Ætla VG liðar að sýna kjark og þor, eða ætla þeir að halda áfram að skríða í skítnum ?

Þingmenn Samfylkingar, bæði innan Samfylkingar og VG, hamast við að rökstyðja mál Össurar Skarphéðinssonar, þar sem hann fagnar því að framkvæmdastjórn ESB hefur óskað eftir meðalgöngu í málaferlum ESA gegn Íslandi. Þessi fögnuður Össurar, í hvert eitt sinn er ESB stígur á tær hans, er frekar óhugnanlegur og gefur ekki von um góðan samning.

En hvað felst í þessari ósk framkvæmdastjórnarinnar? Að sjálfsögðu hefur Össur svarið við því, að þessi dómur muni hafa víðtæk áhrif innan ESB. Mikið rétt hjá Össur, hann mun hafa víðtæk áhrif. En svarið er þó ekki svo einfallt. 

Hvers vegna vill framkvæmdastjórnin vera aðili að málinu? Nægir ekki að bíða niðurstöðunnar? Er það vegna þess að framkvæmdastjórnin er sammála eftirlitsstofnunini? 

Í öllu falli tekur framkvæmdastjórnin fulla afstöðu til málsins, áður en dómur hefur fallið. Hennar afstaða er skýr, Ísland skal borga!

Getur þetta verið skýrara? Það breytir engu þó einhverjir segji að þessi málaferli séu ótengd umsókninni. Það eru einungis hálfvitar sem trúa slíku bulli. Þetta er kyrfilega samtvinað umsóknarferlinu og hefur verið svo frá fyrsta degi. Sama hvað hver bullar.

Það þarf séstakann hugsanahátt til að sjá eitthvað gott við það að sá sem maður stendur í samningum við skuli á sama tíma fara í málaferli við mann fyrir dómstólum. Slíkur hugsanaháttur er einstakur, en það er Össur líka! Hver heldur áfram að semja undir slíkum kringumstæðum?

Að halda því fram að ef við stöðvum viðræður við ESB vegna þessa máls, þá munum við veikja málstað okkar fyrir dómnum, er auðvitað jafn vitlaust og annað sem frá Össur kemur. Þvert á móti mun það einmitt styrkja málstað okkar. Þá erum við að segja að okkur sé full alvara. Með því að halda áfram viðræðum erum við hins vegar að samþykkja undirlægjuhátt við framkvæmdastjórnina!

Nú reynir virkilega á þá sem stóðu að því að hjálpa Samfylkingunni við aðildarumsóknina. VG liðar eiga þar allann heiðurinn og það er í þeirra valdi að stöðva þetta feigðarflan sem Kratarnir eru að draga land og þjóð í. Það er þeirra að bera fram tillögu um að stöðva skuli umsóknarferlið og víst er að sú tillaga mun fá meirihlutafylgi á Alþingi. 

Að vísu mun stjórnin þá óneitanlega springa, því Samfylkingin hefur lítið verkefni innan hennar þegar þetta eina stefnumál hennar er fallið. Kosningar yrðu því í sumar.

Það sem VG liðar þurfa að spyrja sig um núna er hvort þeir vilja sýna kjark og þor, eða hvort þeir ætla að skríða í skítnum áfram. Sýni þeir kjark og þor er hugsanlegt að einhverjir þeirra eigi afturkvæmt á þing aftur, annars ekki.


mbl.is Styðja eindregið sjónarmið ESA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Gunnar; æfinlega !

Sanna þú til; Gunnar. Þetta Helvítis hyski; heldur áfram, sð umvefja hvert annað, í sora sínum.

Mættu alveg, við hressilegri kúlnahríðinni.

Með Byltingarkveðjum / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.4.2012 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband