Þolir illa að talað sé um málið
25.4.2012 | 10:37
Eitthvað er Kristján Möllur veikur fyrir ef hann getur ekki hlustað á gagnrýni. Ef hann fær gubbupest við að hlusta á rök þeirra sem vilja fara varlega í sambandi við Vaðlaheiðagöng.
Er það vegna þess að sú umræða þolir ekki dagsins ljós? Fær hann í magann vegna þess að hann veit betur, að hann veit að rökin fyrir göngunum halda ekki?
Vaðlaheiðagöng eru sögð einkaframkvæmd, en aðaleigandi þess fyrirtækis er að göngunum stendur, er þó ríkissjóður! Hvernig getur það talist einkaframkvæmd. Þar að auki á svo þessi sami sjóður að ábyrgjast lántöku vegna gerð og rekstur gangnan, allt þar til þau hafa verið greidd upp. Samkvæmt útreikningum mun það verða eftir 40 - 60 ár eða jafnvel síðar!!
Vaðlaheiðagöng er ríksframkvæmd. Það getur enginn haldið öðru fram. Þó ætlunin sé að taka gjald um göngin, getur það aldrei greitt nema hluta kostnaðar við þau, nema á svo löngum tíma að óásættanlegt er.
Þörfin fyrir þessi göng er vissulega til staðar, um það deilir engin. En það er þó meiri þörf fyrir önnur göng og sýnir vegaáætlun kannski best hver forgangsröðunin á að vera.
Varðandi Vaðlaheiðagöng er fyrst og fremst verið að skoða styttingu vegar, þó lítil sé. Snjóþyngsli á Víkurskarði hafa einnig verið notuð sem rök, en með tilkomu gangnanna munu bílar komast yfir í Fnjóskadalinn þegar skarðið er lokað. Hvort þeir komast svo eitthvað lengra er ekki víst.
Rök fyrir öðrum göngum, t.d. milli Norðfjarðar og Eskifjarðar, eru hins vegar byggð á öryggismálum, fyrst og fremst, auk allra sömu raka og fyrir Vaðlaheiðagöng.
Sú staðreynd ein að annars vegar Oddskarðsins er fjölmennast vinnustaður á Austurlandi og hins vegar við það fjórðungssjúkrahús Austurlands, ætti að duga til að ráðist verði í göng þar á milli. Það þarf í raun engin frekari rök, þó vissulega sé hægt að gera langann lista um þau. Þessi göng eiga að vera í algjörum forgangi um gangnagerð á Íslandi.
Ef einhver er tilbúinn til að bora undir Vaðlaheiðina á eigin ábyrgð, að fara í þá framkvæmd án aðkomu íslenka ríkisins, er ekkert sem mælir gegn því. Þeir aðilar eru því miður ekki fyrir hendi og ástæðan er augljós; framkvæmdin skilar ekki þeim hagnaði sem til þarf. Það er enginn sem treystir sér til þessa, enda enginn sem er tilbúinn að kasta milljörðum á glæ. Því verður ríkissjóður að vera aðili að málinu, sem meirihlutaeigandi og ábyrgðaraðili lána.
Það er vonandi að Kristjáni batni pestin og kannski væri honum hollast að hlusta á samvisku sína og rök um málið, í stað þess að ætla að vinna einhver kjördæmaatkvæði út á mál sem maginn í honum þolir ekki!!
Gubbupestin versnaði við ræðuhöldin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ekki hissa að ógleði aukist hjá stjórnarliðum með hverjum deginum.
Ragnar Gunnlaugsson, 25.4.2012 kl. 11:06
já Gunnar .... þannig hafa framkvæmdir margar verið ákveðnar .. með ansk frekju, yfirgangi og hótunum .. ágætt að staldra aðeins við þessi göng .. tel ágætt að láta þjóðfélagið jafna sig aðeins . .. nú og svo eru mörg önnu brýnni verkefni en akkúrat þetta.
Jón Snæbjörnsson, 25.4.2012 kl. 11:11
Ég hef nú lengi fengið velgju þegar ég hef heyrt í Kristjáni Möller, hann hefur sem kjördæmapotari par excellence kostað þjóðina mikið fé og þyrstir í meira,
Héðinsfjarðargöng, óþörf lenging flugbrautarinnar á Akureyri og nú vill hann fara í enn ein arðlítil göngin.
Ælupoka, núna!
Hvumpinn, 25.4.2012 kl. 11:17
Það vita flestir sem hafa komið nærri jarðgangnagerð að miðað við kostnað þá eru störfin við slíka framkvæmd ákaflega fá.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 25.4.2012 kl. 11:23
Maðurinn er ekki bara siðlaus, heldur siðlaus dóni.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.4.2012 kl. 12:27
gubbupest er eitthvað sem hrjáir börn
agust (IP-tala skráð) 25.4.2012 kl. 12:40
Herra Gubbi Möller
Jón Snæbjörnsson, 25.4.2012 kl. 13:56
Möllerinn ætti að bora upp í afturendan á sér......
Vilhjálmur Stefánsson, 25.4.2012 kl. 14:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.