinsson (IP-tala skráð) 6.5.2012 kl. 19:20

9 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Tja þegar maður tekur eftir því að Andsinnar fagna sérstaklega árangri Harðlínukommúnista og Nasista útí hreimi - þá er nú barasta ekkert langsótt að láta sér næstum detta í hug ofannefnt. það er nú bara þannig.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.5.2012 kl. 19:37

10 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ómar, athugasemdir þínar valda mér vonbrigðum, hélt þú værir meiri maður.

Þú segir að hægt hefði verið að koma fram með ný framboð á Grikklandi, framboð sem ekki væru róttæk. Það er vissulega rétt, en enginn gerði það þó og róttæklingarnir nýttu sér það. Það gátu þeir einungis gert vegna þess að jarðvegurinn var vel undirbúinn undir slík framboð. Sagan kennir okkur að óánægja og óréttlæti er góður grunnur undir rótæk öfl.

Síðan ferðu alveg út fyrir alla skynsemi, þegar þú ætlar þeim sem ekki aðhyllast aðild Íslands að ESB, séu upp til hópa hliðhollir öfgasamtökum. Það er fyrir neðan virðingu þína að segja slíkt, fyrir neðan virðingu þína að hugsa slíkt. Það má fullyrða að 99% Íslendinga aðhyllast ekki slík öfgasamtök sem nasistar og sovétkommúnistar eru! Það eina prósent sem útaf stendur getur verið jafnt aðildarsinnar sem og sjálfstæðissinnar.  Lýðræði og lýðræðisást er flestum Íslendingum í blóð borin, þó sumir telji vera í lagi að fórna því að hluta.

En hvar er lýðræðið í ESB? Hvernig hefur því sambandi verið stjórnað? Getur verið að íbúar Grikklands telji öfgasamtök til vinstri og hægri vera jafnvel lýðræðislegri en ok ESB? Er hugsanlegt að forusta ESB hafi þar gengið svo langt að kjósendur telji lýðræðinu betur borgið í höndum nasista og sovétkommúnista?

Bágindin á Grikklandi eru mikil og engin framtíðarsýn fyrir íbúa þess. Afskipti ESB af lýðræðinu á Grikklandi á sér vart fordæmi í hinum vestræna heimi, minnir frekar á ástandið í mörgum nýlendulöndum heimsvaldarríkja fram á síðustu öld! Er hugsanlegt að þau afskipti hafi orðið til þess að kjósendur á Grikklandi telji öfgasamtök til hægri og vinstri betri kost?

Það fagnar enginn hér á landi þessari breytingu á Grikklandi, hvorki aðildarsinnar né sjálfstæðissinnar. Þetta er ógn, en þessi ógn er að öllu leyti sköpuð af einræðistilburðum þeirra sem hafa tekið sér öll völd innan ESB!! Nú hefur verið hoggið skarð í þessa sjálfskipuðu forustu, eftir kosnngarnar í Frakklandi.

Ég vil bara endurtaka orð mín um það að ESB er ekkert og getur ekkert nema kjósendur þeirra landa sem eru innan sambandsins séu sammála. Að ætla að nauðga einhverju upp á þetta fólk, gegn vilja þess, er útilokað og endar einungis með skelfingu. Hvorki ríki né ríkjasambandi verður stjórnað með valdboði!!

Það sem gerðist á Grikklandi í dag er kannski það sem koma skal í Evrópu, að öfgasamtök taki þar öll völd. Vissulega hefur ESB unnið jarðveginn vel fyrir slík samtök, en við skulum virkilega vona og biðja þess að þeir sem með völdin fara í ESB, fari nú að átta sig og breyta til betri vegar!!

Það er lítilmannlegt af þér að ætla einhverjum að aðhyllast öfgapólitík hér á landi. Sem betur fer erum við betur sett en Grikkir, ástandið hér er mun betra, enda erum við utan ESB og þurfum ekki að óttast afskipti þeirra af okkar lýðræði. Vandi okkar er innanlands og einkum sá að hér eru öfl sem vilja endilega gera ESB kleyft hafa slík afskipti!!

Gunnar Heiðarsson, 6.5.2012 kl. 21:48

11 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

þið Andsinnar og öfgamenn eruð síst af öllu bærir til að setja öðrum lög og reglur um orðaval.

þið skuluð bara sjálfir andskotast til að huga að ykkar eigin fábjánamálflutningi.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.5.2012 kl. 22:25

12 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Oft er sannleikurinn sár, Ómar minn.

Eggert Guðmundsson, 6.5.2012 kl. 22:49

13 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Og eruð þið öfga og ofstækismenn með sannleikann?

það er augljóst að eg hitti alveg í mark.

þið afhjúpið ykkur algjörlega og eg þurfti tæplega að lifta litafingri.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.5.2012 kl. 23:03

14 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ef þú ekki vanda orð þín örlítið Ómar, neyðist ég til að loka á þig á þessu bloggi!

Uppnefni og hrópanir lýsa einungis þeim sem slíkt stunda og slíka menn kæri ég mig ekki á mínu bloggi.

Málefnaleg umræða virðist þér ofvaxin!!

Gunnar Heiðarsson, 7.5.2012 kl. 07:12

15 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Sannleikurinn er sá að Nasismi(þjóðernisjafnaðarstefna) er öfga jafnaðarmannastefna. Þjóðernisjafnaðarmenn verða til þegar þeir í anda jafnaðar sækja sér aðferðir bæði frá hægri og vinstri til að koma fram sínum hugsjónum, þeir hafna sjónarmiðum hægri manna um að ríkið eigi að skipta sér sem minnst af atvinnulífinu heldur telja þeir að ríkið eigi að stýra því styrkri hendi til að efla vöxt þjóðarinnar enda skipti "þjóðin" megin máli en ekki einstaklingar/einstakar þjóðir. Þessa tilburði má sjá glitta fyrir í ESB þar sem hin nýja væntanlega Evrópska þjóð gengur fyrir en þjóðarbrot eins og Grikkir séu bara peð sem auðveldlega má fórna til hagsbótar fyrir heildina(Evruna).

Að kalla þá sem berjast á móti Evrópskri þjóðernisjafnaðarvæðingu öfgamenn kemur úr hörðustu átt og má segja það að þeir sem berjast gegn frekari þjóðernisjafnararvæðingu Evrópu séu akkúrat ekki öfgamenn.

Svo virðist sem sumir séu fastir í þeirri hugmyndafræði að hægri og vinstri sé öfga eitthvað og vont en miðjan sé jafnaðar eitthvað og gott, sannleikurinn er að öfga jafnaðarmenn er eitt það mesta eyðingarafl sem mannkynið hefur kynnst.

Eggert Sigurbergsson, 7.5.2012 kl. 10:50

16 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Gunnar, þetta er frábær pistill hjá þér. Eini öfgamaðurinn sem hér hefur birst á þinni síðu er þessi Ómar Bjarki, enda tilheyrir hann hóp þeirra sem illa þolir lýðræði. Hann kallar íslendinga fábjána og ég veit ekki hvað og hvað vegna þess að þjóðin fékk að kjósa um Icesafe. Þeir sem vildu að þjóin fengi ekki að kjósa eru að mínu mati öfgamenn. Ég veit alveg hvernig almenningi á Írlandi lýður eftir svikin þar. Sama á við Grikki sem héldu að þeir fengju að kjósa um þetta, en var svikið. Svo þarf hann að vera undrandi að öfgahópar komist að þegar jarðvegurinn er undirbúin svona fullkomnlega af ESB. Ég vorkenni Grikkjum og Írum fyrir þessi svik sem þeim voru gerð og öfunda þá ekki af því sem framundan er. Sama segi ég með Frakkana. Allt er þar í óvissu og engin veit hvernig honum Hollande mun reiða af í þeirri stöðu sem Frakkar eru í dag.  En ég tek sko heilshugar undir þessi skrif þín.

Kveðja

Sigurður Kristján Hjaltested, 7.5.2012 kl. 19:31

17 identicon

Komið þið sæl; Gunnar fornvinur - og aðrir gestir, þínir !

Gunnar; og þið önnur, sem eruð að reyna að svara Ómari Bjarka !

Eins; og ég hefi bent á, minni síðu, sem annarra ýmissa, verð ég að biðja fólk að virða Ómari Bjarka Kristjánssyni til nokkurrar vorkunnar, að hann gengur alls ekki heill til vallar, hvað andlegu hliðina snertir - og því ber okkur að taka mið af brjálsemi hans, í því ljósi, gott fólk.

Það er eins með hann; gagnvart skrifræðis Nazistunum suður í Brussel - líkt og með hérlenda aðdáendur Stalíns forðum, að þetta lið; Stalín og Brussel gemsarnir, voru - og eru óskeikulir, í huga þessa vesalings fólks, sem haldið er ofurtrúnni á þá, því miður.

Þvi ber okkur; að skoða ástand Ómars Bjarka, í því ljósi.

Með kveðjum góðum; úr Árnesþingi, sem jafnan / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.5.2012 kl. 01:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband