Aukinn jöfnuður ?

Er þetta hinn aukni jöfnuð sem stjórnvöld hæla sér af ? Er það aukinn jöfnuður að launahækkanir skuli hlaupa á bilinu 1 - 9,9% ? Er það aukinn jöfnuður að þeir sem hæðstu launin hafa skuli fá mestu hækkunina í prósentum talið ?

Meðaltalslaunahækkun milli áranna 2010 og 2011 er 4,5% en liggur á bilinu 1 - 9,9%. Það er vitað hverjir fengu hæðstu prósentuna, en hverjir skildu hafa fengið þá lægstu? Kannski aldraðir og öryrkjar?

Það er hægt að telja fólki trú um hvað sem er og ekkert mál að sýna fram á bullið með útreikningum. Málið er bara að velja réttar forsemndur. Meðaltalsreikningur kemur þeim sem eru ofan hans vel, en þeir sem eru undir meðaltalinu skilja ekki þetta tal um aukinn jöfnuð. Fyrir því fólki er þetta hið tærasta bull og stenst engan veginn, enda nýtur það í engu þeirra hækkanan sem meðaltalið segir. Þeirra laun hækka einungis um þá hækun sem því er skaffað, í þessu tilfelli frá 1% !!

Hitt er svo annað mál að í 5,6% verðbólgu eru allir að tapa sem ekki fá hækkanir sem því nemur. Því er ljóst að forstjórar, millistjórnendur og þeir vel völdu, eru þeir einu sem halda launum yfir verðbólgu. Aðrir landsmenn eru að tapa. Það er spurning hvar forusta verkalýðshreyfingarinnar liggur, fyrir ofan eða neðan meðaltalið? Stjórnmálastéttin er öll ofanvið meðaltal, það vitum við!!

Það fólk sem talar um aukinn jöfnuð ætti að skammast sín. Til að sýna fram á slíkt þarf það að taka til rök sem eru ekki samboðin þjóðinni, það þarf að taka ofurlaun fjárglæframanna fyrir hrun inn í sína útreikninga. Þannig og einungis þannig er hægt að sýna fram á aukinn jöfnuð.

 

 


mbl.is Laun stjórnenda hækkuðu mest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband