Það á að boða til kosninga strax !

Ríkisstjórnin fékk falleinkunn þegar þjóðin hafnaði icesave II og Alþingi fékk falleinkun þegar þjóðin hafnaði icesave III. Því geta þessir aðilar ekki flutt vörn fyrir landið gegn ESA.

Það verður að byrja á því að óska eftir frestun til að skila andsvari, rjúfa þing og boða til kosninga. Það nýja þing á síðan að annast málsvörnina.

Hvort heldur Össur, Árni Páll eða nokkur annar ráðherra er vanhæfur í málinu. Málflutningur þeirra gagnvart öllum þrem icesave samningunum byggðist á ákvæmlega sama grunni og ESA mun nota fyrir dómstólnum. Það mun því hljóma hjákátlega þegar þeir ætla að fara að verja málstað andstæðinga sinna, þjóðarinnar.

Jafnvel Bjarni Benediktsson, formaður stæðsta stjórnarandstöðuflokksins, er vanhæfur. Hann gekk til liðs við vinstri afturhaldsöflin í icesave III.

Þjóðin hefur tvisvar fellt sinn dóm í málinu. Þeir dómar voru í andstöðu við málflutning stjórnvalda og stæðsta stjórnarandstöðuflokksins.  Þeir dómar voru í andstöðu við nærri tvo þriðju hluta Alþingis.

Því er það þing sem nú situr vanhæft með öllu. Því verður að rjúfa þing og boða til kosninga!!

Það er sama hversu fallega Össur syngur, það verður alltaf falskt. 

Starrinn getur sungið vel, en hann ber einnig með sér lús!!

 


mbl.is Birta stefnu gegn Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Björg Hjartardóttir

Takk kærlega Gunnar. Það er ekki að búast við að stjórnarandstaðan í framkvæmd taki hagsmuni þjóðarinnar fram yfir stólanna sem þau sitja á - með einhverjum undantekningum þó vil ég trúa. Stjórnarandstaðan þarf á stuðningi og hvatningu þjóðarinnar að halda.

Þjóðin sjálf verður að krefjist þingrofs og kosninga. Stærstu málefnin hafa unnist vegna framkvæmda fólksins með undirsskriftaráskorunum. Bjartasta og eina von þjóðarinnar er því enn og aftur þjóðin sjálf. þegar við skiljum og framkvæmum í samræmi við það fer okkur að ganga allt í haginn.

Anna Björg Hjartardóttir, 21.12.2011 kl. 09:34

2 Smámynd: Pétur Sveinsson

Mjög vel orðað og alveg rétt hjá þér Gunnar:)

Pétur Sveinsson, 21.12.2011 kl. 11:03

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Rétt hjá þér Gunnar, kosningar er það sem vantar.  En stjórnar andstaðan er bara hálf í roðinu svo það þíðir ekkert að stóla á hanna.  Við, eða réttara sagt þau sem kunna verða að gera þetta og nota skriðþunga okkar hinna og vonast eftir aðstoð forsetans.

   

     

Hrólfur Þ Hraundal, 21.12.2011 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband