Gamlar tölur

Þessar tölur eru gamlar, komu fram í fréttum í vor og þá tekið fram að um forsendur frá 2009 væru til grundvallar.

Síðan þá hefur bæst við nokkuð sem heitir "björgunarsjóður evrunnar". Hver hlutur Íslands yrði í þeim sjóð kemur ekki fram, en menn hafa leitt að því líkum að sú tala gæti legið nærri 100 milljörðum króna, þ.e. eins og sjóðurinn er í dag. Þegar hefur verið rætt um verulega stækkun hans og því myndi hlutur Íslands verða enn meiri.

Það er útaf fyrir sig eitt að greiða klúbbgjald upp á 3 - 6 milljarða króna til að fá sæti í trúfélagi ESB, en þegar sú upphæð er komin um eða yfir 100 milljarða þarf helvíti sterk bein til að fylgja ruglinu eftir.

3 - 6 milljarðar gera 10 - 20.000 krónur á hvert mannsbarn í landinu, 100 milljarðar er aftur rúmar 300.000 kr á hvert mannsbarn. Trú sumra er svo sterk að árgjald í trúfélag upp á 10 - 20.000 kr þykir réttlætanlegt, en fáir eru þó tilbúnir að greiða 300.000 kr í slíkt árgjald. Fyrir hjón með þrjú börn er þetta trúfélagsgjald þá orðið upp á eina og hálfa miljón á ári (1.500.000-). Er einhver fjölskylda tilbúin til þess?

Þess ber þó að geta að tölurnar frá Evrópuvefnum eru gamlar og örugglega nokkuð vanreiknaðar. Tölur um hlut Íslands í björgunarsjóð evrunnar eru einungis áætlaðar. Það er ekki hægt með vissu að segja hver okkar hlutur yrði í þeim sjóð að svo stöddu, einkum vegna þess að enn er ekki séð hversu stór sá sjóður mun verða og hvað af þeim fjármunum verður raunverulega notað. 100 milljarðar eru kannski of há upphæð, en þó gæti sú upphæð hæglega orðið margfallt hærri.

Það er gjörsamlega útilokað að átta sig á því hvers vegna til er fólk sem ekki vill bíða og sjá hver örlög ESB verða. Vill ekki draga til baka umsóknina þar til séð verður hvort evran lifir eða deyr og ef hún lifir, hvernig gjaldmiðill hún verður þá.

Það mæla öll skynsamleg rök fyrir því að Íslendingar bíði og sjái til. Að umsóknin verði dregin til baka og síðan ákveðið síðar, þegar séð verður hvert ESB stefnir, hvort við eigum þar samleið eða ekki.

Að halda áfram þessu rugli, við þær aðstæður sem ríkja innan ESB, er eins heimskulegt og frekast getur verið!!

 

 


mbl.is Beint framlag til ESB 13-15 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband