Er EES samningurinn gagnkvæmur ?

Það vakna vissulega spurningar hvert eðli EES samningsins er. Svo virðist vera sem annar aðili hans geti sett fram kröfur á hinn, án þess hann geti reist hönd yfir höfuð sér. Það er spurning hvort hægt sé að tala um samning, þegar svo er komið!

Ef EES samningurinn veldur því að hér þurfi að breyta stjórnarskrá svo hæg sé að framselja vald úr landi, er þessi samningur kominn langt út fyrir það sem um var samið í upphafi. Ef sú staða er komin upp að ESB geti nýtt EES samninginn til að nauðga okkur til breytinga á stjórnarskrá, er eitthvað stórkostlegt að.

Þá er virkilega kominn tími til að endurskoða aðild okkar að EES samningnum!!

 


mbl.is Huga verði að stjórnarskrárbreytingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Sammála . Það er kominn tími á að endurskoða EES samninginn. Samhliða kanna forsendur á tvíhliða samningum við ríki sem við eigum viðskipti við. 

Við könnun á tvíhliða viðskiptasamningum getum við komist að því hvort ESB ríki séu Fullvalda eða ekki.

Eggert Guðmundsson, 4.5.2012 kl. 14:06

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Við eigum að skoða EES samninginn í réttu samhengi. Hvort hann gagnast okkur eða ekki.

Ekki skoða hann útfrá þjóðrembingi.

Sleggjan og Hvellurinn, 4.5.2012 kl. 14:29

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

ESB ríki eru ekki fullvalda Eggert. Við getum ekki gert tvíhliða samninga við ríki innan ESB, einungis sambandið sjálft. Í þessu m.a. felst framsal okkar ef við göngum í ESB. Allir samningar sem við höfum gert við aðrar þjóðir munu falla niður og í staðinn verðum við að fara að þeim samningum sem ESB hefur gert við þær sömu þjóðir, hvort sem sá samningur hentar okkur eða ekki.

Þjóðrembing talar enginn um nema ESB sinni, S&H. Auðvitað eigum við að skoða EES samninginn og auðviað út frá því hvort hann gagnast okkur eða ekki. Hvað annað ætti að liggja að baki?

Það sama á við um ESB aðildina. Við eigum að skoða hana út frá því hvort hún gagnist okkur eða ekki. Allt tal um samninga er bull, það er enga samninga hægt að gera. Einungis hægt að gera samkomulag um frestun upptöku einstakra greina lagabálks ESB og þá til skamms tíma. Þetta hefur alla tíð legið fyrir, kemur skýrt fram í Lissabon sáttmálanum.

Það er ljóst að við verðum greiðendur til ESB, þ.e. við munum leggja meira til þess en það sem við fáum til baka. Þetta er auðvitað óhagstætt okkur og ætti að nægja til að hætta frekari viðræðum. Átti auðvitað að nægja til að þær hefðu aldrei átt að hefjast!

Þar á ofan mun sjálfstæði okkar í mörgum veigamiklum málum skerðast. Það kallar þú kannski "þjóðrembu", en ég og margir aðrir köllum það að standa vörð um hagsmuni okkar. Þegar við höfum fært ákvarðanatökur í veigamiklum málum til annara, getum við ekki lengur staðið hagsmunavörslu um þjóðina. Þá erum við ekki lengur sjálfstæð þjóð og þurfum að hlýta skipunum að utan, hver sem hagur okkar er!!

Gunnar Heiðarsson, 4.5.2012 kl. 14:55

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

. Auðvitað eigum við að skoða EES samninginn og auðviað út frá því hvort hann gagnast okkur eða ekki. Hvað annað ætti að liggja að baki?

Mér skilst að túlkun þín á sjálfstæði liggur að baki....

Sleggjan og Hvellurinn, 4.5.2012 kl. 15:05

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

S&H, í sjálfstæðinu liggur getn til að standa vörð þjóðarinnar. Vörð um hagsæld hennar. Án sjálfstæðis getur engin þjóð staðið vörð um þegna sína.

Það er betra að vera fátækur maður sem ræður sér sjálfur, heldur en ríkur þræll!!

Gunnar Heiðarsson, 4.5.2012 kl. 15:08

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Hvernær eigum við þá að segja okkur úr NATO?

Sleggjan og Hvellurinn, 4.5.2012 kl. 15:22

7 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Við erum með tvíhliða viðskiptasamning við ESB sem er virkur og tekur sjálfkrafa við ef við leggjum EES samningnum, við værum þá í sömu stöðu og Sviss.

"EFTA-samningurinn og Fríverslunarsamningur Íslands og Evrópubandalagsins frá 1972 halda gildi sínu þrátt fyrir tilkomu samningsins um Evrópska efnahagssvæðið.  Þau tollfríðindi sem tryggð eru með fyrrnefndu samningunum halda gildi sínu ef samsvarandi fríðindi eru ekki áskilin í EES-samningnum, sbr. 120. gr. hans."

Einu rembingarnir sem finnast eru Evrópurembingarnir sem vilja öllu fórna fyrir Evrópskt þjóðerni sér til handa.

Eggert Sigurbergsson, 4.5.2012 kl. 15:26

8 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Já færum okkar stöðu í alþjóðarviðskipum aftur til ársins 1972.

Það verður öllum til heilla.

Sleggjan og Hvellurinn, 4.5.2012 kl. 15:34

9 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Satt segir þú Gunnnar.  Ég veit vel að ekkert ríki innan ESB er fullvalda, þó allir ESB sinnar reyna að halda öðru fram í umræðunni. 

Það væri gott að fá skýringar ESB sinna um þetta  Fullveldi, sem þarf að vera til hjá ríkjum til þess að gera tvíhliða viðskiptasamnina.

Hvar er þetta Fullveldi hjá ESB ríkjum?

Eggert Guðmundsson, 4.5.2012 kl. 15:37

10 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þjóðirnar innan ESB ráða sig sjálfa. Hafa sína þjóðfána og halda sínar þingkosningar. Ég fór til Danmerkur um daginn... sá ekki betur en þetta er fullvalda þjóð.

Sleggjan og Hvellurinn, 4.5.2012 kl. 15:40

11 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sjálfstæði þjóðar mælist ekki af flaggi eða kosningum S&H, heldur valdi til að fara með öll sín mál. Það hefur Danmörk vissulega ekki!!

Danir geta ekki gert samninga við aðrar þjóðir, ekki á neinu sviði. Danir geta ekki sagt nei þegar embættismenn ESB ákveða einhver ný lög fyrir ESB, jafnvel þó þau lög komi Dönum illa. Danir geta ekki ákveðið hversu mikið þeir veiða af fiski umhveris sitt land. Danir geta ekki ákveðið hversu mikið svínakjöt bændur Danmerkur mega framleiða. Svona væri hægt að telja upp í allann dag. Danir hafa nefnilega ekki sjálfstæði, þó þeir hafi sinn fána og sitt þing. Þeir verða að sitja og standa eins og ókjörnir embættismenn í Brussel vilja!!

Gunnar Heiðarsson, 4.5.2012 kl. 15:56

12 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Ég var að tala um fríverslunarsamning Íslands og Evrópusambandsins, mér er ómögulegt að skylja hverning S&H umpólar því yfir í alþjóðaviðskipti!

Hver er munurinn á fríverslun með fisk 1972 og 2012? AKKÚRAT ENGIN, fríverslun er fríverslun 1972, nú og eftir 50ár.

Eggert Sigurbergsson, 4.5.2012 kl. 18:12

13 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ef þú heldur að það sé sami fríverslunarsamningur 1972 og 2012 þá þýðir ekkert að ræða við þig....   of fáfróður fyrir minn smekk.

Gunnar. Við megum ekki veiða eins mikið fisk og við viljum. Hefur þú heyrt um kvótakerfi? Við veiðum einsog vísindamennirnir í Hafró segja. 

En lönd innan ESB geta gert viðskiptasamninga einsog þau vilja... meiriséa við Kína. Eitthvað sem þið NEI sinnar viljið ólmir komast í.... en ekkert hefur gengið.

 http://www.visir.is/kina-og-thyskaland-undirrita-1.700-milljarda-vidskiptasamninga/article/2011110628911

Ég legg til að þið kynnið ykkur málið áður en þið tjáið ykkur.

Sleggjan og Hvellurinn, 4.5.2012 kl. 19:42

14 Smámynd: Eggert Guðmundsson

S/H Ertu viss um að þessi frétt sé rétt. Þetta gerist á sama tíma og Þjóðverjar eru að reyna að sannfæra ESB ríkin um fjárhagspakka til Grikklands, og um leið setja meiri peninga í BJÖRGUNARSJÓР ESB.

Getur þú bent á erlenda frétt um þennan samning, þar sem ekki er mark takandi á Fréttablaðinu/Vísir.

Eggert Guðmundsson, 4.5.2012 kl. 20:18

15 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Að afneita frétt... .er það nýja útspilið hjá NEI sinnum?

ja hérna

Sleggjan og Hvellurinn, 4.5.2012 kl. 20:31

16 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ef þessi frétt er rétt... ætlar þú þá að draga bullið þitt til baka?

Ef ekki þá græði ég ekkert á að sanna þetta.

Sleggjan og Hvellurinn, 4.5.2012 kl. 20:36

17 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

China and Germany signed 10 agreements worth at least $4.4 billion during Chancellor Angela Merkel’s visit to Beijing as the two countries seek to bolster trade and diplomatic relations.

http://www.bloomberg.com/news/2010-07-16/china-germany-sign-10-agreements-on-trade-relations-during-merkel-visit.html

Eða er Bloomberg kannski "baugsmiðill" í augum ykkar NEI sinna??

Sleggjan og Hvellurinn, 4.5.2012 kl. 20:40

18 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

http://www.economist.com/blogs/newsbook/2011/06/germany-and-china

http://www.whatsonsanya.com/news-16912-china-signs-15-agreements-with-germany-worth-over-15b.html

http://www.chinatrade.com/

Sleggjan og Hvellurinn, 4.5.2012 kl. 20:41

19 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Það er rétt hjá þér með Þýskaland. Greinilega eru þeir Fullvalda og gera það sem þeim sýnist, enda eru þeir sem ráða för í ESB. Ef einhver möglar þá er þaggað niður í þeim.

Möguleiki á að Hollande lækki rostann í Merkel.

Eggert Guðmundsson, 4.5.2012 kl. 21:26

20 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Það kæmi mér ekki á óvart, ef kafað yrði niður í málið, að þessir samningar séu gerðir i, til bjargar fallandi efnahagi ESB ríkja og Þýskalandi hafi verið að tryggja nauðsynlegt framlag sitt til bjargar.

Kínverjar treysta einungis Þýskalandi og þeirra sérmerktu EVRU seðlum. EVRUseðlar frá Írlandi, Portugal, Spáni, Grikklandi og  Ítalíu eru ekki með  gjaldgengar merkingar á sínum EVRUseðlum.

Eggert Guðmundsson, 4.5.2012 kl. 21:35

21 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Finland er lítið land í ESB samhengi. En samt geta þeir gert fríverslunarsamning við hvern sem er.... jafnvel Íraka

http://www.iraq-businessnews.com/2012/04/04/iraq-and-finland-to-sign-trade-agreement/

Svo hafið þið NEI sinnar verið duglegir að drulla yfir Spán.. hvað þeir eru ömurlegir og geta ekki neitt. En þeir lönduðu fríverslunarsamning við Brazil... sem er vaxandi hagkerfi.. ..

http://www.worldtradereview.com/news.asp?pType=N&iType=A&iID=94&siD=6&nID=17719   

Sleggjan og Hvellurinn, 4.5.2012 kl. 21:48

22 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Fríverslunarsmaningurinn milli Brasilíu og Spánar var undirritaður árið 2004 þegar engin vandræði var í ESB og það var mikill uppgangur í Evrópu einsog á Íslandi.

Þess vegna eru þessi rök hjá þér Eggert um "að þessir samningar séu gerðir i, til bjargar fallandi efnahagi ESB ríkja"  á ekki við nein rök að stiðjast.

Sleggjan og Hvellurinn, 4.5.2012 kl. 21:51

23 Smámynd: Eggert Guðmundsson

SH. Ertu viss um að þessir samningar sem þú er að vísa til séu FRÍVERSLUNARSAMNINGAR.

Eggert Guðmundsson, 4.5.2012 kl. 22:07

24 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Já ég er viss.

Sleggjan og Hvellurinn, 4.5.2012 kl. 22:36

25 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

@ Sleggjan og Hvellurinn

"Ef þú heldur að það sé sami fríverslunarsamningur 1972 og 2012 þá þýðir ekkert að ræða við þig....   of fáfróður fyrir minn smekk."

Fyrst þú ert svona fróður þá hlýtur þú að geta fært rök fyrir máli þínu? 

Ef þú ert með fríverslunarsamning með afurðir 1972 og samningurinn er í gildi þá er þú með fríverslun með sömu afurðir 2012.

Samningar breytast ekki NEMA þeim sé breytt af báðum samningsaðilum eða þeir renna út með enda dagsetningu.

Kannski dettur þér ekkert annað í hug en að vera með skæting þegar þú ert rökþrota?

Eggert Sigurbergsson, 4.5.2012 kl. 23:03

26 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Já það eru nákvæmelga mín rök. Samningarnir breytast ekki og ef þú dustar rikið af 40ára gömlum samningi.... þá er hann einfaldlega úreltur.

Sleggjan og Hvellurinn, 4.5.2012 kl. 23:26

27 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Allar þær fréttir sem þú vísar í hér að ofan S&H, eiga ekkert skilt við fríverslunarsamninga! ESB getur eitt gert slíka samninga fyrir hönd aðildarríkjanna!

Þetta er staðreynd sem ég hélt reyndar að ekki þyrfti að rífast um!!

Gunnar Heiðarsson, 5.5.2012 kl. 06:02

28 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Aðildarfélög geta samið hægri vinstri við löndk, um gagnvæmna skattasamninga, vöruskiptasamninga, fríverslunarsamaningar og aðra samninga.

Ég veit að það er erfitt fyrir ykkur NEI sinna að kingja því en það er bara staðreynd og ég hef bakkað það uppp með mörgum heimildum.

En þið megið grípa til afneitunnar þegar þið eruð rökþrota einsog Gunnar.

En staðreyndirnar tala sínu máli.

Sleggjan og Hvellurinn, 5.5.2012 kl. 09:11

29 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

"Samningarnir breytast ekki og ef þú dustar rikið af 40ára gömlum samningi.... þá er hann einfaldlega úreltur." Þú "dustar" ekki ryk af samningi sem er í fullu gildi!

Það eru nákvæmlega mín rök að samningurinn er í fullu gildi og skiptir þá engu hvort EES samningurinn er í gildi eða ekki.

Eggert Sigurbergsson, 5.5.2012 kl. 10:19

30 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það er rétt að þessi 40ára samningur er í fullu gildi..... og úreltur.

Sleggjan og Hvellurinn, 5.5.2012 kl. 10:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband