Ljótur dómur á störf stjórna lífeyrissjóða

Úttektanefnd Landssamtaka lífeyrissjóða kemst að þeirri niðurstöðu að stjórnir lífeyrissjóðanna hafi ekki unnið sína vinnu sem skyldi. Niðurstaðan kemur ekki á óvart, nema fyrir það að úttektarnefndin er skipuð af þessum sömu stjórnum og er því enn meiri áfellisdómur.

Lífeyrissjóðakefið er löngu gengið sér til húðar. Það er kostað af launum launafólks en hefur verið notað í þágu atvinnurekenda að mestu. Nú er þetta kerfi orðið svo stórt og sterkt að það stjórnar í raun einnig stjórnvöldum landsins, eins og sést þegar lánamál almennings koma upp á borð. Þá eru það lífeyrissjóðirnir sem setja stopp á málin. Kostnaður þeirra við leiðréttingu lána félagsmanna sinna er þó einungis brot af þeirri upphæð sem glataðist vegna lélegrar og rangrar stjórnunar sjóðanna síðustu misseri fyrir hrun bankakerfisins.

Framkvæmdastjóri Landsambands lífeyrissjóða grét í sjónvarpi og harmaði að ekki skyldi vera gert meira úr tapinu vegna hruns bankanna. Hvaða leiðréttingu ætlaði hann að fá úr því? Áttu stjórnir sjóðanna ekki einnig að fara varlega þar?

Að tvær viðskiptablokkir skyldu vera búnar að svíkja út úr sjóðunum yfir 200 milljarða króna er meira en hægt ar að sitja þegjandi undir, bæði fyrir sjóðsfélaga og ekki síður stjórnir sjóðanna. Sjóðsfélaginn getur ekki sagt sig úr sjóðunnum, þó hann glaður vildi. Hann getur einungis fært sig milli þeirra, en þó takmarkað. En það breytir litlu, sjóðirnir eru allir á svipuði róli í sinni svikastarfsemi. Stjórnir sjóðanna geta hins vegar sagt afsér og gera það auðvittað ef einhver dugur og samviska finnst enn í þeirra svörtu sálum.

Það þarf vissulega að endurskoða lífeyrissjóðakerfið, frá grunni. Fyrir það fyrsta er um sjóði fyrir launþega að ræða og kostaðir af launum þeirra. Því eiga launþegar að kjósa í stjórnir sjóðanna. Stærð þeirra þarf að skoða, samþjöppun sjóðanna síðustu 15 - 20 ár hefur verið gríðarleg. Á að fara til baka til fyrra horfs og hafa marga litla sjóði, eða á kannski að stíga skrefið til fulls og sameina þá alla í einn? Er kannski rétt að leggja þá niður með öllu og færa þetta undir ofvaxið ríkisbáknið og gera iðgjöldin að skattstofn? Ekki spennandi.

Það eru margar spurningar sem vakna, en megin atriðið er að núverandi sjóðir eru eigna launafólks og það eitt á að hafa hönd um hvert skal stefna. Atvinnurekendur og stjórnvöld eiga ekki að koma að því borði nema í boði launþega.

Afskipti atvinnurekenda af sjóðunum er með öllu óþolandi, enda sannar skýrslan svo ekki verður um villst að með því hafa þeir sem sterkastir voru taldir í hópi atvinnurekenda, nýtt sjóðina til að halda uppi ónýtum falsfyrirtækjum sínum. Því er nauðsynlegt að rjúfa þau tengls hið fyrsta. Síðan er hægt að skoða framhaldið.

 


mbl.is Vill allsherjarendurskoðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gera það sem eftir er af lífeyrissjóðunum upptækt og nota það til að greiða niður íbúðaskuldir almennings. Taka síðan upp gegnumstreymiskerfi eins og er í siðuðum löndum.

Quinteiras (IP-tala skráð) 4.2.2012 kl. 09:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband