Vantraust eða traust á framtíðina?

Hreyfingin ætlar að styðja vantraust á ríkisstjórnina, NEMA hún komi til móts við flokkinn um ýmsar kröfur.

Nú er það svo að engin getur lagt fram vantraust á ríkisstjórn vegna þess sem koma skal, einungis þess sem orðið er. Því verða þingmenn Hreyfingar að gera upp við sig hvort þeir séu sáttir við störf stjórnarinar til þessa. Ef svo er styðja þeir ekki vantrausttillögu, en ef þeir eru ósáttir, ef þeim fynnst stjórnvöld ekki hafa staðið sig, þá styðja þeir tillöguna. Þeir geta ekki kosið um hana vegna þess sem er ókomið.

En úr því þeir taka þennan pólinn á málið, úr því þeir ætla að nota þetta tilfelli til pólitískra hrossakaupa, að sið þeirra sem þeir þykjast berjast gegn, þá munu þingmenn Hreifingar ekki styðja vantrausttillögu á ríkisstjórnina. Jóhönnu og Steingrím munar ekki um eina lygina enn!

Það er svo spurning, eins og Bjarni Harðar bendir á í sínu bloggi, hvernig þingflokkur Hreyfingar getur hætt stuðningi við ríkisstjórnina, stuðningi sem þau hafa alla tíð haldið fram að sé ekki fyrir hendi.

Stjórnin mun standa af sér þetta vantraust. Þægð sumra þingmanna sem eiga að kallast í stjórnarandstöðu, er enn svo mikil. Það eru þingsætin sem halda. Sá varnagli sem þingmenn Hreyfingar setja hér fram er ekki settur vegna þess að þeir telji að með því geti þeir komið einhverjum málum fram. Þeir vita eins vel og aðrir landsmenn að loforð frá stjórnarherrunum eru einskis virði, það hafa þeir sýnt aftur og aftur, á þeim þrem árum sem þeir hafa haldið landsmönnum í gíslingu.

Þessi krafa er einungis sett fram til að reyna að réttlæta þá ákvörðun að standa ekki með þeim sem að vantrausti standa. Hún er sett fram til þess eingöngu að halda þingsætum örlítið lengur!!

Vantrausttillaga er í eðli sínu á orðin verk, þetta vita þingmenn Hreyfingar en vilja þó ekki hlýta því. Borgarahreyfingin sem svo varð að Hreyfingu, var kosin til að vinna gegn spillingu og hrossakaupum á Alþingi.

Þeir hafa nú sýnt að þeir eru eingu betri sjálfir. 

 

 


mbl.is Tilbúnir að styðja vantraust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég viðurkenni að þetta er ekki nema hálfkák.  Annað hvort styðja þau ríkisstjórnina eða samþykkja vantraust.  Ég tel það alveg fullsýnt að ríkisstjórnin hefur engan áhuga á hvorki skuldavanda heimilanna né nokkru öðru af góðum málum sem Hreyfingin berst fyrir.  Það sýnir meðferðin á stjórnarskrárfrumvarpinu sem var sett fram svo seint að Sjálfstæðismenn gátu slegið það út af borðinu með léttum leik, eins og við sögðum hér í den.   Það var klókindalega gert, til að setja skömminan á sjálfstæðisflokkinn en sitja sem hreinir englar eftir með geislabaug og allt slíkt.  Svoleiðis eru því miður vinnubrögð núverandi stjórnvalda.  En því miður blasir ekkert betra við ef fólk hættir ekki að einblína á fjórflokkinn og hefur þrek og þor til að breyta til.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.4.2012 kl. 11:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband