"Mannréttindi"
26.1.2012 | 21:44
Í tilefni af því að Jóhanna miskunnaði sig yfir Jóhann og tók hann undir sinn verndarvæng, var viðtal við hann á RUV í dag.
Eins og allir vita er Jóhann mjög hallur undir þá skoðun sem Jóhanna vinnur eftir og hefur verið ósýnkur á að hagræða fréttum henni í hag og andstæðingum hennar í óhag. Í þessu viðtali neitaði Jóhann þessu ekki, alls ekki, taldi þetta reyndar vera hið eðlilegasta mál. Til rökstuðnngs máli sínu bennti hann á að hann hefði sín mannréttindi og taldi það vera mannréttindi að hagræða sannleikanum í fréttaflutningi í takt við eigin skoðum. Frekar sjúkur hugsanaháttur!!
En hvað með mannréttindi okkar smælingjanna sem lesum svo þessar sýktu fréttir? Eigum við ekki rétt því að fréttamenn segji satt og rétt frá? Er það ekki okkar mannréttindi að geta treyst því sem fréttamenn mata okkur á? Eru mannréttindi kannski bara fyrir útvalda? Ekki var Jóhann spurður þessara spurninga í útvarpinu, enda fréttamenn þeirrar stofnunar á sömu skoðun og Jóhann og flytja sínar fréttir samkvæmt henni.
Jóhann telur sig sennilega njóta sérlega mikilla mannréttinda nú, kominn í hlýjuna hjá Jóhönnu!!
Nýr upplýsingafulltrúi stjórnarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.