Grunnlaun eiga að ráða, alltaf
12.11.2011 | 11:42
Þegar rætt er um tekjur fólks er hægt að tala um heildarlaun, en þegar verið er að semja um þessi laun skal fyrst og fremst horft til grunnlauna.
Ástæðan er einföld, laun launþegans ráðast af grunnlaunum og öðrum greiðslum. Undir aðrar greiðslur fellur allt sem launþeginn fær greitt fyrir utan þess sem eðlilegt getur talist, s.s. yfirvinnu, vaktaálag, fjarveruuppbót, bónusar og ýmislegt fleira í þeim dúr. Að baki þessu liggur eitthvað sem launþeginn leggur til, s.s. vinna umfram umsaminn vinnutíma, vinna utan eðlilegs dagvinnutíma, vinna fjarri heimili um lengri tíma, aukið vinnuálag sem skilar meiri afköstum en ella og fleira.
Ef hins vegar utan grunnlauna eru einhverjar greiðslur sem greiddar eru án aukins framlags launþegans, greiðslur til þess eins að hækka heildarlaun hans, eiga þær greiðslur skilyrðislaust að falla undir grunnlaunin. Með því að halda þeim utan grunnlauna er verið að verðfella yfirvinnu, vaktavinnu og yfirleitt allt sem reiknast sem álag á grunnlaun.
Nú þekki ég ekki hvenig laun undirmanna á skipum Hafró eru samansett, en þykir ótrúlegt að stór hluti þeirra sé greiðsla án þess að eitthvað komi á móti. Líklegra er að sá stóri munur sem er á grunnlaunum og heildarlaunum liggi í einhverju sem þessir menn láta af hendi, t.d. mikilli yfirvinnu, vaktavinnu, og fleiru í þeim dúr.
Í öllu falli er ljóst að grunlaun upp á 157.000 kr. eru langt frá því ásættanleg.
Hitt er svo einnig spurning hvar þessir menn standa í samanburði við aðra sjómann á svipuðum skipum, hvað eru þeir að fá í laun? Eru árstekjur þeirra á milli 5 og 6 miljónir króna?
Grunnlaun 157 þúsund, en hálf milljón í heildina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.