Vandi evrunnar dýpkar enn

Lánshæfismat 9 af 17 rikjum evrunnar hefur nú verið lækkað. Þetta kemur í raun ekki á óvart, mun athyglisverðara er að þessi lækkun skuli ekki hafa komið fyrr.

Olli Rehn gagnrýnir að sjalfsögðu þessa aðgerð, undir með honum taka íslenskir aðildarsinnar. Olli telur að þær "afgerandi ráðstafanir" sem boðaðar hafi verið muni duga. Matsfyrirtækið og reyndar flestir fjárfestar eru ekki á sama máli.

Hvort álit matsfyrirtækja er einhvers virði má endalaust deila um. Það er ljóst að þau brugðust algjörlega fyrir hrun íslensku bankana, haustið 2008. Þegar þeir fóru í þrot voru þeir flestir með splunku nýja pappíra frá matsfyrirtækjunum, um að þeir stæðu vel, þeir voru með hæðstu matseinkunn! Það hefði því verið eðlilegt að þessi fyrirtæki hefðu tekið sig á og sýndu nú kannski meiri varfærni áður en þau gefa sinn gæðastimpil. Því miður viðast þau enn vera við sama heygarðshornið, banki þarf helst vera kominn í þrot áður en matið er lækkað. Því er eina gagnrýnin sem hægt er að hafa uppi gegn matsfyrirtækjunum, að þau séu ekki nægilega hörð í sínu mati.

Það er öllum ljós vandi evruríkja. Grikkland stefnir nú enn á ný hraðbyr í þrot. Engar af þeim aðgerðum, þeim til handa, hafa gengið upp. Í gær slitnaði svo upp úr viðræðum um 50% niðurfellingu lána þeirra. Því er ljóst að þeir munu sennilega ekki fá frekari fyrirgreiðslu frá AGS og Evrópska seðlabankanum. Þá hefur ekki tekist að uppfylla kröfur sem þeim voru settar, enda erfitt þegar stöðugt koma nýjar kröfur á þá frá ES, ASG og ESB.

Íalía stendur nú á krossgötum. ESB forsætisráðherra þeirra bíður það verkefni að fjármagna nokkur hundruð milljarða evra á næstu mánuðum. Það sér hvert mannsbarn að það mun ekki ganga áfallalaust. Vilji fjárfesta til kaupa Ítölsk verðbréf er minni en enginn og ES mun ekki hafa fjármagn til að halda verði þeirra uppi mikið lengur. Enn hafa þeir einungis verið að bjóða skuldabréf fyrir nokkra milljarða evra og vaxtaálag sem þeir hafa þurft að sætta sig við hefur verið á mörkum þess mögulega. Þegar verðbréf fyrir hundruði milljarða koma á markað er hætt við að vaxtálagið þurfi að hækka verulega til að losna við þau bréf.

Hljótt fer um Spán og Potúgal um þessar mundir, en þó eykst atvinnuleysi þar óðfluga og er nú nærri fjórðungur Spánverja án vinnu, að mestu er þetta ungt fólk, en í þeim hópi er annar hver án vinnu! Portúgalar hafa verið duglegir við að selja ríkisfyrirtæki sín, til að bjarga sér fram á næsta dag. Stutt er í að ekkert verður lengur til sölu nema landið sjálft. Kínverjar hafa verið duglegir við fjárfestingar þar og keyptu fyrir skömmu stæðsta raforkufyrirtæki landsins. Það má segja að Portúgal sé ekki lengur hluti ESB, heldur Kína. Svo duglegir hafa þeir verið að fjárfesta þar.

Írum hefur enn tekist að halda skattkerfi sínu lágu, þrátt fyrir mikinn skaða hausti 2008. Til þess hafa þeir þurft að segja upp fjölda fólks og lækka laun þeirra sem enn hafa vinnu. Með þessu hefur þeim tekist að halda fyrirtækjum í landinu og tekist að halda nokkurn veginn í horfinu vegna þeirra. En nú mun verða breyting þar á. Desember samþykkt 26 af 27 ríkjum ESB mun rústa þessu og Olli Rehn mun skipa Írum að hækka vexti.

Frakkland er komið á hættustig, einkum vegna þess að stæðsti hluti Grískra skulda liggur í Frönskum bönkum. Þar eru framundan forsetakosningar og ljóst að Sarkozy mun yfirgefa vígvöll evrunnar. Hver tekur við og hvernig hann mun verða í taumi hjá Merkel, er stóra spurningin.

Belgar stukku upp á nef sér þegar Olli Rehn sendi þeim bréf. Þeir vildu fá að vita hvaða maður þetta væri og hvaða vald hann hefur. Þeir ættu þó að vita þetta, sem ein af 26 viljugu þjóðum við Merkel!

Um miðjann desember samþykktu 26 af 27 ríkjum ESB sátt til lausnar vanda evrunnar. Þessi sátt var þó hvorki fugl né fiskur og í reynd vissu fáir hvað var verið að samþykkja, þar sem enn er verið að semja plaggið. Samt er Olli Rehn farinn að vinna samkvæmt þessari samþykkt. Það er kannski von að Belgar séu hissa. Þá er að koma í ljós að höfundar þessarar sáttar, Merkel og Sarkozy, eru enn á öndverðum meiði um veigamikil atriði sáttarinnar. Það leysist á vordögum, þegar Sarkozy yfirgefur vígvöllinn!

Fjármálaheimurinn, AGS og þeir þjóðhöfðingjar utan ESB, sem tjáð sig hafa um desembersáttina, hafa verið sammála um að þessi sátt muni ekki duga, að hún taki ekki á rauverulegum vanda evrunnar, sé yfirklór sem litlu muni skila.

Vaxtaálag margra ríkja evrunnar er allt of hátt, við eða yfir því sem tali er mögulegt. Reyndar svo hátt hjá sumum að ókjákvæmilegt er annað en að þau fari á hausinn. Þetta á eftir að breytast á næstu vikum og mánuðum. Vaxtaálag þessara ríkja á eftir að stór hækka, ekki vegna þess að matsfyrirtækin eru að lækka sitt mat, heldur vegna þeirrar gífurlegu fjárþarfa sem evruríkin standa frammi fyrir. Þau á að leysa með útgáfu skuldabréfa, en ljóst er að allt það magn mun þeyta vöxtum upp í hæðstu hæðir. Það er reyndar merkilegt þegar Merkel talar um að vandi evrunnar sé einkum skuldavandi, að lausnin skuli vera fólgin í meiri lántöku!

Þá hefur lýðræðið innan ESB beðið stórann skaða. Angela Merkel og Nikulas Sarkozy hafa tekið allar ákvarðanir, þó oft sé langt á milli hugmynda þeirra. Aðrir þjóðhöfðingjar hafa einungis verið kallaðir til þegar samþykkja hefur átt ákvarðanir Merkel og Sarkozy. Þetta er farið að fara verulega í taugarnar á mörgum þjóðhöfðingjanum, þeim þykir sem þeir séu afgangsstærð innan ESB. Þá ber æ meira á ólgu almennings innan ríkja ESB vegna þessa lýðræðishalla.

Hver mun verða forseti Frakklands nú í vor, er ekki gott að segja. Hvort sá aðili muni við hlið Merkel eða á móti, er heldur ekki vitað. Hvað gerist ef Merkel telur þá persónu ekki henta sem hækju, er heldur ekki vitað. Mun hún þá sjálf sjá um alla ákvarðanatöku og setur forseta Frakklands á bekk með öðrum þjóðarleiðtogum ESB? Mun Merkel velja sér einhvern annan þjóðhöfðingja, til að styðjast við?

Það er ljóst að vandi evrunnar er rétt að byrja og þær aðgerðir sem hingað til hefur verið gripið til einungis sorglegt yfirklór. Með hverjum degi sem líður eru minni líkur á að evran lifi, reyndar er sá tími í raun löngu liðinn. En það er enn hægt að bjarga ESB, ef vilji er fyrir hendi. Það er þó ekki að sjá að sá vilji sé til staðar, þar sem ýtrekað hefur verið haldið fram að við fall evrunnar falli ESB. Angela Merkel hefur verið dugleg að halda fram þessari fullyrðingu. Ef satt er, er ESB komið nokkuð langt frá upphaflegum markmiðum. Ef tilvera ESB byggir algjörlega á evrunni, er sambandið ekki lengur viðskiptasamband ríkja Evrópu. Þá er ESB orðið að peningasambandi Evrópu. Þetta vekur svo spurningu um hvaða hlutverki þau 10 ríki ESB sem ekki hafa evru, gegna. Hvort þau séu sammála þeirri fullyrðingu að ESB og evra séu eitt og hið sama?!

Stjórnvöld í Þýskalandi eru kokhraust og segjast muni endurheimta traust fjármálamarkaða, fyrir hönd evruríkja. Það merkilega er þó að það eru einmitt Þjóðverjar sem hafa hagnast undanfarin ár á evrunni, nánast eitt ríkja evrunnar, meðan hin hafa tapað. Nú vilja Þjóðverjar hins vegar ekki koma þeim ríkjum til hjálpar sem verst urðu úti vegna evrutilraunarinnar. Vilja ekki koma til hjálpar þeim ríkjum sem verst urðr úti svo Þýskaland gæti hagnast.

Það er nefnilega svo merkilegt að evrusvæðinu sem heild hefur í sjálfu sér ekki gengið illa undanfarinn áratug, einungis flestum löndum innan þess og það leystu þau með lántökum. Ójöfnuðurinn milli ríkjanna hefur aukist. Það var ekki fyrr en vandamálin fóru að koma í ljós og misvitrar ákvarðanir til lausnar þeirra, sem evrusvæðið í heild tók dýfu.

Og það er enn á niðurleið! Hraðri niðurleið!!

 


mbl.is Segjast munu endurheimta traust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Sæll Gunnar.

Góð grein hjá þér. Hvað ætli helstu talsmenn íslenska ESB/EVRU trúboðsins segi nú ?

Ætli þeir haldi ekki áfram í afneituninni og blekkingum gagnvart þjóð sinni.

Sennilega munu þeir því bara brosa allan hringinn og segja svo drýgindalega að þetta sé bara til merkis um að ESB og EVRAN sé stöðugt að styrkja sig og þessi ESB gulrót sé enn og aftur að verða enn girnilegri fyrir okkar þjóð.

Gunnlaugur I., 14.1.2012 kl. 12:14

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er spurning hvort Össur hafi ekki bara misst gulrótina sína í sykurdallinn og sé að éta sykurinn úr dallinum í von um að finna gulrótina aftur?

Gunnar Heiðarsson, 14.1.2012 kl. 12:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband