Sandfangarar

Siglingastofnun hefur hannað þrjá varnargarða út í sjó, á söndum suðurstrandar Íslands. Einn þeirra er við Vík og kallast sandfangari en hinr tveir eru á Landeyjasandi og kallast höfn!

Þetta er merkilegt afrek, að hanna nánast sömu mannvirki við mjög svipaðar aðstæður, önnur þeirra eru ætluð sem höfn en hin ætluð til að fanga sand að ströndinni.

Bæði hafa þessi mannvirki sannað sig sem sandfangarar, sem er gott í því tilfelli sem það var ætlað, en miður gott í hinu tilfellinu.

Hvað hefðu svo sérfræðingar Siglingastofnunar gert ef Landeyjahöfn hefði gengið upp, ef þar hefði allt farið á besta veg. Þá hefði sandfangarinn sennilega ekki verið svo góður, eða hvað. Þá hefðu Vikverjar kannski bara eignast höfn, svona óvart!


mbl.is Sandfangarinn náð árangri í Vík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband