Er Gylfi Arnbjörnsson að setjast í helgann stein ?

Allir sem hafa fylgst með ferli Gylfa innan ASÍ, fyrst sem hagfræðingur þess og síðan forseti, hafa ekki komist hjá því að sjá að þetta starf valdi hann sem stökkpall inn í íslenska pólitík. Hann gerði misheppnaða tilraun vorið 2007 til að komast að í sínum flokki, en mistókst.

Frá því núverandi ríkisstjórn tók við völdum hefur Gylfi verið dyggur stuðningsmaður hennar og auðveldað stjórninni að ná auknu fé af landsmönnum. Hann var náinn samstarfsmaður Jóhönnu í hrunstjórninni og eitt af hans mestu verkum þá var að koma í veg fyrir að verðtryggingin yrði afnumin. Þá hefur Gylfi verið duglegur að mæra ESB, gagnstætt því sem kollegar hans innan þess gera!

En nú er eins og Gylfi hafi áttað sig á að hann mun aldrei ná neinum hæðum í pólitík. Því þykist hann nú allt í einu vera farinn að bera hag launþega fyrir brjósti, þeirra sem skaffa honum ofurlaunin!

En það er of seint fyrir Gylfa, hann sneri baki við launþegum strax eftir að hann tók við starfi forseta ASÍ og enginn launþegi sem treystir honum.

Því er spurning hvort Gylfi ætli sér að setjast í helgann stein fljólega. Hann hefur brennt allar brýr að baki sér gagnvart launþegum og nú fer hann um með eldi að þeim brúm sem hann hefur farið yfir á pólitísku brölti sínu.

Ekki mun nokkur launþegi sjá á eftir Gylfa úr stól forseta ASÍ og varla margir samfylkingarmenn sem munu sakna hans úr pólitík!!

 


mbl.is 21.000 af vinnumarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband