Peningakreppa / lánakreppa / skuldakreppa

Það vilja margir, sérstaklega stjórnmálamenn evrulanda og embættismenn ESB, halda því fram að vandi evrunnar sé af völdum skuldakreppu, að vandinn sé vegna of mikilla skulda margra evruríkja.

Skuldakreppa er þó varla til, þar sem orðið kreppa er notað yfir skort á einhverju en ekki offramboð. Því ætti þetta fólk frekar að tala um peningakreppu, en það má auðvitað ekki.

Hitt er annað mál, að lánakreppa er þegar farin að hrjá þessi ríki, þau eiga erfitt með að fjármagna sig. Samkvæmt ummælum Mario Draghi, bankastjóra Seðlabanka Evrópu, munu meir en 730 milljarðar evra falla á gjalddag á fyrstu mánuðum komandi árs, innan ríkja evrunnar. 730 milljarðar eru margfalllt meiri fjárhæð en SE ræður við að lána og þar sem flestir bankar Evrópu eru þegar í fjárskorti og þeir örfáu ríkissjóðir evruríkja sem ekki berjast í bökkum, ekki aflögufærir fyrir slíkri upphæð. Þar sem bankar og ríkissjóðir landa utan evrusvæðisins eru farin að forðast það eins og heitann eld, er ljóst að hið óhjákvæmilegamun ske, bankar munu falla og ríkissjóðir á eftir.

Það er því peningakreppa á evrusvæðinu, lánakreppan er að stór aukast, en skuldakreppan er ekki til staðar, það er offramboð á skuldum!

En vandi evrunnar er dýpri en þetta, sá vandi liggur fyrst og fremst í því að mörg mismunandi hagkerfi eru með sameiginlegann gjaldmiðil, það getur aldrei gengið upp. Málið er ekkert flóknara en það, sama hvað menn reyna að kasta ryki í augu fólks.

Peningakreppan, lánakreppan og offramboð skulda, eru afleiðingar evrunnar!

 

 


mbl.is Spánverjar herða sultarólina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En draumurinn um stöðuga mynt og draumaland kratanna lifir enn? Ég meina góða fólkið í Esb kemur með ódýran mat,  ódýr lán og losar okkur við verðtrygginguna og spillinguna þegar þetta jafnar sig? Er það ekki?

GB (IP-tala skráð) 20.12.2011 kl. 08:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband