Ekki hefur evran reynst ESB betur

Össur er duglegur að tala niður krónuna okkar, eins og hann fá greitt fyrir það í evrum.

Það er rétt að hér varð bankahrun, en það er ekki endilega hægt að kenna krónunni um það hrun. Rætur þess eru liggja í allt aðra átt og víst að þetta hrun hefði orðið, sama hvaða mynt við hefðum haft.

Hitt er staðreynd, sem Össur forðast þó að nefna, að vegna krónunnar komumst við tiltölulega ósködduð út úr þessu hruni. Skellurinn hefði orðið mun verri ef við hefðum haft t.d. evru sem lögeyri, þegar bankaræningjarnir voru búnir að athafna sig í friði fyrir stjórnvöldum.

Sú staða sem við erum í núna hér á landi er ekki komin til vegna stjórnkænsku núverandi valdhafa, heldur vegna krónunnar. Vegna hennar er landið þó ekki verr statt en raunber vitni, þrátt fyrir óhæf stjórnvöld.

Það er háalvarlegt mál þegar valdhafar tala niður eiginn gjaldmiðil og nálgast landráð. Þó allir Íslendingar væru þeirrar skoðunar að skipta út krónu fyrir evru, munu líða nokkur ár áður en slík myntbreyting gæti átt sér stað. Þar til það er gerlegt og vilji þjóðarinnar liggur fyrir, ber ráðamönnum að standa vörð um gjaldmiðil þjóðarinnar. Ef þeir ekki treysta sér til þess, geta þeir ekki staðið vörð um hagsmuni þjóðarinnar á öðrum sviðum!

Össur hefur reyndar sýnt í orði og verki að honum er slétt sama um íslenska þjóð, eða Ísland yfirleitt. Hans markmið er eitt og aðeins eitt, að koma Íslandi í ESB, sama hvað það kostar og sama hvort landsmenn vilja eða ekki. Undangröftur hans undan krónunni er liður í þeirri baráttu hans.

Össur hljóp frá ábyrgð sinni í hruninu með því að segjast ekki hafa hundsvit á fjármálum. Það er vissulega satt, vit hans á peningum er ákaflega takmarkað, þó hann hafi verið svo "heppinn" að ná að selja sín bankabréf á réttum tíma fyrir hrun. Hann á virða þessa sjálfsgagrýni og ekki vera að munnhöggvast við þá sem eru menntaðir á þessu sviði.

Það hlýtur að vera meir mark takandi á Paul Krugman, nóbelshafa í hagfræði, en Össur Skarphéðinssyni, sem ekki hefur hundsvit á fjármálum, þegar un hagstjórn er rætt.

 


mbl.is Össur: Krugman og krónan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband