Nú reynir á, Ögmundur !

Ögmundur Jónasson hefur valdið, hann ásamt þeim innan VG, sem enn vilja standa við stefnu flokks síns, hafa í hendi sér hvort áframhald verði á viðræðum við ESB. Þeir höfðu valdið til að stofna til þeirra og þeir hafa valdið til að stöðva þær.

En það vald verða þeir að nota innan ríkisstjórnarinnar og á Alþingi. Þeim verður lítt ágegnt um þetta mál í fjölmiðlum. 

Og nú reynir vissulega á þetta fólk, reynir á hvort því er kærara, velferð landsins eða eigin stólaráð!!

Framkoma framkvæmdaráðsins er vissulega ótrúleg ósvífni og spurning hvað liggur að baki. Er hún með þessu að leggja prófstein á Íslendinga, að sjá hversu langt er hægt að ganga og ef þetta tekst sé hægt að vefja þeim um fingur sér? Eða er framkvæmdastjórnin búin að átta sig á að þessar viðræður er einn skrípaleikur, að aðild verði aldrei samþykkt af landsmönnum og noti þetta sem aðferð til að slíta þeim? Að í stað þess að slíta þeim beint, séu settar fam kröfur sem neyða Ísland til að slíta viðræunum?

Í öllu falli reynir nú á heilindi þingmanna og ráðherra VG!!

 


mbl.is Segir ESB vilja Íslendinga niður á hnén
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Er hann ekki eins og aðrir VG (WC)-menn, honum þyki alltof VÆNT um valdastólinn svo hann vill ekkert vera að "RUGGA" bátnum???????

Jóhann Elíasson, 12.4.2012 kl. 09:07

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála þér eins og oft áður Gunnar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.4.2012 kl. 10:14

3 identicon

Ögmundur er góður og grandvar maður. Öðrum sumum óvandaðri kollegum sínum þýðir hvorki að hóta honum, bera upp á hann rangar sakir, eða bera á hann fé. Hann hræðist ekki að fylgja eigin samvisku, sama hvað á dynur. Hann gerir það sem rétt er. Hann er góður maður og laun hans verða mikil og honum mun minnst í framtíðinni sem manns sem ekki brást á úrslita stundu, sjálfum sér og afkomendum sínum til frægðar. Hann hefur gott mannorð og það er dýrara en gull. En reynið að segja það þeim sem eru tilbúnir að selja okkur hvaða fasistum sem er fyrir slikk. Þeir eru því miður ófáir hér og ef lög um föðurlandssvik, sem þýðir í reynd aðeins brot gegn náunga manns og almannaheill, væru hér gild og framfylgt væru ófáir ráðamanna okkar fyrrverandi og núverandi í fangelsi. Ef eitthvað réttlæti ríkti hér væri Ögmundur aftur á móti betur metinn í þessu samfélagi. Hann hefur unnið sér það inn. Margt býr á bak við tjöldin.

Einhver sem veit ýmislegt (IP-tala skráð) 12.4.2012 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband