Minnimáttarkennd Gylfa

Það er rétt hjá þér Gylfi, skútan er að sökkva, hún er hriplek. En það dugar skammt að stökkva um borð í annað sökkvandi skip, bara af því það er stærra!

Það þarf að slá í götin á skútunni og lensa hana! Þannig komumst við heilu og höldnu í land og getum gert við  skemmdirnar. Að ætla að stökkva yfir í annað skip, sem einnig er að sökkva er tilgangslaust! Það er fásinna!!

Þú talar um að það sé komið langt yfir þolmörk þjóðarinar. Það er langt síðan, Gylfi, en gott að þú fattaðir það!  Sú tvöfalda álagnung sem þú talar um er töluvert meiri en það, þökk sé þér sjálfum. Þú hafðir í hendi þér, sumarið 2008, að aftengja vísitölubindingu húsnæðislána. Það tók þig og félaga þína innan við viku að komast að því að það væri ekki hægt! Kannski vegna þess að við þá vinnu klæddist þú skikkju lífeyrissjóðanna! Varla hafa vinnubrögðin verið vönduð við þá viku vinnu!!

Þá segir þú að lítill áhugi sé hjá ríkisstjórn til að leysa vandann. Mikið rétt, sá áhugi er ekki til staðar og hefur ekki verið frá stofnun þessarar ríkisstjórnar. Svo mun ekki verða fyrr en svona þrem mánuðum fyrir næstu alþingiskosningar og þá einungis í orði. Það er með þetta eins og annað, fólkið í landinu er fyrir löngu búið að sjá þetta, þó það sé að opinberast þér núna! Þú hefur látið svikstjórnina draga þig á asnaeyrum og skaða með því enn frekar afkomu fólks.

Það er sorglegt að lesa niðurlag yfirlýsingar þinnar. Þar skín út minnimáttarkendin og ESB aðdáunin. Það síðasta sem ASÍ og launafólkið þarf í dag eru forustumenn sem eru þjáðir af minnimáttarkennd. Enn síður forustumenn sem vilja selja landið og auðlindir þess til þess eins að þóknast einum ákveðnum stjórnmálaflokk!

Landið okkar er ríkt af auðlindum, sama hvar er gripið niður. Fólkið er duglegt og áræðið og menntunarstig gott. Við þurfum engu að kvíða, við þurfum enga aðstoð utanfrá, síst frá sambandi sem sjálft er mun verr statt en Ísland! Krónan hefur bjargað miklu, þó hún hafi vissulega einhverja ókosti. Kostirnir eru fleiri. Þegar bornir eru saman þeir tveir gjaldmiðlar sem rúmast fyrir í þinni hugsun, evran og íslenska krónan, er evran úr tini en krónan gulli!!

Það eina sem háir landi og þjóð eru stjórnvöld. Þau stungu hausnum í sandinn strax eftir stjórnarmyndun og þar er hann enn. Það litla sem gert hefur verið fyrir fólkið í landinu hefur einungis aukið á misréttið. Missætti innan stjórnarflokkana og milli þeirra gerir stjórnvöldum útilokað að vinna að einu eða neinu. Þar eru stunduð hrossakaup til þess eins að halda stjórninni á floti. Ekkert er gert til að greina og leysa vandann og af hrossakaupum stjórnvalda hafa skapast þær aðstæður að enginn vill lengur koma með fjármagn inn í landið. Það er beðið þar til þessi óhæfu stjórn fer frá. Missættið innan stjórnarliðsins hefur smitast út til þjóðarinnar

Við þurfum ekki að vera með minnimáttarkennd Gylfi, þvert á móti getum við borið höfuðið hátt. Það sannast best á því að hér skuli ekki vera verra ástand en raun ber vitni, eftir hrun bankakerfisins og í kjölfar þess afturhaldsstjórn andskotans! 

Það er kominn tími fyrir þig að stíga til hliðar Gylfi og láta mann sem hefur kjark og þor taka við stjórnartaumunum í ASÍ, mann sem tekur velferð launþega fram yfir velferð einhvers ákveðins stjórnmálaflokks, mann sem ekki er þjakaður af minnimáttarkennd!!

 


mbl.is Komin langt út fyrir þolmörk þjóðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Fínn pistill.

Þú gleymir þó, líkt og Gylfi, að nefna þátt Gylfa í verðbólgunni. Samningar hans og Vilhjálms í fyrra bjuggu til verðbóglu og atvinnuleysi og margir vöruðu við því sem Gylfi sá ekki.

Gylfi ætti því ekki að vera að kvarta undan afleiðingum eigin gjörða.

Helgi (IP-tala skráð) 30.4.2012 kl. 21:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband