Hið óseðjandi svín

Ríki Evrópu sem standa að ESB eru mörg hver á barmi gjaldþrots, evran berst í bökkum og vart séð að hún lifi af árið og sjálft ESB samstarfið á undir högg að sækja.

Eina svar framkvæmdastjórnar ESB, æðst svínanna, við þessum vanda, er að ríki ESB drag saman í sínum rekstri. Sjúkrahúsum og skólum skal lokað, öldruðum og sjúkum skal hennt á götuna og almennur samdráttur á öllum sviðum. Leið sem flest allir hagfræðingar eru sammála um að muni einungis leiða enn frekari hörmunga yfir þessi ríki.

En á einu sviði skal þó ekki draga saman. Ríkin skulu auka fjárstreymi til Brussel, til æðstu svínanna! Þar er enginn samdráttur, þar er stjórnað af ábyrgð og festu, þar eru þessum fjármunum deilt út til aðildarríkjanna aftur, að sjálfsögðu eftir að æðstu svínin hafa étið sína fylli.

Ábyrgðin, festan og sanngirnin einkennir styrkveitingar æðstu svínanna og er styrkjum deilt út til aðildarríkja svo efla megi þau sem mest. Það sýna styrkveitingar eins og t.d. sá styrkur sem veittur var til að gera skíðabrekku á lítilli eyju við strendur Danmerkur!! 

Það er mikil bíræfni af framkvæmdastjórn ESB að krefja aðildarríki sín um frekari fjárframlög, á sama tíma og hún krefur þessi sömu ríki um stórfelldann niðurskurð hjá sér. Bíræfni eða heimska, það er spurning.

Það er merkilegt að til skuli fólk á Íslandi sem vill gangast undir ok þessara svína, óseðjandi svína! Þetta fólk mun verða rannsóknarefni mannfræðinga framtíðar!!

 

 


mbl.is Vill aukin framlög frá aðildarríkjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það er ekkert skrítið Gunnar, samspillingarsvínin vilja fá að vera með í hjörðinni.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 26.4.2012 kl. 18:14

2 Smámynd: Gunnlaugur I.

Sæll Gunnar.

Þetta er mjög góð samlíking hjá þér.

Gjörspill ESB Valdaelítuklíkan er einmitt ekki ólík feitu Svína valda klíkunni í hinni óborganlegu sögu og kvikmynd Orwells um sæluríki dýranna. Animal Farm !

Svínin í Brussel telja sig nefnilega vera yfir önnur dýr hafi, vera mun hafnari en önnur. Þess vegna alveg eins og í Animal Farm, heimta þau nú meiri fja´rmuni til sín á meðan þeir heimta að undirsátar þeirra "hin óæðri dýrin" verði að herða sultarólina enn frekar samkvæmt þeirra valdboði.

Holdgerfingur þessara ESB svína eru þeir Barrosso framkvæmdastjóri ESB og Mr. Roumpoy svokallaður forseti ESB ássamt Martin Scultz forseti ESB þingsins sem er sjálfur holdgerfingur þessa skæða svínastofns, sem heimtar nú meiri miðstjórnavöld til æðstu ráðanna og sjálfrar Ráðstjórnarinnar !

Gunnlaugur I., 26.4.2012 kl. 18:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband