Of seint, Árni minn

Það er nokkuð seint núna, korteri fyrir kosningar, að ætla að reyna að kasta ryki í augu fólks, að ætla að reyna að vinna atkvæði út á frasa.

Reyndar er nokkuð til í því sem Árni Páll segir, en hann hefði getað lagt sitt af mörkum á öðrum vettvangi en fjölmiðlum. Hann var jú ráðherra í ríkisstjórn Jóhönnu, meira að segja ráðherra efnahags og viðskiptamála!

Það vakna vissulega upp spurningar um hvort kosningar séu í nánd, hvort þeim verði flýtt. Hver stjórnmálamaðurinn af öðrum, sérstaklega þingmenn stjórnarflokkanna, rita nú greinar í fjölmiðla. Greinar sem sumar hverjar gagnrýna harkalega núverandi ríkisstjórn. Þetta er svo sem ekki óþekkt og hefur oft áður verið gert í undanfara stjórnarslita. Það hefur þó einkum einkennt vinnubrögð vinstriflokkana.

Ef Árna Pál og félögum innan stjórnarflokkana, sem gagnrýna nú stjórnvöld, er alvara með þessu raupi sínu, ættu þeir að beina kröftum sínum þangað sem þeir eru kosnir til, innan eigin flokka og á Alþingi. Einungis þannig geta þeir sýnt í verki hversu góðir þingmenn þeir eru. Að rita greinar í fjölmiðla og færa blogg getur hver sem er gert, eins og sést best á þessari síðu. Það þarf hinsvegar kjark og þor til að láta verkin tala, sérstaklega þegar um það er að ræða að snúa misvitrum foringjum stjórnmálaflokkana til betri vegar!

Menn eru kosnir af verkum sínu, ekki blaðri eða blaðaskrifum!!


mbl.is Gæti útskýrt verðbólguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Árni hann er svo saklaus greiið,hann kom að engu leiti að þessum gjörningum,nei nei. Hann er sennilegast búinn að gleyma að hann sat í þessari ríkisstjórn.

Númi (IP-tala skráð) 11.4.2012 kl. 09:18

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Eru fullyrðingar Árna ekki réttar? Af hverju er verið að agnúast út í þann sem er að benda á vandann en ekki þá sem vandanum valda?

Einu sinni var talað um að hengja bakara fyrir smið. Nú á að hengja þingmann í staðinn fyrir braskarana.

Guðjón Sigþór Jensson, 11.4.2012 kl. 10:06

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Guðjón, ertu enn einu sinni með þennan FRASA vinstrimanna að "íhaldið" hafi VALDIÐ hruninu?????  Þvílíkt BULL og ef þetta er ekki að vaða áfram í villu og svima, þá veit ég ekki hvað það er.  En  aftur á móti get ég ekki betur séð en að Árni Páll sé að festast í þessu gamla fari stjórnmálanna að korteri fyrir kosningar sjái þeir hvar "vandinn" liggur og ætla sér að leysa hann á stundinni, þegar þeir komast aftur á þing..................

Jóhann Elíasson, 11.4.2012 kl. 11:21

4 identicon

Haleluja...við höfum fengið nýjan Björgvin G. Sigurðsson...og það sem meira er er að báðir píslarvottarnir koma úr sama flokki...hverjar eru líkurnar ?

Hvað kenna þeir nýliðunum í þessum flokki eiginlega ?

runar (IP-tala skráð) 11.4.2012 kl. 13:42

5 identicon

Þessi vinstri stjórn. Alltaf sammála öllum um að það sem þau séu að gera sé hræðilegt. En gera það síðan samt.

Kalli (IP-tala skráð) 11.4.2012 kl. 14:37

6 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Jóhann: Eg vona að þú sért ekki svo siðblindur að gera þér ekki grein fyrir aðdraganda hrunsins. Hefurðu kynnt þér lagalega hlið einkavæðingar bankanna? Eg leyfi mér að efast um það.

Í lögunum um einkavæðingu bankanna var ein setning um að heimilt væri að selja Búnaðarbankann og Landsbankann. Varla stafkrók meir. Ekki voru neinir fyrirvarar, skilyrði eða neitt annað en að lesa má úr þessari heimild að EKKI mætti trufla dáðadrengina, braskarana sem keyptu bankana á vildarkjörum. Þetta voru sömu braskarar sem höfðu mulið í kosningasjóði Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins.

Þáverandi stjórnarandstaða varaði við þessu óskiljanlega kæruleysi. Allt hefur komið fram og þú ættir að skoða þessar heimildir betur og einnig skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið í 9 bindum.

Ekki hefur komið neitt það fram að þar sé hallað máli neins og ættir þú að lesa og kynna þér þessi mál betur áður en þú skrifar stafkrók meir!

Góðar stundir!

Guðjón Sigþór Jensson, 11.4.2012 kl. 23:33

7 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Guðjón, það er rétt hjá þér að þessi speki Árna Páls er ekki röng, enda nefni ég það sérstaklega í mínu bloggi. Þetta eru reyndar staðreyndir sem margir stjórnarandstöðuþingmenn hafa haldið uppi lengi.

Það sem ég gagnrýni er að Árni Páll skuli vera að koma fram með þetta í fjölmiðlum, í stað sínum eiginn flokki. Þar getur hann vænst árangurs ef einhver meining er í þessu hjá honum. Hitt er bara atkvæðaveiðar eða hugsanlega grunnr að stjórnarslitum með skipun frá honum æðri mönnum innan flokksins.

Svo ættir þú að kynna þér staðreyndir um forsögu og framgang einkavæðingar bankanna. Það voru vissulega fyrirvarar í samþykkt Alþingis um það mál. Til samanburðar var seinni einkavæðingin beinlýnis glæpsamleg og fjandsamleg landi og þjóð.

Þú verður að muna að aðild okkar að EES, aðild sem aldrei var borin undir þjóðina, gerðu stjórnvöldum beinlínis skylt að einkavæða bankana. Það sem á eftir kom var svo aftur sorglegt og siðlaust og þeirri stefnu hafa núverandi stjórnvöld haldið vel við.

Einn af aðalhöfundm hrunsins var sonur verslunarmannshér á landi. Sá sonur átti ekki upp á pallborðið hjá stjórnvöldum, en samt tókst honum að yfirtaka alla stæðstu fjölmiðla landsins, honum tókst að eignast einn banka og setja hann á hausinn, þann fyrsta sem féll og honum tókst að lama dómstólakefi landsins með aðgangi að peningum og fjölmiðlum.

Hvar kemur sá drengur inn í myndina hjá þér um fyrri einkavæðingu bankanna?

Ef menn vilja leita af ástæðu til að réttlæta gerðir þeirra sem rændu landið öllu fé sínu, stjórnendur og eigendur gömlu bankanna, vilja vera þeirra undirlægjur, liggur beinast við að skoða hvernig og hvers vegna við gengum í EES og hver var aðalhöfundur þess feigðarflans!!

Þar liggur sá grunnur er glæpamennirnir byggðu sína svikamillu á!!

Gunnar Heiðarsson, 12.4.2012 kl. 08:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband