Ekkert helvítis lýðræði !!

Jón Baldvin hefur alla tíð verið stóryrtur, en ekki að sama skapi málefnalegur eða orðheldinn. Þetta þekkja þeir sem fylgdust með honum á "velmerktar árum" hans í pólitík og óþarfi að hafa fleiri orð um það.

Það er hins vegar hægt að hafa nokkur orð um þessi síðust stóryrði Jóns, þar sem hann gagnrýnir forsetann.

Jón gagnrýnir Stöð 2 fyrir að ritskoða ekki kosningu um mann ársins 2011. Að hans mati átti Stöð 2 ekki að opinbera þá kosningu, heldur koma með heimatilbúna niðurstöðu, svona eins og í Norður Kóreu, Rússlandi og nú einnig í ESB. Jón vill ekkert helvítis lýðræði! Jón vill að snillingar eins og hann hafi "vit" fyrir andskotans lýðnum, sem er alltaf hreint að skipta sér af!!

Þá segir Jón að forsetinn tali gegn utanríkisráðherra á erlendri grundu. Það má vel vera en hvor talar fyrir þjóðina? Vandi forsetans er einkum sá að hann getur einungis talað þegar utanríkisráðherra getur aðhafst. Betur væri ef þetta væri öfugt!

Vissulega hefur forsetinn stundum talað gegn stjórnvöldum, en þó ekki gegn stefnu stjórnvalda nema á einu sviði, ESB aðlögunarferlinu. Þar talar forsetinn vissulega máli meirihluta þjóðarinnar. Að öðru leiti hefur málflutningur Ólafs rúmast innan þeirrar stjórnarstefnu sem ríkisstjórnin kynnti þjóðinni á upphafsdegi sínum, en hefur því miður verið duglegust við að ganga gegn!

Þegar Íslandi lá mikið á að koma sínum sjónarmiðum fram í erlendum fjölmiðlum, vegna mjög rangrar myndar sem þeir höfðu dregið upp af Íslandi, tók forsetinn af skarið og mætti í fjölda viðtala. Honum tókst að snúa þessari röngu mynd við. Ekki gerðu stjórnvöld hina minnst tilraun til þess og ekki heldur fyrrverandi utanríkisráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson. Þvert á móti virtist sem þessu fólki líkaði bara ágætlega að þjóðin í heild væri stimpluð sem ræningjar og hriðjuverkafólk í erlendum fjölmiðlum!

Jón vill leggja niður embætti forseta, enda rúmast það vel innan hans hugsanaháttar um lýðræði og hina heimsku kjósendur sem landið byggja. Þá er um leið búið að þurka út einn varnaglann enn um lýðræðið og þingmenn geta þá farið að haga sér sem raunveruleg svín, æðstu svín! Það er skelfileg tilhugsun ef þetta vald hefði ekki verið til staðar um áramótin 2009 og 2010. Þá væri staða landsins í dag skelfileg, svo vægt sé til orða tekið.

Þá telur Jón það vera mesta áhyggjuefni foretans ef útrásarræður hans yrðu lesnar upp. Menn kasta steinum í glerhúsi, ekki er annað hægt að segja. Kannski er mynni Jón svona stutt, en þeir sem muna hvernig andrúmsloftið og tíðarandinn var hér á landi á árunum fyrir hrun, muna væntanlega að fáir gagnrýndu þessa útrásargutta. Ekki Alþingi, ekki fjölmiðlar og alls ekki Jón Baldvin, því skyldi forsetinn þá hafa átt að gera slíkt. Forsetinn vann á sama hátt og þingmenn og fjölmiðlar, vann á þann hátt sem Jón Baldvin vill að hann vinni nú! Tíðarandinn var útrásarguttunum í hag og þeir sem voguðu sér að gagnrýna "snilli" þeirra voru samstundis afhausaðir í fjölmiðlum, enda þeir í eigu og stjórnað af þessum útrásarguttum. 

Flokkur Jóns Baldvins, Samfylkingin var og er kannski enn í eigu eins af þessum útrásarguttum. Því ætti Jón að tala sem minnst um hvernig menn höguðu sér hér fyrir hrun, hann er manna síst saklaus á því sviði.

Það voru ófáar myndirnar sem fjölmiðlar sýndu af forsetanum við hin ýmsu tækifæri erlendis, þegar útrásarguttarnir voru að opna sín fyrirtæki þar. Enginn gagnrýndi þetta þá, þó menn séu tilbúnir að dæma hart nú. En hver var oftar en ekki við hlið forsetans, eða stóð honum að baki, á þessum myndum? Það skyldi þó ekki hafa verið Jón Baldvin?  Sem sendiherra var hann oftar en ekki með forsetanum við þessi störf og sem sendiherra var Jón Baldvin á framferði þjóðarinnar, eins og reyndar mestann sinn starfsaldur!

Það má vissulega segja að forsetinn hafi gerst of meðvirkur fyrir hrun, eins og reyndar öll stjórnsýslan, menntakerfið og fjölmiðlaveldið. Menntakerfið hefur ekkert breyst, stjórnsýslan er við sama heygarðshornið, fjölmiðlarnir hafa fundið sér nýja húsbændur og eru þeim trúir, en forsetinn hefur einn sýnt í verki að hann tók mark á þeirri skelfingu sem hér dundi yfir haustið 2011. Hann hefur sýnt í verki að hann lærði af þeirri skelfingu og því er hann ekki lengur meðvirkur þeirri helstefnu sem enn ríkir í landinu, þrátt fyrir hrun bankanna! 

Forsetinn sýnir í verki að hann ber hag þjóðarinnar fyrir brjósti, það verður ekki sagt um þingheim, menntaelítuna, fjölmiðla og allra síst núverandi ríkisstjórn. Jón Baldvin hefur heldur ekkert lært af hruni bankanna, enda telur hann sig vera utan þess að þurfa að læra,"snillingar" vita allt!

Því miður eru litlar líkur á að Ólafur Ragnar bjóði sig aftur fram til forseta. Það er uggvænlegt til þess að hugsa ef einhver vilhallur núverandi stjórnvöldum kemst til valda á Bessastöðum.

"Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur." Það er vonandi að þjóðin þurfi ekki að minna sig á þennan málshátt, eftir að nýr forseti tekur við völdum!

 

 


mbl.is Forsetinn heldur áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er nú svo að í grein Jóns Baldvins er á hnitmiðaðan, skýrann og raunsannan hátt varpað ljósi á spillingu og vensl stjórnmála og viðskiptalífs frá stofnun lýðveldis. Og það er sú staðrennd sem forkolfar stjórnmála reyna að skauta framhjá og afneita.

Birgir Hauksson (IP-tala skráð) 7.1.2012 kl. 12:27

2 identicon

Algjör snilldargrein hjá þér Gunnar. Ef það verður góður fjöldi sem skorar á Ólaf  að halda áfram skulum við vona að hann taki þeirri áskorun og sitji áfram. Ég get ekki séð neinn hæfari  í þetta embætti eins og staðan er í dag.

Kveðja

Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 7.1.2012 kl. 13:00

3 identicon

Flottur pistill Gunnar, algjörlega sammála Sigurði. Held að Jón Baldvin ætti að halda munninum á sér lokuðum þegar hann er ekki að borða.

Björn (IP-tala skráð) 7.1.2012 kl. 16:14

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Takk.

Sigurður Haraldsson, 8.1.2012 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband