Að nýta sér neyð annara

Það er sama á hvaða erlenda netverslun maður skoðar, hvergi er að sjá neinar hækkanir á hörðum diskum, sumstaðar hafa þeir lækkað.

Hér á Íslandi hefur verð á tölvum og tölvuíhlutum ætið verið mun hærra en erlendis. Verslanir hafa gjarnan borið við tollum, sköttum og flutningskostnaði, en þegar betur er að gáð er munurinn margfallt meiri en sem þeim liðum nemur.

Þetta hefur orðið til þess að fleiri og fleiri kaupa sér slík tæki erlendis, fá sent í pósti og greiða öll lögbundin gjöld. Hagnaður þess sem fer þá leið getur orðið talsverður.

Fyrir fáeinum árum var munur þessi orðinn svo mikill að sala nánast féll niður hérlendis á sumum vörum og þá tóku verslanir sig á og lækkuðu álagninguna. Í sumum tilfellum var jafnvel hægt að tala um eðlilega álagningu.

En nú virðast þessar verslanir vilja meira og til þess nota þær neyð þeirra sem búa í Tailandi. Þeir halda því fram að verð harðra diska þurfi að margfaldast.

Það væri gaman að fá svar Gunnars Jónssonar við nokkrum spurningum:

1. Hvers vegna eru erlendar netverslanir ekki farnar að hækka verð á þessari vöru?

2. Eru einungis framleiddir harðir diskar í Tailandi?

3. Hvers vegna hækka ekki aðrir íhlutir í tölvur og jafnvel sjálfar tölvurnar einnig, þar sem stæðsta framleiðsluland þeirra er Tailand?

4. Er Gunnar Jónsson ekkert hræddur við að sala þessara hluta færist að mestu aftur úr landi, þegar einhliða hækkun fer fram hér á landi?

5. Hvernig stendur á því að allt að helmingsverðmunur er á vöru sem keypt er erlendis í smásölu, send heim með pósti og greidd öll lögbundin gjöld af, miðað við sömu vöru hér heima sem væntanlega er keypt í heildsölu og miklu magni erlendis?

6. Hefur Gunnar Jónsson ekki heyrt að auðvelt og löglegt er að versla í erlendum netverslunum og losna þannig við milliliðinn hér heima?

7. Heldur Gunnar Jónsson að Íslenskir neytendur séu hálfvitar?


mbl.is Tvöföld til þreföld hækkun á þremur vikum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svar við spurningu númer 7 er JÁ.

Stebbi (IP-tala skráð) 10.11.2011 kl. 17:42

2 identicon

Hvaða erlendu vefsíður ert þú að skoða sem ekki hafa hækkað verðin sín á hörðum diskum?

Þessi frásögn þín virkar nánast sem einhverskonar árás.

Óli (IP-tala skráð) 10.11.2011 kl. 18:08

3 identicon

Ég skal svara þessum spurningum þínum þó að reyndar séu sum svörin að finna í fréttinni sem þú last(ekki?).

1.Þær eru löngu búnar að því. Skoðaðu t.d. Newegg.com Amazon.co.uk Amazon.com og Komplett.dk

2.60% eru framleiddir þar samkvæmt fréttinni. Það er nóg til að framboð hríðfellur sem veldur tilheyrandi hækkun á verðum.(lögmálið um framboð og eftirspurn, google it).

3.Tölvur eru farna að gera það núþegar, en það tekur yfirleitt aðeins lengri tíma þvi framleiðendur á tölvum áttu einhvern smá lager af diskum fyrir sem er sennilega búinn núna. bíddu bara í nokkrar vikur.

4.Afhverju ætti hann að vera meira hræddur við það núna en áður? Ísland er opið fyrir frjáls viðskipti og hefur verið það í mörg ár. Aðilar hérna á landi hafa gegnum árin auðvitað gert sér grein fyrir því. Það er ekkert öðruvísi núna.

5. Sýndu okkur útreikningana þína, þá fyrst má ræða um þessa spurningu.

6. Sjá svar við spurningu 4.

7. Ekki svaravert.

Að lokum, það er ekki nóg að kalla sig nöldrara og frussa svo útúr sér allskonar rangfærslum sem enginn rökstuðningur er á bakvið. Það nennir enginn að hlusta á það og dregur algjörlega úr trúverðugleika þínum.

Bíð spenntur eftir svari!

Óli (IP-tala skráð) 10.11.2011 kl. 19:00

4 identicon

Hér er frétt á CNet sem segir að harðir diskar hafi hækkað um allt að 180% og það er í útlöndum.

HAG (IP-tala skráð) 10.11.2011 kl. 19:52

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Óli, þær verslanir sem ég fylgist með eru einkum Bestbuy, Compusa, og fleiri. Hef ekki orðið var við neina hækkun þar og alls ekki þeföldun á verði.

Það getur verið rétt að 60% harðra diska séu framleiddir í Thailandi, en þar er ýmislegt fleira framleitt í tölvur, reyndar flestir íhlutir. Þá er samsetningaiðnaður á tölvum stór í Thílandi. Hvers vegna boðar Gunnar Jónsson einungis hækkun á hörðum diskum? Hvað með móðurborð, örgjafa, skjákort og reyndar flest í sambandi við tölvur?

Að það sé lengri tími á að tölvur hækki vegna þess að framleiðendur hafi átt einhvern lager af hörðum diskum er út í hött. Flestir framleiðendur eru með stórar samsetningverksmiður í suð austur Asíu, einkum í Thailand. Því ætti verð þeirra að fylgja verði á hörðum diskum.

Íslenskar verslanir geta vissulega óttast að verslunin fari úr landi, ef þær eru ekki samstíga í verði við þær erlendu. Það er enginn sem setur fyrir sig eðlilega álagningu, en þegar hún verður óeðlilega mikil leitar fólk annað. Það er lögmál markaðarins. Þessu lögmáli voru Íslenskar verslanir búnar að svara að hluta, væntanlega til að ná versluninni inn aftur. Því er sárt ef þær ætla að verða á undan í hækkunum.

Ástandið í Thailandi getur vissulega leitt til hækkunar á verði tölva og tölvubúnaðar, en að halda því fram að sú hækkun einskorðist við harða diska er bull.

Og ég las fréttina, oftar en einu sinni.

 Verð á 1TB Internal disk frá Segata:

Tölvulistinn:  29.990 kr.

BestBuy:  $ 69,99 eða nálægt 8.000 kr.

Dálítið slándi munur!!

Gunnar Heiðarsson, 11.11.2011 kl. 01:22

6 identicon

Þetta verð á bestbuy sem þú nefnir stenst ekki!

Þessi vara er ekki til á þessu verði. Þetta er elsta trikkið í bókunum til að þykjast vera ódýr, en svo eiga menn ekki vöruna til að selja.

"Not Available for Shipping" stendur við þessa vöru.

Ekki láta plata þig.

Óli (IP-tala skráð) 11.11.2011 kl. 09:59

7 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Sæll Gunnar.

Það hafa verið hækkanir erlendis líka, þótt þær hafi komið hægar hjá stærri endursöluaðilum eins og t.d. Newegg þar sem þeir liggja með stærri lager en íslenskir aðiliar.  Ef við tökum einn algengan disk sem er ennþá í framleiðslu og seldur hér á landi ST1500DL003 þá er verðið á honum komið upp í $170 á Newegg (tæpar 20.000kr), og samkvæmt pricegrabber er verðið frá $110 (tæpar 13.000kr eins og þeir voru dýrastir hér fyrir um mánuði) og upp í $276! (32.000kr - sjitt!!!).

Hérna heima eru þessir diskar að seljast á 21.900kr - 23.900kr [1][2][3]

Tölvuíhlutir eru flestir mjög samkeppnishæfir á Íslandi nema stórir og þungir hlutir sem eru dýrir í flutningi eins og t.d. turnkassar.  Svo er gott að hafa í huga ef maður er að bera saman verð að horfa frekar til Evrópu sem er með sömu lög og við um neytendaábyrgð frekar en N-Ameríku, þar sem lengri ábyrgð hefur áhrif á verð.

Axel Þór Kolbeinsson, 11.11.2011 kl. 12:13

8 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Eitt í viðbót.  Ég held að þú sért að rugla saman Tælandi og Tævan.  Það er lítið framleitt af tölvuíhlutum í Tælandi annað en diskar, en aftur á móti mikið í Tævan og á meginlandi Kína.

Axel Þór Kolbeinsson, 11.11.2011 kl. 12:15

9 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Axel, ég er ekki að rugla saman Tailandi og Tævan, eins og kemur fram hjá mér áður, sagði ég að þessir hlutir væri framleiddir og settir saman í suð austur Asíu, einkum Taílandi.

Ég sagði líka að hugsanlega gæti ástandið í Taiandi hækað verð á tölvuvörum, en að sorglegt væri ef íslenkar verslanir ætluðu að vera leiðandi á því sviði og jafnvel nýta sér neyð fólksins þar til að græða örlítið meira.

Það er hægt að finna verð sem eru enn lág erlendis, þó vissulega einhverjir séu farnir að hækka eitthvað. Sá diskur sem þú tekur til viðmiðunar finnst ekki hjá Tölvulistanum, en það var grein eftir sölustjóra þess fyrirtækis sem ég var að bloga um.

WD RE4 1TB SATA3 7200RPM 32MB

Tölvulistinn: 41.990 kr

BestBuy: $201,99  ca.23.200 kr.

WD Black 2TB 3.5 SATA3 7200RPM 64MB

Tölvulistinn: 49.990 kr.

BestBuy: $299,99  ca. 35.000 kr.

Það er hægt að bera verðin endalaust saman, alltaf eru verðin hér heima hærri, þ.e. ef leitað er í ódýrustu verslunum erlendis. Þarna er um sömu vöru að ræða og verðmunurinn slándi. Við þennan verðmun bætist svo að í báðum tilfelum er um smásöluverð að ræða og varla er Tölvulistinn að kaupa sínar vörur á smásöluverði erlendis.

Gunnar Heiðarsson, 12.11.2011 kl. 10:53

10 identicon

Á Íslandi reiknast 25,5% virðisaukaskattur á vörur sem þú ert alveg að gleyma í útreikningum þínum.

Þar að auki bætist við flutningur á vörunni til Íslands sem einnig ber að greiða vsk af.

Til viðbótar eru verslanir erlendis með stærri markað og geta því leyft sér minni álagningu ofaná sín heildsöluverð(<10%~) sem þýðir að smásöluverðin sem þú skoðar eru sennilega ekki langt frá heildsöluverðum íslenskra aðila þegar allur kostnaður er talinn með.

Þú ert því enn og aftur að ganga útfrá brengluðum forsendum í frásögn þinni sem rýrnar í innihaldi við hvern bókstaf sem þú sendir frá þér.

Þér er frjálst að kaupa þessar vörur erlendis frá og láta senda þér heim til að sannreyna þetta. Ég mæli eiginlega sterklega með því að þú gerir það svo að þú þurfir ekki að eyða meiri tíma í að hneykslast á þessu máli lengur og getir einbeitt þér að einhverju sem er meira uppbyggjandi og jákvæðara.

Batnandi mönnum er jú best að lifa.

Óli (IP-tala skráð) 12.11.2011 kl. 19:29

11 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er alveg sama hvernig dæmið er reiknað, verðin hér heima eru alltaf hærri en það sem eðlilegt getur talist.

Álagning íslenskra verslana er talsvert hærri en erlendis. Þeir sem versluninni stjórna telja sig geta haft hærri álagningu í krafti "einangrunar" okkar hér norður í Atlantshafi. Það er stór misskilningur hjá þeim!!

Gunnar Heiðarsson, 13.11.2011 kl. 21:37

12 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ég hef verslað megnið af mínum tölvuvörur um nokkuð langt skeið erlendis frá og alltaf komið betur út en þau verð sem í boði eru hér, þó ég greið bæði flutningskostnað og virðisaukaskatt. Oft hefur þessi munur verið mjög mikill og dæmi um helmings verðmun. Því þarf ég ekki að gera neina "tilraun".

Varðandi ábyrgð, þá lenti ég einu sinni í að tölva bilaði sem enn var í ábyrgð, umboðið hér vildi ekki samþykkja ábyrgðina, en eftir eitt mail til framleiðanda og svar frá honum til umboðsins, var málið leyst, ábyrgðin stóð!

Eini gallinn við að versla erlendis er lengri biðtími. Ég vildi glaður versla hér heima og styrkja með því íslenska verslun, en verðin verða þá að vera sambærileg við þau sem hægt er að fá vörurnar á hingð til lands frá erlendum verslunum.

Gunnar Heiðarsson, 13.11.2011 kl. 21:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband