Ríkisstjórni fallin !

Í raun og veru er ríkisstjórnin fallin, samkvæmt orðum forsætisráðherra.

Í fyrsta lagi lýsti hún fordæmalausu vantrausti á einn ráðherra sinn og getur því ekki annað en vísað honum úr stóli ráðherra. Þar með er meirihluti stjórnarinnar fallin.

Í öðru lagi sagði forsætisráðherra að ríkisstjórnin hefði aðeins níu líf. Þeim hefur hún nú eytt öllum og rúmlega það.

Bara nú í vikunni hafa þrjú þeirra fallið og það fjórða mun falla á morgun. Kolefnisskattur á stóriðjuna, höfnun á sölu Grímstaða á Fjöllum og fiskveiðifrumvarpið eru þau þrjú líf sem féllu í þessari viku. Á morgun munu verða lögð fram á Alþingi tvö mál frá sitthvorum stjórnarflokknum. Annar leggur til opnun fyrir kaup útlendinga á íslensku landi en hinn að algert bann verði við slíkum kaupum. Þar fer fjórða líf ríkisstjórnarinnar.

Þá eru ótalinn öll þau líf sem stjórnin hefur tapað vegna ósættis milli stjórnarflokkanna og einstakra þingmanna á þeim tveimur og hálfa ári sem hún hefur verið við völd.

Í raun lýsti forsætisráðherra einnig yfir eigin getuleysi í fréttum kvöldsins, getuleysi til að stjórna ráðherrum ríkisstjórnarinnar. Þetta getuleysi hennar er þrátt fyrir breytingu á lögum um stjórnarráðið til að létta henni þetta verk. Það dugir henni ekki!

Eina von Jóhönnu nú er að þeir þingmenn sem eru utan flokka á þingi og eða þingmenn Hreifingarinnar veiti stjórninni stuðning við vantrausttillögu, en sú tillaga hlýtur að verða lögð fyrir Alþingi eftir helgi.

Ef einhver þeirra mun gera það segir það að sá hinn sami telji sig ekki eiga afturhvæmt á þing eftir næstu kosningar og vilji því verja stjórnina falli til að fá að sytja örlítið lengur á Alþingi.


mbl.is Alltaf má fá annað föruneyti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband