Ó þið heimsku, trúið alræðinu !!
26.4.2012 | 12:52
Hvað er fólk að kvarta? Jöfnuður hefur náðst, markmið ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2020 er komið í höfn!!
Þvílík vitleysa, hver trúir þessu kjaftæði?!
Það getur verið að einhverjar mælistikur geti mælt aukinn jöfnuð í þjóðfélaginu, en það er ekki upplifun hins almenna Íslendings, þvert á móti. Og jafnvel þó einhver mælistika segi okkur að jöfnuður hafi náðst, þá er eymdin enn frekari en áður.
Það er auðvitað jöfnuður á sinn hátt að gera alla jafn fátæka. Það er þó ekki sá jöfnuður sem landsmenn vilja.
Ef það telst til aukins jöfnuðar að fólk sem minnst má sín, sjúkir, aldraðir og öryrkjar, þurfi að leggja sífellt meira til, af enn skertari launum, kæri ég mig ekki um þann jöfnuð.
Ef það telst til aukins jöfnuðar að sífellt fleiri fjölskyldur eru bornar á götuna, reknar út af heimilum sínum, kæri ég mig ekki um þann jöfnuð.
Ef það telst til aukins jöfnuðar að sífellt fleiri ungmenni verði að hætta námi til að vinna fyrir fjölskydu sína, svo endar nái saman, kæri ég mig ekki um þann jöfnuð. Þá vil ég heldur hafa hinn klassíska óföfnuð áfram!
Það er sú mælistika sem notast er við sem gefur niðurstöður. Hver sú mælistika er sem segir okkur að jöfnuður hafi aukist, veit ég ekki, en vissulega er hún ekki í takt við rauveruleikann.
Stjórnvöld lifa í blekkingum og enn virðast vera til embættismenn sem halda þeim blekkingum við.
Það er kominn tími til að vakna, kominn tími til að viðurkenna vandann, kominn tími til að takast á við vandann. Verði ekkert að gert, mun jöfnuður sannarlega verða alger á landinu okkar. Þar mun enginn verða öðrum fremri, ÞAR MUN ENGINN VERÐA!!
Markmið um jöfnuð að nást | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Að jafna niður er lítið mál enda var óopinbert slogan vinstristjórnarinnar: "sæl er sameginleg eymd".
Þegar millitekjufólkinu hefur verið eytt (þar með hvatanum og meginhlut neyslunnar) er ekkert eftir nema Yfirstjórn Ríkisins og almúginn, ekki svo ósvipað og í þeim ríkjum sem kenna sig við jöfnuð og lýðræði,.... Líberíu og Suður-Kóreu.
Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 26.4.2012 kl. 14:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.