Litlir kallar

Hártoganir og útúrsnúningar eru nú notaðir í miklum mæli. Landssamtök lífeyrissjóða kemst að því að hægt er að minnka tapið sem sjóðirnir urðu fyrir með því einu að breyta viðmiðunartíma. Það er augljóst að slíkar reiknikúnstir þjóna litlum tilgangi, allt árið 2008 var stórlega mengað af hruninu og því eðlilegt af rannsóknarnefndinni að miða við allt það ár. Að miða við þá dagsetningu er bankarnir hrundu er eins vitlaust og að miða við nánast hvaða dag eftir það.

Forseti ASÍ skrifar langa bullgrein þar sem hann gagnrýnir að rannsóknarnefndin hafi einblýnt á tap sjóðanna, en minna horft til gróða þeirra. Rannsóknarnefndinni var falið að skoða tapið og hvers vegna það varð!

Ögmundur ver eigin hendur og segir að hann hefði viljað sjá meira fjárfest innanland en utan. Til allrar guðsmildi hætti hann sem stjórnarmaður 2007. Ef hann hefði orðið áfram og náð sínum vilja fram, hefði tap LSR orðið mun meira en það þó varð.

Rannsóknarnefndin var stofnuð af Landssamtökum lífeyrissjóða. Mesta gagnrýnin á störf hennar kemur þó frá þeim landssamtökum. Lítil gagnrýni hefur heyrst á að nefndin hafi kannski ekki unnið sína vinnu nægjanlega vel, farið nógu djúpt í hlutina. Engin gagnrýni hefur heyrst um að kannski séu störf nefndarinnar lituð af því hverjir keyptu vinnu hennar. Slík gagnrýni væri þó eðlilegri. Hugsanlega kemur gagnrýnin á störf nefndarinnar einkum frá þeim sem keyptu störf hennar. Þar á bæ vissu menn upp á sig sökina. Að minni gagnrýni skuli koma frá öðrum er kannski vegna þess að fólk er ekki farið að átta sig á hversu gífurlegar upphæðir er um að ræða.

Landssamtök lífeyrissjóða harma skerðingu á lífeyrisgreiðslum til félagsmanna sinna. Það ber þó ekki á neinni afsökun á því að stjórnir sjóðanna hafi gerst brotlegar, siðferðilega og að öllum líkindum einnig lagalega. Það ber heldur ekki á neinni afsökun á því að með störfum sínum hafa lífeyrissjóðir gert að engu þann sparnað sem launþegar hafa lagt til sjóðanna síðustu 12 - 15 ár!

Við eigendur sjóðanna, launþegar, hörmum að menn eins og Arnar Sigmundsson, Gylfi Arnbjörnsson og Vilhjálmur Egilsson skuli enn vera með sína skítugu fingur í sjóðunum. Þessir menn voru allir í lykilstöðum innan sjóðanna meðan sukkið stóð sem hæðst og þeir eru enn að. Það eru þessir menn sem bera ábyrgð og það eru þessir menn sem eiga að hætta afskiptum sínum innan sjóðanna! Þeir eru illa séðir af þeim sem sjóðina eiga og ef þeir ekki fara sjálfviljugir, mun þeim verða séð til þess að þeir hætti.

Við útkomu skýrslunnar hefði verið gott að sjá lykilmennin koma fram og biðjast lausnar. Það hefðu verið einu réttu viðbrögðin og gert þessa menn að meiri mönnum. Þess í stað þá sýna þeir þann aumingjaskap að reyna að réttlæta gjörðir sínar. Það er ekkert sem getur réttlætt slík svik!!

Þetta eru litlir menn!!

 

 


mbl.is Telja tapið vera 380 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gera lífeyrissjóðina upptæka og nota það sem er eftir af þeim til að greiða upp húsnæðisskuldir almennings.

Quinteiras (IP-tala skráð) 6.2.2012 kl. 16:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband