Hver verður forsætisráðherra Íslands ?

Það er ljóst að ríki ESB verða að fara varlega í vali á þjóðarleiðtogum. Ef embættismannaklíkunni líkar ekki valið er einfaldlega skipt út og valdir menn settir í staðinn.

Á Grikklandi hafa nú farið fram skipti á forsætisráðherrum, út fór þjóðkjörinn þingmaður og í stað hans settur fyrrverandi varaforseti Evrópska Seðlabankans, maður sem ekki er kjörinn á þing Grikklands en er aftur harður stuðningsmaður ESB elítunnar.

Á Ítlíu hefur Berlusconi verið bolað frá völdum og reiknað með að við stól hans taki Marío Monti. Berlusconi er þjóðkjörinn á Ítalska þingið, en Monti fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá ESB, utan þings Ítalíu.

Ef Samfylkingunni tekst að kúga íslensku þjóðina til aðildar í ESB, vaknar upp sú spurning hvern ESB elítan mun velja sem forsætisráðherra hér. Fyrirséð er að ekki mun það verða Jóhanna, þó hún sé þeim fylgispök og litlar líkur eru á að þeir velji Össur, sjálfsagt búnir að fá sig fullsadda af honum.

En hverjir koma þá til greina?

Eiríkur Bergmann? Vissulega góður kostur fyrir ESB, að sama skapi slæmur fyrir Íslendinga.

Þórólfur Matthíasson? Varla.

Baldur Þórhallson? Neeei.

Eitt er þó víst að kjósendur hér fá litlu um það ráðið hverjir veljast í æðstu stöður, ef að aðild verður. Samþykki ESB verður að liggja að baki, þó ekki muni það verða með formlegum hætti. Ef Íslendingar kjósa einhvern sem er andsnúinn ESB og hugsanlegur til að standa uppi í hárinu á elítunni, mun umsvifalaust verða háð hart stríð gegn þeim einstaklingi á alþjóðavettvangi og séð svo um að hann verði að hrökklast frá svo hægt verði að koma sérvöldum ESB manni að.

Þetta er hið margrómaða ESB lýðræði. Það sannast nú á Grikklandi og Ítalíu. Það verður fróðlegt að sjá hverjar niðurstöður kosninga á Spáni verða, hvort þar verði kosinn maður að skapi ESB elítunnar og hver viðbrögð hennar verða ef það gengur ekki eftir.

Cameron er byrjaður að láta efasemdir sínar í ljósi opinberlega og gagnrýnir Angelu Merkel hart. Væntanlega mun fljótlega sjást í fjölmiðlim harðar árásir á hann og reynt að bola honum frá. Hann fékk þó nokkra punkta frá ESB elítunni þegar honum tókst með hótunum að koma í veg fyrir að kosið yrði í Bretlandi um famtíð tengsla þess við ESB.


mbl.is Afsögn Berlusconis fagnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Gunnar.

Þetta eru svo sannarlega hrollvekjandi áhugaverðar pælingar hjá þér.

Ég er sammála þér það yrðu einhverjir af þesssum þremur sem Ráðstjórnin í Brussel myndi troða upp á okkur sem ESB handstýrðan forsætisráðherra. En þú gleymdir að minnast á það hverjir yrðu ráðnir sem helst aðstoðarmenn hjá hinum nýja ESB forsætisráðherra Íslands.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 13.11.2011 kl. 15:22

2 identicon

Fyrirgefðu ég gleymdi að segja þér hverja ég teldi helst koma til greina sem helstu aðstoðarmenn hinns nýja ESB- forsætisráðherra Íslands.

Það yrðu auðvitað hinir endemis frægu ESB- aftaníossar þeir: Jón Frímann Jónsson og Steini Briem !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 13.11.2011 kl. 15:33

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

MaggiB? ;)

Guðmundur Ásgeirsson, 13.11.2011 kl. 15:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband