Kom ekki til greina
6.2.2012 | 10:50
Það kom ekki til greina að loka um stundarsakir Þjóðleikhúsinu, Listasafninu og Þjóðminjasafninu. Það kom ekki til greina að fresta um einhver ár að klára byggingu Hörpunnar. Það kom ekki annað til greina en að sóa hundruðum miljóna í gæluverkefni forsætisráðherra, stjórnlagaþing, sem svo varð að ólöglegu stjórnlagaráði. Það kom ekki annað til greina en að endurvekja Landsdóm, með tilheyrandi kostnaði, jafnvel þó einungis einn yrði svo dreginn fyrir þann dómstól, á pólitískum forsendum. Það kom ekki annað til greina en að sækja um aðild að ESB, þó það klyfi þjóðina í herðar niður og gerði stjórnarsamstarfið ómögulegt.
En það kom vel til greina að skerða fjárframlög til heilbrigðisþjónustunnar og skerða hana síðan aftur og aftur. Það kom vel til greina að svíkja elli og örorkuþega um þeirra lögbundnu greiðslur og skerða þær síðan aftur og aftur. Það kom vel til greina að standa í vegi þess að lánþegar fengju einhverja varanlega leiðréttingu vegna þeirrar stökkbreytingar sem lán urðu fyrir í kjölfar hrunsins og þegar dómstólar landsins dæmdu lánastofnanir sek um lögbrot, voru sett afturvirk lög svo þessi seku fyrirtæki kæmust hjá að taka á sig sökina og henni varpað á þá sem brotið var á!!
Forgangsröðun stjórnvalda er undarleg, svo ekki sé meira sagt. Það kemur ekki til greina að spara fjármagn á sviði menningar og lista, það kemur ekki til greina að spara við sig útgjöld þegar um gæluverkefni stjórnarherranna er að ræða.
Það þykir hins vegar sjálfsagt að skerða kjör þeirra sem minnst mega sín, það þykir sjálfsagt að skerða heilbrigðisþjónustuna niður fyrir öll velsæmismörk. Það þykir sjálfsagt og eðlilegt að standa við hlið bankastofnana, gegn lánþegum og það þykir eðlilegt að setja lög þeim til handa, eftir að þeir hafa verið dæmdir fyrir lögbrot, lög sem færa sökina af hinum dæmdu fyrirtækjum yfir á þá sem þau brutu á!
Það verður ljótur dómur sem þessi skaðræðisríkisstjórn mun fá í sögubókum framtíðar!!
AGS vildi loka Þjóðleikhúsinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég er algerlega sammála þér, Gunnar Heiðarsson
óli (IP-tala skráð) 6.2.2012 kl. 13:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.