Þegar maður hittir mann

Þegar maður hittir mann, taka þeir oft spjall saman. Þannig hafa oft erfið mál verið leyst og farsæl lausn fengist.

Í Fréttablaðinu í dag segir að formaður utanríkismálanefndar, Árni Þór Sigurðssun, hafi hitt Jose Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnar ESB og hafi hinn síðarnefndi fullyrt að engin tengsl væru milli umsóknar Íslands að ESB og makríl deilunnar.

Staðreyndin er hins vegar að Árni Þór sat fund þar sem Barroso flutti erindi ug svaraði fyrirspurnum. Fyrir fundinn lágu fyrirspurnir frá tugum mann úr sal og einungis fáir komust að, þeirra á meðal Árni Þór. Hann fékk tvær mínútur, utan úr sal, til að tala sínu máli og legga fram spurninguna. Barroso svaraði spurningu Árna á þann veg að hann teldi og vildi að þessi tvö mál væri ótengd, EN......

Menn geta svo spáð í það hvort þessir tveir menn hittust, í þeim skilning sem flestir hugsa. Menn geta líka spað í svar Barroso, hvort það var svo afgerandi sem sagt er í FRBL.

Að sitja fund og vera svo heppinn að fá að komast að með spurningu til framsögumanns, getur varla talist að þeir tveir hafi hittst. 

Þá er hið stóra EN svolítið afstætt og segir í raun að það sem á undan er sagt er marklaust. Það segir að þessi tvö mál eru virkilega samtvinnuð, eins og reyndar allir vita. 

Vissulega hefði það verið frétt ef Árni Þór hefði hitt Barroso og þeir tekið spjall saman um þetta mál og kannski einhver fleiri. Að Árni Þór hefði getað, þ.e. ef hann vildi, útskýrt fyrir Barroso okkar hlið málsins.

Svo var ekki, því miður.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband