Stóreygð með brotnar fjaðrir

Enn á ný opinberar Jóhanna Sigurðardóttir hversu langt frá raunveruleikanum hún er stödd. Í ræðu sinni á flokkstjórnarfundi Samfylkingar skreytir hún sig með brotnum fjöðrum.

Aðlögunarferli Íslands að ESB er henni efst í huga, sem fyrr. Upptaka evrunnar kemur þar næst og síðan önnur mál, eins og stjórnarskrárbreyting og fleiri minniháttarmál. Hvergi minnist hún á skuldavanda heimila og það litla sem hún kemur inn á atvinnuleysið, má skilja á þann hátt að hún ætli að leysa það með því að koma atvinnulausum á skólabekk.

ESB og sá skrípaleikur sem er í kringum það, er ekki vilji þjóðarinnar. Upptaka evrunnar er eins heimskuleg og hugsast getur. Endurskoðun stjórnarskrárinnar var gerð að einum alsherjar skopleik sem endaði með því að Hæstiréttur varð að taka í taumana. Afraksturinn er eftir því! 

Skuldavandi heimila og það mikla atvinnuleysi sem hér ríkir er efst í hugum landsmanna. Jóhanna kýs þó að skauta framhjá þeim málefnum, enda ekki rétt að tala um það sem leiðinlegt er á flokksráðsfundi. Það er halelújasamkoma og einungis talað um það sem gott þykir, eins og uppdiktaðar siðareglur sem engu skipta, hvorki fyrir flokkinn sem stefnir í gröfina, né kjósendur sem snúið hafa baki við flokknum!

Þá fann Jóhanna fleiri brotnar fjaðrir til að skreyta sig með, mældur hagvöxtur. Allir málsmetandi menn sem hafa tjáð sig um þennan meinta hagvöxt, hafa bennt á að þetta er gerfihagvöxtur, skapaður af aukinni neyslu sem engin innistæða er fyrir. Slíkur hagvöxtur endist ekki og líklegt að hann verði horfinn með öllu áður en þetta ár er liðið, með enn skelfilegri áhrifum en við höfum áður þekkt!

Sýn Jóhönnu á framtíðina er vægast sagt takmörkuð. Hún sér einungis von í ESB og evru. Annað virðist fara framhjá henna með öllu.

Evran er komin af fótum fram. Þó stjórnmálamenn ESB ríkjanna séu nú sáttir og telji að búið sé að bjarga evrunni, er það þó fjarri sanni. Grikkland, sem lengst er komið í forarpitt evrunnar, fær lán frá björgunarsjóð evrunnar. Til að fá það lán varð landið að fara bónleið til lánadrottna um að fella niður helming sinna skulda. Eftir stendur þó enn skuldugra Grikkland en áður, þar sem niðurfelling skulda er mun lægri en þetta nýja lán Grikkja. Var ekki vandi Grikkland of mikil skuldsetning?

Og Grikkland er einungis forsmekkurinn af því sem koma skal. Portúgal, Spánn, Ítalía, Írland og Belgía eru þegar komin í sömu spor og Grikkland var fyrir ári síðan. Frakkland er þar skammt undan. Ekki skal minnst á hin nýju ríki evrulands í austri. Þau njóta enn þeirra styrkja sem ný ríki fá við inngöngu, en skammt er að bíða að þeir styrkir verði afnumdir og að hagur þeirra verði jafnvel verri en hann var meðan þau voru leppríki USSR. Jafnvel Þýskaland, það ríki innan evrulands sem talið er sterkast, er ekki utan hættu.

Stóreygð með brotnar fjaðrir horfir Jóhanna með glýju í augum til þessarar skelfingar, þetta er hennar sýn á framtíðina. Hörmungar og skelfing ásamt hratt auknu atvinnuleysi. Það skelfilega atvinnuleysi sem er hér á landi nú, er hégómi við hlið þess atvinnuleysi sem flest ríki evrulands stríða við og eykst þar stórum í hverjum mánuði. Þetta er það sem Jóhanna vill!!

Það er ekki að undra þó fylgi flokksins hafi hrapað niður fyrir 20% í stjórnartíð Jóhönnu Sigurðardóttur.  Ekki er ólíklegt að það endi eins og fylgi Þjóðvaka 7,2%!

 


mbl.is Segir jafnaðarmenn geta sótt fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Raunar er stórmerkilegt að 20% þjóðarinnar skuli ekki en vera farin að skilja að Jóhanna er biluð og skilur ekki annað fólk. 

Vangefin forsætisráðherra er álíka heppilegur og simpansi við stýrið á stórri farþega þotu.  Brotlending er óhjákvæmileg.

En af því að hún er að jafna sig við Jafnaðarmenn á Skandinavíuskaganum og þá gamla herra okkar Dani, sem raunar hafa gert margt ágætt, þá er við það að athuga að Íslenskir jafnaðarmenn hafa aldrei hætt að vera kommúnistar. 

Jóhanna Sigurðardóttir er hreinræktaður öfga kommúnisti í samstarfi við Steingrím græna, arftaka Alþíðubandalagsins sem var upprækaðað af komúnistum.   

Hrólfur Þ Hraundal, 10.3.2012 kl. 16:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband